Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2003, Side 39

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2003, Side 39
LAUGARDAGUR30.ÁGÚST2003 PVHKLOARBLAÐ 43 r Sakamál HVAÐ GERÐIST? Danskur skiptinemi kyrktur HVAR7 IsleofWight HVENÆR? 16. júlí 2002 V Friðsældin rofin með óskiljanlegu morði' Morðingi gefur sig fram' Morðið á dönsku stúlkunni var mikið áfall fyrir fbúa Isle of Wight. Glæpir voru þar nær óþekktir og morð var talið óhugsandi mögu- leiki þar um slóðir. Yfir 30 rannsóknarlög- reglumenn voru kallaðir til starfa við að leita morðingjann uppi. Camilla sást síðast um klukkan þrjú um daginn þegar hún hafði lokið við að versla með vinkonum sínum. Samkvæmt bráða- birgðaskoðun læknis lést hún um kl. sex, eða um það leyti sem strandveislan sem hún ætlaði að taka þátt í hófst. Brátt fóru hlutirnir að gerast hratt. Réttum sólarhring eftir að morðið var framið var hringt úr símaklefa í yfirlögregluþjóninn á eyjunni og var Richard Kemp á línunni, en hann var 52 ára og sagðist hafa myrt ein- hvern, nánar tiltekið unga stúlku, og hefði hann kyrkt hana. Var lögreglubíll þegar í stað sendur til að ná í manninn. En hann var þá orðinn svo trufl- aður að fara varð með hann á sjúkrahús í stað lögreglustöðvar og leið heill sólarhringur þar til læknar leyfðu lög- reglunni að yfirheyra manninn. Kemp var ókvæntur og bjó einn í íbúð og starfaði að viðhaldi í Kafbátasafni konung- lega flotans. Helsta áhugamál hans var að reika um. Hann var búinn að vinna í safninu í yfir 20 ár og var ekkert að störfum hans að finna. Hann blandaði lítið geði við aðra en var meinlaus og kom það öðrum starfmönn- um safnsins mjög á óvart þegar fréttist að Kemp væri orðinn kvennamorðingi. Yfirmaður hans sagði að Kemp hefði tekið Iangt helgarfrí en átti að vera kominn aftur til vinnu á þriðjudag en mætti ekki, sem var óvenjulegt, því að hann hafði stundað starf sitt af stökustu nákvæmni. Kona sem hafði búið í næstu íbúð við Kemp í yfir 30 ár sagðist ekki trúa því að hann væri fær um að fremja glæp. Hann hefði aldrei gert flugu mein og væri mjög þægilegur nágranni. Hann hafði stöðugt samband við aldraða foreldra sfna og sýndi þeim mikla ræktarsemi. Hún kvað hann oft hafa farið í langar gönguferðir um eyjuna og sagði hann að þær hreinsuðu til í kolli hans. Hörð átök Richard Kemp var úrskurðaður í varðhald FÓRNARLAMBIÐ: Camilla Petersen var myrt þar sem hún sat við að teikna úti i náttúrunni. Hún átti sér enga óvini en varð fórnarlamb morðingja sem átti ekkert sökótt við hana eða yfirleitt neinn annan. Stúlk- an var í námsferð í Englandi en hugðist síðar leggja fyrir sig líffræði eða fornleifafræði. Fram kom að Camilla Peter- sen hafði setið við að teikna þegar Kemp, sem aðeins var í nærbuxum og skóm, réðst á hana. Árásin var gerð mjög snögglega og kyrkti hann stúlkuna. MORÐSTAÐURINN: Glæpafræðingar í hvftum hlífð- argöllum á botni grjótnámunnar þar sem lík dönsku stúlkunnar fannst. Þangað var hún dregin eftir mis- þyrmingar og kyrkingu og falin undir runna. 20. júlí 2002. En 12. maí 2003 var mál hans tekið fyrir. Sakbomingur neitaði að hafa myrt af yfirlögðu ráði en játaði manndráp á þeim grundvelli að hann hefði ekki verið ábyrgur gerða sinna þegar hann framdi verknaðinn. Fram kom að Camilla Petersen hafði setið við að teikna þegar Kemp, sem aðeins var í nærbuxum og skóm, réðst á hana. Árásin var gerð mjög snögglega og kyrkti hann stúlk- una. Áverkar á andliti og víðar bentu til að ofbeldið hefði verið meira en aðeins kyrk- ingin. Átökin voru hörð þegar maðurinn dró stúlkuna inn í mnna til að yfirbuga hana. Það sem hófst sem kynferðislegt ofbeldi varð að yfirlögðu morði, að því er saksóknari sagði í réttinum. Kemp myrti stúlk- una til að koma í veg fyrir að hún þekki hann og vfsaði á hann. Síðan flúði hann af vettvangi en tók með sér teikni- blokk Camillu og úr sem hann kastaði síð- an. Hann eyðilagði og faldi líka fötin sem hann var sjálfur í þeg- ar hann framdi verknaðinn. Daginn eftir póstlagði morðinginn fjögur bréf þar sem hann viðurkenndi verknaðinn. Eitt þeirra var til foreldra hans, þar sem hann bað þá fyrirgefningar og bað þá að gleyma að hann hefði nokkm sinni verið til. Hann sagðist hafa svikið allt og alla og gæti ekki lifað lengur og alls ekki í fangelsi. Kemp var virkur í Hjálpræðishernum og vinum sínum þar sendi þann bréf og bað þess að þeir bæðu fyrir fórnarlambinu. í bakpoka hans fann lögreglan bréf og var skrifað á umslagið „Játning mín“. Þar játaði hann að hafa myrt 14 ára gamla stúlku sem var á röngum stað á röngum tíma, eins og hann orðaði það. „Ég var kristinn maður þangað til í gærkvöld." „Hvers vegna ég myrti hana veit ég ekki. Ég hefði getað látið hana í friði en gerði það ekki. Hún var indæl. vel gefin stúlka, hún var líka falleg. Ég var ekki einu sinni kynferðis- lega snortinn. Ég veit hvernig vandamál mitt hófst en hef aldrei sagt neinum það. Þetta er allur sannleikurinn. Ég er ekki að skrökva. Ég sé engan tilgang í lífinu lengur." Réttinum var sagt að sakborningurinn væri haldinn geðklofasýki á háu stigi og 16. maí sl. var hann dæmdur til ævilangrar fangelsisvistar fyrir morð. Isle of Wlght er friðsæl eyja við Englandsströnd sem ferðamenn sækja til að njóta náttúrufeg- urðar og kyrrðar. En glæpamenn þrífast víða og vita jafnvel ekki sjálfir hvaða óeðli býr í þeim fyrr en illvirki er framið. Svo var um morðingja ungar danskrar stúlku sem varskiptinemi og lét lífið fyrirþað eitt að vera á röngum stað á röng- um tíma og verða á vegi rangs manns. Skömmu fyrir miðnætti þann 16. júlí 2002 fannst lík dönsku stúlkunnar Camillu Peter- sen, sem var 15 ára skiptinemi, í kjarri vax- inni grjótnámu skammt frá þorpinu Brading. Hún var nakin og hafði greinilega verið kyrkt. Camilla bjó með annarri stúlku, löndu sinni, á heimili hjóna í Brading. Tíminn leið þannig að stúlkurnar voru í enskutímum fyr- irhádegi en áttu frí eftir það ogvörðu þá tfm- anum eftir því sem þær lysti. Síðari hluta dags fór Camilla út að versla með vinum sínum en sagði þeim að sig lang- aði til að vera ein og njóta kyrrðar og frið- sældar. Það var ekki óvenjulegt því stúlkan var góður teiknari og vildi oft vera einsömul við þá iðju. En þegar Camilla mætti ekki í strandveislu um kvöldið, eins og reiknað var með, var far- ið að óttast um hana og fararstjóri hóps nor- rænna ungmenna, sem voru í enskunám- skeiðum á eyjunni, fór að svipast um eftir henni. Vitað var að Camilla hafði dálæti á uppgróinni námunni og var hennar leitað þar. Hún fannst í rjóðri og lá þar á grúfu. Rannsóknarlögreglumenn veltu því fyrir sér hvort stúlkan hefði farið í námuna af frjálsum vilja og einnig hvort hún hefði kynnst ungum manni á þeim tveim vikum sem hún hafði dvalið í Englandi. En það var brýnt mjög fyrir ungu skiptinemunum að varast að efna til skyndikynna við menn sem þær þekktu ekki. Hjónin sem Camilla bjó hjá sögðu hana fyrirmyndarstúlku að öllu leyti og töldu úti- lokað að hún hefði verið í neinu strákastússi eða átt í útistöðum við einn né neinn. f- *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.