Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Síða 12
12 FRÉTTIR LAUGARDAOUR 27. SEPTEMBEFt 2003
Útlönd
Heimurinn í hnotskurn
Umsjón: Guðlaugur Bergmundsson
Netfang: gube@dv.is
Sími: 550 5829
Suu Kyi heim af spítala
Mafían fyrirmyndin
BURMA: Aung San Suu
Kyi, leiðtogi stjórnarand-
stöðunnar f Burma, fór
heim af sjúkrahúsi í gær,
eftir rúmlega þrjá mán-
uði í haldi herforingja-
stjórnarinnar. Læknir
hennar sagði að hún yrði
í stofufangelsi og að her-
foringjarnir myndu
ákveða hverjir fengju að
heimsækja hana.
Suu Kyi gekkst undir
skurðaðgerð fyrir viku.
Stjórnvöld staðfestu að
Suu Kyi væri komin á
heimili sitt í miðborg
Rangoon en í yfirlýsingu
þeirra var ekki talað um
hvort hún væri í stofu-
fangelsi. Henni verður
veitt öll læknisaðstoð.
LINDH-MORЩ: Vanga-
veltur eru í Svíþjóð um
að morðið á Zoran
Djindjic, forsætisráðherra
Júgóslavíu, hafi verið ein
af ástæðunum að baki
morðinu á Önnu Lindh,
utanríkisráðherra Sví-
þjóðar. Djindjic var á ieið
að hitta Lindh í Belgrad
þegar leyniskytta skaut
hann. Júgóslavnesku
mafíunni var kennt um
en hinn 24 ára gamli
Mijailo Mijailovic, sem
grunaður er um morðið
á Lindh og var úrskurð-
aður í gæsluvarðhald í
gær, mun hafa litið á út-
sendara þessara glæpa-
samtaka í Svíþjóð sem
fyrirmyndir sínar.
Ráðist gegn
barnaklámi
Þýska lögreglan hefur upprætt
einhvern stærsta barnaklám-
hring sem sögur fara af og sem
teygði anga sína til 166 landa.
Á þriðja tug þúsunda netnot-
enda tengist klámhringnum.
Rannsókn stendur yflr á mörg
hundruð grunuðum mönnum í
Þýskalandi og undanfarna daga
hefur verið gerð húsleit á meira en
flmm hundruð heimilum um allt
landið og tóku fimmtán hundruð
lögreglumenn þátt í aðgerðunum.
Mikið af geisladiskum og mynd-
böndum hefur verið gert upptækt.
Lögreglan sagði að karlmaður
einn í Bæjaralandi hefði haft 26
þúsund barnaklámmyndir undir
höndum.
Rannsóknin, sem hefur gengið
undir heitinu Marcy, hefur staðið
yflr í rúmt ár undir stjórn lögregl-
unnar í Saxen-Anhalt í austanverðu
Þýskalandi og saksóknara í borg-
inni Halle. Alþjóðalögreglan Inter-
pol og þýska alríkislögreglan hafa
einnig komið þar nærri.
Listi í Magdeburg
Yflrvöld sögðu í gær að komist
hefði verið á slóð hinna grunuðu
fyrir tilstilli tölvuskráa sem gerðar
voru upptækar í fyrra hjá karlmanni
einum í þýsku borginni Mag-
deburg. Þar var meðal annars að
finna umfangsmikla dreifingarmið-
stöð netfanga sem barnaníðingarn-
Kennarar, prestar og
lögregluþjónar eru
sagðir í hópi þeirra sem
eru undir smásjá lög-
reglunnar.
ir notuðu til að skiptast á efni þar
sem sjá mátti börn allt niður í fjög-
urra mánaða gömul.
„Eitthvert stærsta virka alþjóð-
lega netið hefur verið upprætt,"
sagði Curt Becker, dómsmálaráð-
herra Saxen-Anhalt.
Á fundi með fréttamönnum í gær
sögðu yfirvöld dómsmála í Saxen-
Anhalt að margir hinna grunuðu
sem hefðu skipst á barnaklámi á
netinu væru stórhættulegir barna-
níðingar og að þeir kæmu úr öllum
þjóðfélagshópum.
Kennarar, prestar og lögreglu-
þjónar eru sagðir í hópi þeirra sem
eru undir smásjá lögreglunnar.
Ih
YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT
Síðumúla 15, s. 588 5711 og 694 6103
YOGA YOGA YOGA
Líkamsæfingar, öndunaræfingar, slökun og hugleiðsla.
Morgun-, hádegis-, síðdegis- og kvöldtímar.
Sértímar fyrir byrjendur og barnshafandi konur.
Hví ekki að prófa?
REPORT
Bas scwiL-ik l ilebcn
des ManucH
BARNAKLÁM: Hér má sjá sýnishorn af geisladiskum, myndbandsspólum og bókum með barnaklámi sem þýska lögreglan lagði
hald á þegar hún upprætti bamaklámhring sem tugir þúsunda manna í 166 löndum tengjast. Hringur þessi mun einhver stærsti
sinnar tegundar sem flett hefur verið ofan af.
Viö erum öðruvísi af því
að þið eruð öðruvísi
Ólík fyrirtæíci fara ólíkar leiðir í starfi sínu. Hvert
fyrirtæki hefur sína sérstöðu og þar af leiðandi sínar ólíku
þarfir. Þess vegna steypum við ekki alla í sama mótið, heldur
röðum saman þeim tryggingum sem henta þínu fyrirtæki.
Það er okkar sérstaða.
TRYGGINGAMIDSTÖÐIN • AÐALSTRÆTI 6-8 • 101 REYKJAVÍK • SÍMI 515 2000 • WWW.tmhf.iS I REKSTUR
Deilendur fyrír botni Miðjarðarhafs:
Hjálparþurfi
Kofi Annan, framkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna,
sagði í gær að svo virtist sem
Palestínumenn og ísraelar
gætu ekki komið sér út úr því
öngstræti sem deilur þeirra
eru komnar í án utanaðkom-
andi aðstoðar.
„Því miður hefur hvorum tveggju
mistekist að þokast áleiðis og al-
þjóðasamfélagið hefur ekki verið
þess megnugt að hvetja þá áfram,"
sagði Annan eftir fund kvartettsins
svokallaða sem stendur að baki
Vegvísinum að friði, Bandaríkja-
manna, Rússa, Sameinuðu þjóð-
anna og Evrópusambandsins, í
New York í gær.
Kvartettinn fordæmdi hryðju-
verkaárásir Palestínumanna í Israel
og sagði jafnframt að ísraelar yrðu
að stöðva frekari frekari byggingu á
ekki að „fjarlægja" Yasser Arafat fyrr en
búið verður að fara yfir athugasemdir
bandarískra stjórnvalda.
svæðum Palestínumanna.
Ariel Sharon, forsætisráðherra
ísraels, sagði í gær að ísraelar
myndu taka athugasemdir Banda-
ríkjamanna til athugunar áður en
ákveðið yrði hvort gerð verði alvara
úr þeirri hótun að „fjarlægja" Yass-
er Arafat, forseta Palestínumanna.