Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Side 14
74 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 Fríðrik krónpríns afDanmörku ætlar að giftast Mary Donaldson: Drottningin er afar ánægð með ráðahaginn Í|L FRÉTTAUÓS * Guðlaugur Bergmundsson # gube@dv.is » „Hún er einstaklega indæl, gáf- uð og hefur mjög þróað skop- skyn. Hún er eldfljót að koma með athugasemdir ef hún sér sniðugar kringumstæður." Þetta er lýsingin sem Anne Bove- Nielsen, upplýsingafulltrúi tölvu- fyrirtækisins Microsoft Business Solutions í Vedbæk í Danmörku gefur á tilvonandi Danadrottningu, hinni áströlsku Mary Elizabeth Donaldson. Mary, eða María eins og hún verður væntanlega kölluð á íslensku þegar hún verður komin í tölu kóngafólksins, starfaði sem ráðgjafl hjá fyrirtækinu í eitt ár og tuttugu og Ijóra daga. Hún sagði af sér á miðvikudag þegar tilkynnt var um að hún myndi giftast Friðriki krón- prinsi einhvern tíma næsta vor. Til- vonandi drottning frænda okkar hefur jú víst öðrum hnöppum að hneppa næstu mánuðina. Lengi von á einum Danska þjóðin hafði lengið beðið eftir tilkynningu frá hirðinni um að eldri sonur þeirra Margrétar Þór- hildar drottningar og Hinriks prins hefði fundið réttu konuna fyrir sig, og sjálfsagt líka íyrir Danmörku. Þá gerðust þau undur og stórmerki austur í Tasmaníu að Friðrik smellti kossi á sína heittelskuðu frammi fyrir blaðamönnum og Ijósmyndurum. Hinn 35 ára gamli Friðrik hefur átt margar kærustur um ævina, kærust- ur sem drottning hefur verið mishrif- in af. En víst er að Margrét Þórhildur er ánægð með tilvonandi tengdadótt- ur sína, svo ánægð reyndar að hún gaf sterklega í skyn í sumar að brúð- kaup væri í vændum. Drottning sagði nefnilega við fréttamenn á vínbú- garði Hinriks prins í suðvestanverðu Frakklandi í ágúst að hún kynni af- skaplega vel við Maríu og sagðist jafnframt vera viss um að hún myndi eignast góða tengdadóttur. LOKSINS, LOKSINS: Danska þjóðin þarf ekki lengur að hafa áhyggjur af kvennamálum krónprinsins síns, Friðriks Hinrikssonar. Tilkynnt hefur verið að Friðrik ætli að ganga að eiga hina áströlsku Mary Elizabeth Donaldson einhvern tíma á vori komanda. Hér má sjá skötuhjúin i sinu fínasta pússi. Dóttir stærðfræðiprófessors María Elísabet, þvert á fyrri kærustur danska krónprinsins, hef- ur verið heldur fámál í samskiptum sínum við danska fjölmiðla. Hefur reyndar skipst á kurteislegum kveðjum við fréttamenn en ekki sagt aukatekið orð um samband sitt við Friðrik og hún hefur óskað eftir því við vini og ættingja, vinnuveit- endur, svo og skóla sem hún hefur gengið í að persónulegum spurn- ingum um hana frá fjölmiðlum verði ekki svarað. Flestir hafa orðið við þeirri beiðni. Drottningin tilvonandi fæddist þann 5. febrúar 1972 í Hobart, höf- uðstað eyjarinnar Tasmaníu undan ströndum Ástralíu. Foreldrar henn- ar eru John Dalgleish Donaldson, prófessor í stærðfræði, og Henrietta Clark Donaldson, aðstoðarmaður konrektors Tasmaníuháskóla. Hen- rietta lést 1997 og tæpum fjórum ár- um síðar kvæntist faðir Maríu aftur, breska glæpasagnahöfundinum Susan Elizabeth Moody. María er yngst fjögurra systkina; hún á tvær systur og einn bróður. María Elísabet lauk háskólaprófl í lögum og viðskiptafræði árið 1994 og starfaði á fasteignasölu og aug- lýsingastofu áður en hún fluttist til Danmerkur í fyrra. Síðsumars 2002 fékk hún sér lúxusíbúð úti á Löngu- línu og réð sig í starf hjá Navision tölvufyrirtækinu sem síðar varð Microsoft Business Solutions. Hittust á barnum Þau Friðrik og María hittust í Sydney á árinu 2000, þegar Ólymp- íuleikarnir voru haldnir þar. Nánar tiltekið lágu leiðir þeirra saman á veitingahúsinu Slip Inn þann 16. desember það ár. Þar hafði verið efnt til samsætis tii að konungborn- ir gestir Ólympíuleikanna fengju tækifæri til að hitta jafnaldra sína úr röðum heimamanna. María hefur til þessa ekki sýnt sig í námunda við prinsinn við opin- berar athafnir. Þau hafa þó farið saman í skírnir og annað þess hátt- ar hjá vinum og ættingjum. Danskir blaðamenn þóttust því hafa himin höndum tekið mánudaginn 20. jan- úar 2003. Þá gerðust þau undur og stórmerki austur í Tasmaníu, þar sem Friðrik tók þátt í siglinga- keppni, að hann smellti kossi á sfna heittelskuðu frammi fyrir blaða- mönnum og ljósmyndurum. „Þið fáið mynd og í staðinn vilj- um við fá að vera í friði," sagði Frið- rik við fjölmiðlafólkið. Og friðinn fengu þau. En ekki er víst að sá friður haldist lengi. Til stendur að Friðrik og heit- mey hans hitti fréttamenn 8. októ- ber næstkomandi, eftir að Margrét Þórhildur drottning hefur formlega tilkynnt um væntanlegt brúðkaup á ríkisráðsfundi fyrr um daginn. Ekki má ólíklegt telja að ljósmyndarar og fréttamenn reyni að sitja fyrir hjón- unum tilvonandi í þeirri von að ná af þeim mynd. Ekki hefur verið skýrt frá brúð- kaupsdeginum að öðru leyti en því að hann verður einhvern tíma næsta vor. Vitað er hins vegar að hjónavígslan fer fram í Holmens kirkju í Kaupmannahöfn. Það þykir vel við hæfi þar sem hún er kirkja danska flotans þar sem Friðrik gegndi herþjónustu sinni. Brúð- hjónin ungu munu síðan búa í höllu Ingiríðar heitinnar drottningar- móður í Amalienborg og í Kanselí- húsinu við Fredensborgarhöll. Kátína í Tasmaníu Fjölskylda drottningarinnar til- vonandi er að vonum ánægð með ráðahaginn. „Við erum bæði glöð og spennt," segir Jane Stephens, eldri systir Maríu, í viðtali við The Mercury, stærsta dagblaðið á Tasmaníu. Jane Stephens er lyfjafræðingur og býr í vesturhluta Hobart. Það hafði aldrei hvarflað að henni að litla systir hennar myndi einn góðan veðurdag gifta sig inn í kóngafjölskyldu. „Þetta hvarflaði aldrei að mér, eiginlega dettur manni þetta ekki í hug um nokkurn mann. Nú getur systir oldcar orðið fyrsta ástralska drottningin," segir Jane. Ekki er vitað hvort María Elísabet hefur lagt sig eftir dönskunni þann tíma sem hún hefur búið í Dan- mörku. Ljóst má þó vera að sam- keppnin við svilkonu hennar tilvon- andi, Alexöndru prinsessu, eigin- konu Jóakims prins, verður erflð. Alexandra hefur nefnilega vakið eft- irtekt fyrir það hvað hún talar alveg „glimrende dansk". Byggt á efni frá Jyllands-Posten og Politiken.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.