Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Page 19
LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 DV HELGARBLAÐ 19 Friðrik Weisshappel. Helgi Pétursson. FjalarSigurðsson. einn aðstoðarmaðurinn þegar Kor- mákur Geirharðsson, tónlistar- maður og verslunareigandi, gekk til liðs við áhöfnina. Hann mun enn vera meðal áhafnarmeðlima þótt hann hafi aldrei látið virkilega að sér kveða. Þegar Helgi Pétursson bætist síð- an í þennan fríða hóp má segja að Vala fari vel undirbúin inn í vetur- inn með þrjá karlmenn sér til full- tingis. Samtals má því segja að að- stoðarmenn hennar teljist alls sex á þremur árum sem sýnir að það er ekki heiglum hent að hafa í fullu tré við drottninguna Völu Matt. Það þótti höfðingjamerki á árum áður að hafa marga til reiðar þegar menn þeystu um héruð. Þar hefði Vala skorað hátt með þrjá til reiðar. polli@dv.ls j ! ' Markaðsráð Akraness og 70 fyrirtæki á Akranesi og í nágrenni bjóða landsmenn velkomna á atvinnuvegasýninguna Þeir fiska sem róa. Sýningin verður haldin í íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum á Akranesi dagana 26.-28. september. Föstudaginn 26. september klukkan 15:00 mun Forseti ísLands opna sýninguna og verður hún á opnunardaginn einungis opin boðsgestum þátttökufýrirtækjanna. Laugardaginn 27. september kL. 11-18 og sunnudaginn 28. september kLukkan 12-17 verður sýningin opin aLmenningi. Miðaverð er 300 krónur íýrir 12 ára og eldri en frítt fyrir yngstu börnin. Aðgöngumiðar giLda einnig sem happdrættismiðar og verða þrenn úttektarverðLaun í boði hjá einhverjum aðiLdarfýrirtækja Markaðsráðs Akraness. Skemmtiatriði og ýmsar uppákomur aLltaf á heila tímanum. Frítt í sund fýrir sýningargesti, Leiktæki á staðnum og fjöLdi skemmtiatriða. VeitingasaLa verður á staðnum. Landsmenn eru hvattir til að mæta á sýninguna og kynnast fjölbreyttu atvinnulífi á og við Akranes.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.