Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Qupperneq 31
LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 DVHELGARBLAÐ 43
lr
þinn eigin útvarpsþátt og verðandi
sjónvarpsþátt?
„Ég horfi ekki á það svoleiðis. Alls
ekki. Og mér finnst enginn tilgangur
með því að hugsa svona. Ég er ekk-
ert bestur. Við höfum öll okkar dags-
form. Ég fékk þessa hæfileika og ég
nýtti mér þá. Fólk telur þetta gott og
mér flnnst þetta gott.“
- Sætir starfsemi þín oft gagnrýni?
„Þegar ég var að byrja í útvarpinu
voru sértrúarsöfnuðir ýmsir að
skjóta á mig. Séra Sigurður Haukur
Guðjónsson var í einum af fyrstu
þáttunum og þá hringdu nokkrir og
fannst óviðeigandi að prestur talaði
við miðil.
Þessi starfsemi er tabú á ákveðn-
um sviðum. Kirkjan hefur lengi ver-
ið andvíg þessu en mér finnst þjóð-
kirkjan hafa róast og hún gagnrýnir
þetta minna í seinni tíð. Ég fer í
kirkju og er kirkjurækinn maður, ég
fer með mínar bænir og er mjög trú-
aður.
Ég heyri núna að trúarleg útvarps-
stöð biður fólk að safnast saman og
biðja gegn þessu „miðlafári" sem
gangi yfir þjóðina. Ég minni aftur á
að fólk hefur fúsan og frjálsan vilja
og það hefur líka fjarstýringuna til
að slökkva á sjónvarpinu eða skipta
um rás.
Islendingar hafa þá sérstöðu að
þeim finnst gaman að fá fréttir af
framliðnum og ef þeir leita eftir því
hefur enginn rétt til að banna þeim
það.“
Leitin að sönnunum
- Samt sem áður er sönnunin af-
skaplega mikils virði þegar rætt er
um líf eftir dauðann og samband við
framliðna. Kemur fólk á fundi til þín
í leit að slíkum sönnunum fyrst og
fremst eða er það visst í sinni trú?
„Ég hefþurft að láta
lögreglUna fjarlægja
fólk sem hefur ásótt
mig; veikt fólk. Þetta var
meðan ég bjó hér syðra
en fyrir norðan er ég lát-
inn í friði."
„Fólk gerir það, já. Það er eðlilegt
að fólk vilji fá sönnun en það er ekki
alltaf augljóst hvernig sönnun felst í
þeim skilaboðum sem fólk fær. Sum-
ir koma með skilyrðum, vilja fá ein-
hvern ákveðinn látinn ættingja í
gegn, annars trúi það engu. Slíkt fólk
er ekki tilbúið að mæta og þarf að
breyta sínu hugarfari og slaka svolít-
ið á.“
- Skynjarðu þegar fólk mætir fullt
vantrúar?
„Já. Stundum lokast fyrir fólk og ég
get ekkert lesið fyrir það. Þá segi ég
því að ég hafi ekkert handa því. Mér
finnst það heiðarlegra en að lesa eitt-
hvað yfir fólki sem það skilur ekkert í.
Það er aldrei neitt ákveðið fyrir fram
og hver fundur er tilraun með sam-
band milli heimanna tveggja."
Miðlar og spámenn
- Nú fær fólk oft skilaboð sem virð-
ast snúast um óorðna hluti og fram-
liðnir virðast þannig sjá inn í framtíð-
ina. Er þá enginn munur á miðils-
hæfileikum og spádómsgáfu?
„Framliðnir sjá inn í framtíðina og
þeir senda okkur skilaboð til að
vernda okkur. Ég sé ekki inn í framtíð-
ina nema með aðstoð framliðinna. Ég
kann ekkert á tarotspil.
Ég les stundum í bolla en þá horfi
ég ekkert í rákirnar heldur þefa úr
bollanum og þá kemst ég í samband.
Ég sný bollanum þrjá hringi yfir höfði
mér samkvæmt ritúalinu en það er
meira til gamans en að þess þurfi.
Starf miðilsins snýst um samband
við framliðna og sálarrannsóknir. Til-
gangur starfsins er að sýna fram á að
það sé h'f eftir þetta líf. Spádómsgáfan
snýst aðallega um að vita hvort hún
Stína hitti loksins kærastann. Hún
snýst um þetta veraldlega en miðils-
starfið um það andlega."
Hinir næmu Norðlendingar
- Heldur þú að miðilsgáfa liggi í
ættum eða fjölskyldum og sé þannig
arfgeng?
„Þessir hæfileikar liggja í íjölskyld-
um. Margt fólk í minni móðurætt úr
Svarfaðardal, Dalvík og Eyjafirði hefur
hæfileika enda er þetta afskaplega
mystískt svæði."
- Þórhallur býr á Akureyri, eins og
fyrr segir. Þar er nokkurs konar
heimavöllur margra frægustu hug-
lækna og miðla landsins og nægir að
nefna Margréti frá Öxnafelli í Eyja-
firði, Ólaf Tryggvason sem starfaði á
Akureyri, Guðrúnu Sigurðardóttur, og
stutt er austur í Reykjadal þar sem
Einar á Einarsstöðum bjó. Svo má
ekki gleyma Lám Ágústsdóttur miðli
sem bjó á Akureyri áratugum saman.
Er þetta eitthvað í umhverfinu?
„Við Norðlendingar emm bara
svona gott og næmt fólk. Það er ekkert
flóknara."
- Kynntist þú einhverju af þessu
fólki?
„Kennarinn birtist þegar
nemandinn er tilbúinn.
Það er ekki víst að fólk
sem hefur svona hæfi-
leika eigi að hlaupa
beint i smáauglýsingar
og segja: Strekki dúka,
spáiíbolla."
„Ég þekkti Einar á Einarsstöðum og
hitti hann nokkmm sinnum og ég
kynntist Guðrúnu Sigurðardóttur. Ég
fór á skyggnilýsingafundi hjá Haf-
steini Björnssyni og man eftir honum
í Sigtúni. Þar vildi ég að Snjólaug
amma kæmi fram og varð fyrir
nokkmm vonbrigðum þegar það
gerðist ekki. Þess vegna veit ég vel
hvernig fólki líður sem mætir á fúndi
og fær ekki það sem það býst við.“
Verkin tala
- Em til svikamiðlar eins og Lára
miðilf sem var dæmd á fjórða ára-
tugnum?
„Lára hafði raunverulega hæfileika
þótt þetta færi svona. Hins vegar eru
það verkin sem tala og hér varð, í
kringum 1990-91, mikil vakning í
miðilsstarfsemi og þá komu margir
fram. Ég held að reynslan hafi sigtað
ýmsa út sem ekki hentaði að vera í
þessu og áttu ekki að vera það. Fólk
verður bara að dæma sjálft eftir sinni
reynslu."
- Ertu frægasti miðUl á íslandi í dag,
arftaki Hafsteins og Lám?
„Ég er í þeim aðstæðum að það er
mikið tekið eftir því sem ég geri. Ég vil
ekki eigna mér neina frægðarnafnbót.
Mörgum finnst ég ekki vera góður
miðill og ég get ekkert gert í því. Það
hefur hver og einn miðill sína sér-
stöku hæfileika og við höfúm marga
góða miðla í dag. Við höfuni Valgarð
Einarsson, Maríu Sigurðardóttur,
Guðrúnu Hjörleifsdóttur, Guðrúnu
Pálsdóttur, Þómnni Maggý, Ingi-
björgu ÞengUsdóttur og Margréti Haf-
stein, fyrir utan mig.“
Þurfti að leita lögreglu
- Sumir miðlar auglýsa starfsemi
sína í dagblöðum en þú ert með leyni-
númer og það er erfitt að ná í þig. Hef-
ur þú orðið fýrir áreitni vegna starfs
þíns?
„Ég hef þurft að láta lögrégluna fjar-
lægja fólk sem hefur ásótt mig; veikt
fóUc. Þetta var meðan ég bjó hér syðra
en fyrir norðan er ég látinn í friði.“
- Þú getur þá farið í Sjallann án þess
að vera „böggaður“?
„Ég gæti það en ég hef aldrei verið
þar. Ég hef aldrei dmkkið neitt
sterkara en malt. Ég er samt ekki
fanatískur og veiti stundum vín.“
Starfið krefst fórna og einveru
- Ertu fjölskyldumaður?
„Nei, ég bý einn og hef alltaf gert.
Ég hef lent í samböndum en ég er ein-
fari og mér finnst gott að vera einn og
þarf að vera einn með sjálfur mér.“
- Em það hæfileikarnir sem kalla á
þá einveru?
„Já.“
- Hefur þú þá fórnað hefðbundnu
fjölskyldulífi fyrir miðilsstarfið?
„Þaðmásegjaaðéghafigertþaðen --
ég hef samt aldrei litið á þetta sem
fórn. Þegar ég lít til baka þá get ég ekki
annað en haldið að mér hafi verið ætl-
að þetta starf og þetta hlutskipti. Ann-
ars væri ég kominn í annað starf."
- Þannig að þú ert öðruvísi en ann-
að fólk hvernig sem á það er litið?
„Nei, ég er bara ÞórhaUur Guð-
mundsson.“ poM@dv.is *