Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Side 34
46 DVHELCARBLAÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003
t
>
íslendingar
lauslátastir allra
Durex-smokkafyrirtækið hefur kannað kyn-
hegðun viðskiptavina sinna um allan heim og í
fyrsta sinn komast fslendingar á blað í könnun-
inni en fleiri en 1000 landsmenn þurfa að taka
þátt til þess. Sumt kemur á óvart en annað ekki
þegar niðurstöðurnar eru skoðaðar.
Durex er fyrirtæki sem er í rauninni heims-
veldi ef marka má yfirlýsingar umboðs-
manna þess á íslandi. Durex er stærsti fram-
leiðandi smokka á heimsvísu og dreifir vöru
sinni í meira en 150 löndum og telur selda
smokka í hundruðum milljóna ár hvert. Allt
er þetta gott og blessað enda varla vanþörf á
að stemma stigu við útbreiðslu kynsjúkdóma
og ótímabærum þungunum með notkun
þessa þjóðþrifaáhalds.
En Durex gerir fleira en að selja smokka því
fyrirtækið hefur lifandi áhuga á kynhegðun
fólks sem þarf sennilega ekki að koma á
óvart. Þetta er svipað og að bakara sem seldi
brauð um allan heim langaði til að vita eitt-
hvað um matarvenjur viðskiptavina sinna.
í þessu skyni gerir Durex könnun meðal
jarðarbúa og notar til þess hið almáttuga
Internet. Gegnum það fara konur og karlar
inn á heimasíðu Durex og svara eftir bestu
samvisku spurningum um hvað eina sem lýt-
ur að kynhegðun, kynlífi og kynlífsvenjum.
Sfðan eru niðurstöðurnar flokkaðar og birtar
eftir því sem þurfa þykir og teljast til fróðleiks
þótt áreiðanlega komi þar margt upp á
diskinn sem Durex kemur að gagni við vöru-
þróun.
Á dögunum voru íslendingum sérstaklega
kynntar niðurstöður umræddrar könnunar
og þóttu nokkur tíðindi þar sem ísland var í
fyrsta sinn með í könnuninni. Að sögn Frið-
riks Einarssonar, framkvæmdastjóra Cosnor,
sem flytur inn Durex, eru sett þau lágmörk að
hið minnsta 1.000 íbúar í hverju landi sendi
inn gild svör og það reyndust vera 1.358 ís-
lendingar sem vildu gjarnan að Durex vissi
allt um þeirra eðlunarvenjur. Aðspurður
kvaðst Friðrik ekki vita nákvæmlega hvernig
aldursdreiftngin væri í hópi svarenda en þar
sem þátttakan fór aðeins fram á Netinu og
var auglýst á vefsíðum, eins og tilveran.is,
hugi.is og fleiri sem einkum ungt fólk sækir,
má gera ráð fyrir að meðalaldur í úrtakinu
hafi verið frekar lágur enda hafa rannsóknir
sýnt að ungt fólk notar Netið í meira mæli en
þeir sem eldri eru.
En tölum ekki meira um það heldur lítum á
nokkrar forvitnilegar niðurstöður.
íslendingar lauslátastir?
Nú er fauslæti alltaf spurning um skilgrein-
ingu en þegar spurt var hvort fólk hefði
stundað kynlíf með einhverjum sem það
þekkti ekki skoruðu Islendingar hæst því 71%
hafði gert það. Þetta eru stundum kölluð
einnar nætur kynni. Nú er ekki hægt að halda
því fram að þetta sé árangur af markaðsstarfi
Flugleiða heldur kemur í ljós að Norðmenn
og Finnar fylgja fast á hæla okkur með 70% og
68%. Aðrar þjóðir eru miklu seinteknari og
má nefna sem dæmi Þjóðverja en aðeins 37%
þeirra höfðu átt einnar nætur kynni og Ind-
verja en aðeins 24% þeirra sögðu já við þessu.
Ertu með hausverk?
Sjálfsagt velta flestir því fyrir sér einhvern
tímann á lífsleiðinni hvað oft sé nógu oft í
þessu samhengi og þegar flokkuð eru svör
150 þúsund manna og kvenna verður ekki
séð annað en elskendur heimsins svali fýsn-
um sínum að meðaltali 127 sinnum á ári. Það
eru 2,44023 skipti í viku.
Á toppnum tróna Ungverjar með 152 skipti
á ári sem er 2,92234 skipti í viku og Búlgaría
David Beckham: Þessi fótboltastrákur er talinn kyn-
þokkafyllstur allra karlmanna heimsins.
Jennifer Lopez Lopez er á toppnum yfir kynbombur
heimsins.
og Rússland fylgja fast á eftir. Svíar og
Singapúrbúar eru slakastir á þessu sviði með
102 og 96 skipti á ári.
íslendingar koma nokkuð sterkir inn þarna
með 136 skipti á ári að jafnaði og erum við í
10. sæti á heimslistanum en erum efstir
Norðurlanda en aftur eru það Norðmenn
sem koma fast á hæla okkur.
Samkynhneigð hvað?
Samkvæmt könnuninni höfðu að meðal-
tali 8% aðspurðra lifað kynlífi með einhverj-
um af sama kyni. í aldurshópnum 16-20 ára
var hlutfall þeirra sem sögðu já 7% en hækk-
aði í 11% í hópi þeirra sem voru yfir 45 ára.
Þetta er þó misjafnt eftir löndum og Ástral-
ir og Bandaríkjamenn skera sig nokkuð úr en
17% þeirra sögðust hafa átt náin kynni með
einhverjum af sama kyni. Kínverjar, Víet-
namar, Pólverjar og Taiwanbúar eru minnst
ævintýragjarnir á þessu sviði en þar svöruðu
3-5% þessari spurningu játandi. íslendingar
eru fyrir ofan meðallag í þessum efnum en
10% aðspurðra svöruðu spurningunni ját-
andi.
Ég er að koma
Það er ekki allt sem sýnist í kynlífi og 26%
kvenna sem svöruðu sögðust einhvern tím-
ann hafa gert sér upp fullnægingu. Hæsta
hlutfallið er í Ástralíu (47%), Nýja-Sjálandi
(46%) og Bandaríkjunum (44%). Nú má deila
um ástæður þessa en freistandi væri að halda
að þetta stæði í sambandi við frammistöðu
karlmanna í rúminu í þessum sömu löndum.
Ekki er ástandið mikið betra á Islandi en 42%
kvenna sem þátt tóku sögðust einhvern tím-
ann hafa gert sér upp fullnægingu.
Hvað kostar þetta?
I ljósi þeirrar umræðu sem átt hefur sér
stað um vændi á íslandi þar sem deilt hefur
verið um tilvist þess er forvitnilegt að sjá að
10% íslendinga segjast hafa greitt fyrir kynlíf
einhvern tímann en meðaltalið var 11%. í Ví-
etnam sögðust 34% hafa greitt fyrir kynlíf,
24% í Taílandi og 22% í Rússlandi. Fæstir
höfðu greitt fyrir kynlíf í Belgíu, Frakklandi,
Hollandi og Póllandi.
Um gildi yfirvinnunnar
Það kom í ljós í könnuninni að einn af
hverjum tíu hafði sofið hjá unnustu eða
unnusta besta vinar síns eða vinkonu sem
mörgum myndi þykja ögn siðlaust. Karl-
menn eru ósvífnari á þessu sviði en 12%
þeirra játuðu slík afglöp á sig en aðeins 7%
kvenna. íslendingar voru nálægt meðaltali í
þessum efnum.
Hins vegar sögðust að meðaltali 3% hafa
lifað kynlífi með yfirmanni sínum í vinnunni.
Þar eru Ástralar hæstir með 7% sem hafa sof-
ið hjá yfirmanninum en íslendingar eru með-
al þeirra hæstu í þessum efnum en 6% að-
spurðra hér sögðust hafa sofið hjá yfirmanni
sínum og erum við því álíka iðnir við þetta og
Bretar og Kanadabúar.
Vilt þú vera ofan á?
Þegar búið er að spyrja hvað oft og með
hverjum er rétt að spyrja hvernig og það kom
í ljós að kynlífsstellingin þar sem konan situr
ofan á karlinum nýtur mestra vinsælda á
heimsvísu en 29% töldu það bestu aðferðina.
Þar eru íslendingar alveg á meðaltalinu en
ítalir hafa mest dálæti allra þjóða á þessari
stellingu (35%) en af einhverjum ástæðum er
þessi stelling aðeins vinsæl meðal 4% í Ví-
etnam.
Aftan frá er álíka vinsælt en það vekur at-
hygli að þar skera Víetnamar sig úr aftur en
aðeins 2% þeirra nefndu þá stellingu sem sitt
eftirlæti.
Trúboðastellingin þar sem karlinn liggur
ofan á konunni hefur unnið sér sess sem hin
hefðbundna og blátt áfram aðferð og fékk
þetta heiti þegar vestrænir trúboðar í Afríku
voru að reyna að kenna innfæddum sína
teprulegu kynlífssiði um leið og þeir kristn-
uðu þá. Trúboðastellingin er vinsælust í Ví-
etnam þar sem 94% settu hana í fyrsta sæti
en aðeins 10% Búlgara settu hana á toppinn.
Viltu egg?
Undanfarin ár hafa verslanir með hjálpar-
tæki ástarlífsins sprottið upp á íslandi og
sennilega hefur eign slíkra tækja meðal ís-
lendinga vaxið mjög að sama skapi og egg og
titrarar leynast áreiðanlega í fleíri náttborðs-
skúffum en áður þekktist. Þetta er staðfest í
könnuninni en 55% aðspurðra íslendinga
hafa prófað slík tæki sem er hæsta hlutfall
allra þjóða og höfum við nokkra sérstöðu en
þó fylgja Norðmenn sem fyrr fast á eftir með
51% en Bandaríkjamenn koma næstir með
49% og síðan Ástralar með 42%. Miðað við
könnunina eru slík tæki fátíðust í Búlgaríu og
Indlandi en aðeins 8% aðspurðra í hvoru
landi þekktu slík tól.
Önnur hjálpartæki ástarlífsins sem hafa
verið lengur við lýði en þau sem eru knúin
rafhlöðum eru fjötrar af ýmsu tagi eða hand-
járn. í ljós kom að 15% aðspurðra höfðu
brugðið á slíkan leik í svefnherberginu og aft-
ur voru íslendingar meðal þeirra allra frjáls-
lyndustu en 35% aðspurðra hér höfðu beitt
handjárnum eða fjötrum í ástarleikjum en
Bretar standa okkur framar á þessu sviði með
38% þátttöku. Malasía, Kína og Táfland eru
augljóslega þau lönd þar sem menn kæra sig
Vin Diesel: (slendingar voru þeirra skoðunar að þetta væri heimsins mesta kyntröll.