Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Blaðsíða 38
Feitir lifa Glatt og gratt Einn frægasti vísindamaður heims, James Watson, hefur sett fram kenningar um að fita á líkamanum stjórni líðan okkar og áhuga á kynlífi og þess vegna séu þeir þybbnu eða feitu að jafnaði glaðari og graðari en aðrir. » 50 DV HELGARBLAD LAUGARDAQUR 27. SEPTEMBER 2003 J--------------------------------:----------- ■i fjörugra kynlífi Einn af virtustu vísindamönnum heims- ins, James Watson, hefur sett fram um- deildar kenningar um að feitt fólk sé hamingjusamara og telur að þybbnar konur njóti betra kynlífs en horaðar stallsystur þeirra. James Watson er meðal virtustu vísinda- manna heimsins og hefur meðal annars fengið nóbelsverðlaunin í líffræði fyrir þátt sinn í rannsóknum á erfðamengi mannsins en Watson er erfðafræðingur og er orðinn 75 ára gamall. Watson stýrði verkefninu sem snerist um skráningu á erfðamengi mannsins en hefur nú snúið sér að mun umdeildari rannsókn- um. Fyrir tveimur árum hélt Watson fyrirlest- ur fyrir háskólanema í London og kom þeim á óvart þegar hann sagði að rannsóknir sínar bentu til að fáein aukakfló hefðu meðal ann- ars þau líffræðilegu áhrif að fólk væri f betra andlegu jafnvægi og lifði betra kynlífi. ’> „Horað fólk er ekki kynæsandi og það finnst engum það vera svo,‘‘ sagði Watson við þetta tækifæri og bætti við að þótt stjörnur eins og Victoria Beckham, Calista Flockhart og Kate Moss vektu athygli fyrir grannan vöxt þá benti margt til þess að í grönnum líkama leyndist óhamingjusöm sál. Watson sagði að rannsóknir sínar bentu til ,fpess að hátt fituhlutfall f lflcamanum leiddi til meiri framleiðslu á endorfíni sem er geð- deyfðarlyf sjálfrar náttúrunnar og leiddi einnig til meiri framleiðslu á hormón sem er tengdur við kynlöngun. Afþessu leiðir að þeir sem eru feitir framleiða mikið leptín, mikið endorfín og mikið MSH. Þetta fólk er samkvæmt fram- anskráðu bæði glaðara og graðara en þeir sem eru í eða undir kjörþyngd. í líkama granna fóiksins gerist hið gagn- stæða. Minna er framleitt af endorfíni sem leiðir til vanlíðunar viðkomandi og minna af kynlöngunarhormóninu. Darwin og feita fólkið Watson telur að í ljósi þróunarkenningar- innar hljóti maðurinn alltaf að hafa verið að leita að fæðu og verðlaun leitarinnar voru maturinn, að fá að borða og í framhaldi af því bættu menn á sig fitu. Þess vegna varð hinn þybbni sífellt ánægður meðan hinn granni var stöðugt í fæðuleit og var stöðugt vansæll miðað við kenningar Watsons. Watson sagði að þybbið fólk væri ánægt en grannt fólk óánægt. Þess vegna vildu at- vinnurekendur frekar ráða grannt fólk því það leggur meira á sig því að það er í stöðugri leit að hamingju og vellíðan. Afleiðingin er sú að þeir grönnu verða vinnusjúklingar og fórnarlömb sjúklegrar metnaðargirndar og í framhaldinu varpaði Watson fram þeirri spurningu hvort einhver hefði nokkru sinni heyrt um hamingjusama fyrirsætu. Hann bætti svo enn við kenningar sfnar með því að halda því fram að grannt fólk leitaði frekar svölunar og sælu í eiturlyfjum og vímugjöf- um en hinir þybbnu. Þessar kenningar Watsons falla í frjóan jarðveg hjá þeim sem telja að fyrirmyndir unglinga um allan heim séu hættulega grannar og þessi samanburður valdi fjölda fólks óþarfri vanlíðan. Þessar kenningar ganga einnig beint inn í klisjuna gömlu um að feitt fólk sé geðgott og alltaf brosandi. Samkvæmt kenningum Watsons er það vegna þess að það fær meira af endorfíni en aðrir. Ræddi við leigubílstjóra Áhugi Watsons á þessum málum er alfarið vísindalegur eftir því sem hann segir sjálfur og hefur ekkert með pólitíska umræðu um fyrirmyndir að gera. Hann sagði við þetta tækifæri að áhugi sinn á þessum málum hefði kviknað í samræðum við leigubflstjóra í New York sem sagði honum tröllasögur af vísindamönnum sem leituðu að lyfi til að gera fólk sólbrúnt. Þar kemur til sögunnar sérstakt hormón sem er auðkennt með stöfunum MSH og er tengt bæði kynhvöt og sólskini vegna þess að framleiðsla þess eykst í miklu sólskini. Watson uppgötvaði að MSH er nátengt bæði framleiðslu endorffna og ekki síður efnis sem heitir leptín og er framleitt í fituvefjum lík- amans. Leptín hefur áhrif á framleiðslu MSH-hormóns í líkamanum og þar af leið- andi á áhuga á kynlífi. Af þessu leiðir að þeir sem eru feitir framleiða mikið leptín, mikið endorfín og mikið MSH. Þetta fólk er sam- kvæmt framanskráðu bæði glaðara og grað- ara en þeir sem eru í eða undir kjörþyngd. Watson sagði í samtali við The Guardian að hann hygðist hafda rannsóknum sínum á þessu sviði áfram á rannsóknarstofum á Long fsland í Bandaríkjunum. „Það fólk sem lifir bestu kynlífi samkvæmt þessu er þybbið fólk sem liggur mikið í sól- baði,“ sagði Watson sem sagðist nú líta pör allt öðrum augum en áður og vita þegar hann sæi grannt fólk að því liði líklega illa meðan þybbnu pörin væru lfldega hamingjusöm. Hann ráðlagði að lokum öllum konum sem eru með nokkur aukakfló að leita sér að maka eða félaga með svipað holdafar og myndi þeim þá vel farnast. polli@dv.is 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.