Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2003, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2003, Qupperneq 5
(SLENSkA AUGLVSINCASTOFAN/SIA.I5 lll 23071 1 2/2003 Hvernig sérö þú miöbæ Reykjavíkur? Hugmyndasamkeppni Landsbankans Miöbærinn er hjarta hverrar höfuöborgar, hringiöa athafnalífs og menningar og sá staöur þar sem allir landsmenn geta átt samfélag hver viö annan. Landsbankinn vill aö höfuöstöövar sínar séu í lifandi og örvandi umhverfi miöborgarinnar. Landsbankinn hefur því ákveöið að efna til viðamikillar hugmyndasamkeppni þur sem leitað er til allra íslendinga um hvernig efla megi miðbæ Reykjavíkur. Hugmyndirnar mega vera einfaldar eða flóknar, látlausar eða metnaðarfullar og þeim má lýsa í orðum eða myndum. Þær geta snúið að nýtingu eða breytingum á byggingum eöa umhverfi, veriö tillögur að starfsemi fyrirtækja, þjónustu eða menningarstarfsemi eða hvaðeina sem þig hefur langað að sjá, gera eða upplifa í miðborginni. Allar hugmyndir koma til greina. 1. verðlaun: 750.000 kr. 2. verðlaun: 400.000 kr. 3. verðlaun: 200.000 kr. Að auki fá 10 tillögur sérstaka 50 þúsund kr. viðurkenningu. Við hvetjum alla landsmenn, unga sem aldna, leika og lærða, til að taka þátt í hugmyndasamkeppninni og senda inn tillögur. Dómnefnd mun umfram allt leita eftir hrífandi og frumlegum hugmyndum og því standa allir jafnt að vígi í keppninni hvað snertir framsetningarmáta. Valdar hugmyndir verða sýndar á sérstakri sýningu. Hugmyndir má senda í pósti, merktar Landsbanki Íslands-Hugmyndasamkeppni um miðborg Reykjavíkur, Austurstræti 11, 101 Reykjavík, eða í tölvupósti á netfangið 101 @landsbanki.is Frestur til að senda tillögur í keppnina rennur út 31. janúar 2004. í dómnefnd sitja: Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans Eva María Jónsdóttir, íbúi í miðbæ Reykjavíkur Guöjón Friðriksson, sagnfræðingur Hallgrímur Helgason, rithöfundur Ingibjörg Pálmadóttir, innanhússarkitekt Margrét Harðardóttir, arkitekt Samkeppni þessi er í samráði viO Skipulagsnefnd Reykjavíkurborgar H Landsbankinn Kortiö sýnir svæöiö sem samkeppnin nær yfir og reit þann sem Landsbankinn hyggst reisa höfuöstöövar sínar á Landsbanki íslands hf. eignast verðlaunaöar tillögur og áskilur sér allan rétt til þess að nýta þær og/eða koma þeim á framfæri við forsvarsmenn Reykjavíkurborgar, aö teknu tilliti til höfundarlaga nr. 73/1972. Gerðir verða sérstakir samningar milli vinningshafa og Landsbanka íslands að því er varðar framsal höfundarréttar. www.landsbanki.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.