Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2003, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2003, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 Fókus ÖV nkans væðing bankanna hafi ekki skil- að sér til hins almenna neytanda Björgólfur segir að gefa verði einkavæðingunni meiri tíma. „Eg tel að bankastofnanir eigi ekki að þvælast í rekstri fjölmiðlafyrirtækj- a. En það er nú einu sinni svo að öðru hvoru koma upp mál sem bankinn blandast inn í vegna þess að hann er að lána pen- inga „Menn í viðskiptum eiga að hafa skilning á því að blanda sér ekki inn í hluti sem geta orðið þeim og öðrum tilleiðinda." „Eg held að það verði að gefa einkavæðingunni meira en tíu mánuði áður en árangurinn verður dæmdur." Rfldsendurskoðun telur að einka- væðing bankanna hafi ekki bætt hag almennings eins og til stóð. Þjón- ustugjöld bankanna hafi ekki lækkað þrátt fyrir að talsmenn einkavæðing- ar hafi spáð því. Þetta kemur fram í skýrslu Rfldsendurskoðunar sem samin var að beiðni Vinstrihreyfing- arinnar - græns framboðs. Fram kemur í skýrslunni að bankamir séu öflugri og skilvirkari nú en áður en svo virðist sem það skili sér ekki til hins almenna neytanda. Björgólfur Guðmundsson, formaður banka- ráðs Landsbankans segist ekki hafa séð þessa skýrslu. „Það eru tæpir tíu mánuðir síðan við komum að bankanum, og á þeim tíma erum við að kynnast rekstri hans. Ég hefði nú haldið að Rfldsendurskoðun hefði átt að bíða með slflca úttekt, enda hefur ekki mikið gerst á viðskiptabankasvið- inu síðustu mánuði. Það hafa ekki orðið neinar sameiningar í sjálfu sér, það eru bara nýir eigendur, og þeir verða að fá tíma til að læra og sjá hvað hægt er að gera. Ég held að það verði að gefa einkavæðingunni meira en tíu mánuði áður en árang- urinn verður dæmdur". -Afskriftir hér á landi og vextir eru mun hærri en í nágrannalönd- um okkar. Hvers vegna? „Þetta með vextina veit ég ekki hvort er alveg rétt. Vextir tfl fyrir- tækja í atvinnurekstri efast ég um að séu miklu lægri erlendis, enda hafa menn tækifæri tfl að taka er- lend lán, og myndu gera það ef það væri miklu hagstæöara. Varðandi vexti tíl einstaklinga og afskriftir, þá þarf að koma tO aukin hagræðing á viðskiptabankasviðinu. Ég vO ekki úttala mig um það, en auðvitað eru menn að leita leiða tO að lækka vexti, en það þarf að vera einhver tfltekt á viðskiptabankasviðinu tfl þess að það takist. Það hefur ekki verið neinn samruni eða tOtekt á því sviði. Við munum fyrr eða síðar ná tökum á þessu." -Viðskiptastórveldi Samsonar á meðal annars rætur að rekja tfl gos- drykkjaverksmiðja og síðar bjór- verksmiðju í Pétursborg í Rúss- landi. Landsbankinn í Lúxemborg hefur ráðið fulltrúa með aðsetur í Pétursborg í Rússlandi með sér- þekkingu á markaðsaðstæðum þar. Hefur komið eitthvað út úr því starfi? „Við erum að reyna að finna traust fslensk fyrirtæki sem hafa áhuga á að fara í samvinnu eða kaupa eða fara í fyrirtækjarekstur þar. Við erum með eitt mjög gott verkefhi sem við vonumst tíl að ljúka á næstunni. Starfsmaður okk- ar í Pétursborg er að setja saman ansi skemmtOegt dæmi sem ég vona að gangi upp fljótlega. Það snýst um iðnað, og er hlutur sem við kunnurn mjög vel að gera og höfum eitthvað fram að færa í. Þannig að það gæti orðið spenn- andi." -Hvaða iðnaður er þetta? „Það get ég ekki sagt á þessari stundu." -Landsbankinn á nú 22% hlut í Frétt ehf. sem gefur út DV og Frétta- blaðið. Einnig á barfldnn hlut í stóm sambankaláni Norðurljósa og á verulegra hagsmun að gæta sem viðskiptabarfld Skjás eins. Bankinn kemur því að stórum hluta fjöl- miðlamarkaðarins hér á landi. Finnst þér eðlflegt að svo sé? „Ég tel að bankastofnanir eigi ekki að þvælast í rekstri fjölmiðlafyr- irtækja. En það er nú einu sinni svo að öðru hvom koma upp mál sem barfldnn blandast inn í vegna þess að hann er að lána peninga. Hann þarf að vemda hagsmuni sína og taka yfir lán og annað og svo verður hann auðvitað að koma því af sér. Barfldnn verður því kannski í stuttan tíma eigandi að einhverju sem hann ætlar síðan að koma frá sér. Barfld á ekki að vera að þvælast í fjölmiölun. Við vfljum það ekki. Hann er bara umbreytingafyrirtæki og á ekki að vera mikið í atvinnurekstri." -Víða um lönd em takmarkanir á eignarhaldi á Qölmiðlum og forsæt- isráðherra hefur hreyft við því að setja slflc lög hér á landi. Finnst þér ástæða tíl þess í ljósi nýjustu hrær- inga? „Ég held að menn verði að passa sig á því að vera ekki að stökkva upp og setja nýjar og nýjar reglur, ég held að þær stofnanir sem em fyrir hendi, Samkeppnisstofnun og aðr- ar eftirlitsstofnanir, ráði alveg við þetta. Um leið verða menn í við- skiptum að hafa skflning á því að blanda sér ekki inn í hluti sem geta orðið þeim og öðrum tfl leiðinda." -Enn er ekki ljóst hver á Norður- ljós, og samningaumleitanir hafa verið í gangi um umbreytingu á stóra sambankaláninu. Hver er staða Landsbankans í því máfi núna? „Ef þú kemst að því, láttu mig vita."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.