Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2003, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003
Fókus 3DV
Hin árlega kjötsmökkun DV fór fram á Þrem Frökkum hjá meistara Úlfari Eysteinssyni. Henný Bjarnadó
Sæbjörnsson, söngvari í svörtum fötum, Bryndís Ásmundsdóttir leikkona og Ragnheiður Guðfinna Guðna
álit sitt á níu tegundum af hamborgarhrygg.
Við fórum í Hagkaup og Nóatún og keyptum helstu vörumerki
af hamborgarhrygg og var kjötið merkt þegar það var sett í
pottana og síðan merkt frá 1-9 þegar það var skorið í sneiðar og
raðað skipulega á diskana. Ekki voru matgæðingar okkar alhr
sammála enda fólk með misjafnar væntingar til
jólasteikarinnar. Þau vissu ekkert hvaða sneið var frá hvaða
framleiðanda heldur var þeirra hlutverk að gefa hverri sneið
frá 0 upp í 5 stjörnur - sem mest gat gefið 20 stig - og gera við-
eigandi athugasemdir.
Kea „Alltof salt"
9stig
í umbúðunum
vó kjötið 2070 g
Án umbúðanna 2055 g
Eftir suðu 1830 g
Það var gegnumgangandi að
sneiðarnar frá Kea væru of salt-
ar. Ragnheiði fannst kjötið „allof
salt og gelkennt, en mjúkt er það
samt." Jónsa fannst kjötið fín-
gert og gott fyrir þá sem eru
pjattaðir vegna þess hve auðvelt
er að pilla fituna af sneiðinni.
Bryndís sagði: „Falleg sneið en
ekki góð. Mér brá við fyrsta bit-
ann! Skrýtið bragð sem minnir
einna helst á sjó." Úlfar hafði
ekki mörg orð um kjötið en
sagði reykbragðið fullsalt.
Hún á afmæli í dag ...
Bryndís Ásmundsdóttir varð 28 ára i
gær og að sjálfsögðu söng Jónsi
afmælissönginn fyrirhana.
Ali „Ekki góður og tíkar
leg sneið"
5 stig
í umbúðunum
vó kjötið 1226 g
Án umbúðanna 1215 g
Eftir suðu 990 g
Borgarnes Kjötvörur
„Þurrt kjöt"
8,5 stig
í umbúðunum
vó kjötið 1642 g
Án umbúðanna 1650 g
Eftir suðu 1390 g
Nóatúns „Nokkuð góður
14 stig
í umbúðunum
vó kjötið 686 g
Án umbúðanna 680 g
Eftir suðu 577 g
Södd og glöð eftir smökkunina
Það fór vel ámeð matgæðingunum Jónsa, Úlfari, Bryndlsi og Ragnheiði eftir að
þau höfðu smakkað jólahamborgarhryggina.
Hryggurinn frá Ali fékk síður
en svo góðar undirtektir. Hann
þótti alltof saltur og hreinlega
vondur. Úlfari þótti hryggurinn
tíkarlegur og full saltur og of lít-
ið reykbragð af honum. Ragn-
heiður sagði: „Gott reykjarbragð
en aðeins of mikið saltbragð.
Ekki fallegt á litinn og alltof lítil
sneið. Jónsi: „Þetta var minnsta
sneiðin af öllum, trúlega af smá-
grís. Það þarf ekki að salta kjötið
... Mætti segja að þetta væri
svona espresso-skammtur af
svínakjöti. Bryndís sagði: „Salt,
salt, salt, mjög vond sneið!!!"
Fólkið okkar var ekki sam-
mála um hamborgarhrygginn
frá Borgarnes Kjötvörum. Hann
fékk allt frá engri stjörnu og upp
í fimm. Ragnheiði fannst það
„þurrt og tægjur". Jónsa fannst
það of bragðlítið fyrir sinn
smekk. Bryndísi fannst „sneiðin
frekar ljós og ljót, mjög þurr og
ekkert eftirbragð". Hún þurfti
líka að væta munninn með köld-
um bjór á eftir. Úlfar var hinn
ánægðasti með kjötið: „Gott
bragð, falleg fiturönd. Fín áferð
ogvelholdfyllt."
Úlfari þótti hryggurinn lang-
bestur, sagði hann safaríkan og
hafa gott reykbragð ásamt mildu
salti. Jónsa fannst kjötið hafa
„fallegan vöðva og gott jafnvægi
milli reyks, salts og kjötsins
sjálfs. Prýðisgott." Bryndísi
fannst sneiðin svolítið feit og
vanta smá kraft. Ragnheiði
fannst kjötið ekki nógu gott,
„eitthvert eftirbragð sem fellur
ekki að jólaskapinu. Hefði samt
átt að vera bestur."
Reynsluboltinn
Úlfarstýrði ungmennunum i gegnum
smökkunina afstakri prýði.
„Fallegasta sneiðin og kjötið
rosalega mjúkt og gott."
„Fallega feit sneið að
íslenskum sið."
„Gott bragð, falleg fiturönd
Fín áferð og vel holdfyllt."