Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2003, Page 47

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2003, Page 47
BV Sport LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 49 Þetta er klárlega stærsti bardagi kvöldsins þarsem allt getur gerst og er ekki ólíklegt að þeir standi haus í haus og skiptist á kjarnorkusprengjum. Tvö fslandsmet í gær Örn Arnarson tvlbætti Isiandsmet sitt í 50 metra baksundi I Dublin á Irlandi ígær. Evrópumeistaramótið í 25 metra laug í Dublin Örn tvíbætti íslandsmetið öm Arnarson, sundmaður úr ÍRB varð í sjöunda sæti í 50 metra baksundi á Evrópumeistaramótinu í 25 m laug sem fram fer í Dublin á ír- landi en hann tvíbætti íslandsmet sitt í gær og synti úrslitasundið á 24,47 sekúndum sem er 23/100 úr sekúndu betri tími en íslandsmet hans stóð í fyrir daginn. Það var Þjóðverjinn Thomas Ruppradi sem vann sundið með yf- irburðum en hann er handhafi heims-, Evrópu- og mótsmetsins í þessu sundi. Rupprath synti úrslita- sundið á 23,71 sekúndu sem 76/100 betri tími en hjá Erni. örn Arnarson synti á 24,81 sekúndu í undanrásum og var tíundi inn í millriðilinn þar sem hann synti á nýju glæsilegu íslandsmeti, 24,53 sekúndum, og bætti ársgamalt met sitt um 17/100 úr sekúndu. Örn Arnarson hefur þar með komist í úrslit í báðum greinunum sem hann hefur tekið þátt í á mótinu en hann varð fimmti í 200 metra baksundi í fyrradag. Hann keppir síðan í 100 metra baksundi í dag. Ragnheiður Ragnarsdóttir, úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, bætti sig annan daginn í röð þegar hún synti 100 m fjórsund á tímanum 1:06,13 mfnútum og hafnaði í 25. sæti. Heið- ar Ingi Marinósson synti í undanrás- um í 100 m skriðsundi og náði þar tímanum 52,00 sem skilaði honum í 66. sæú. Tvær íslenskar konur syntu í undanrásum 50 m flugsunds kvenna, Anja Ríkey Jakobsdóttir synti á 29,77 sekúndum sem skilaði henni 48. sæti og Sigrún Benedikts- dóttir synti á 30,73 sekúndum og varð í 50. sæti. ooj@dv.is Skápur Bókaskápur Mikið úrval af speglum. Verð frá kr. 2.900,- VÖRU Opið alla daga 12 til 19 MARKAÐUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.