Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2003, Síða 6
-1
6 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2003
Fréttir DV
Eldri borgarar
mótmæla
Landssamband eldri
borgara segist mótmæla og
lýsa vanþóknun á „þeim
vinnubrögðum Alþingis, að
samþykkja stóraukin lífeyr-
isréttindi til þingmanna,
ráðherra og fleiri af æðstu
ráðamönnum ríkisins, á
sama tíma og stór hluti elli-
h'feyrisþega verður að láta
sér nægja lífeyri, sem er um
og undir lágmarks fram-
færsluþörfum."
í tilkynningu frá stjórn
landsambandsins segir að
1. janúar hækki grunnlíf-
eyrir ellilífeyrisþega sam-
kvæmt ákvörðun Alþingis
um 3%, eða um 619 krónur
á mánuði og verði 21.249
krónur:
„Ákvörðun Alþingis sýn-
ist hvorki vera í neinu sam-
ræmi við almenna launa-
þróun í landinu né heldur
ennþá síður í takt við þær
breytingar á lífeyriskjörum
annarra sem Alþingi hefur
nýlega samþykkt og hæst
hefur borið í almennri um-
ræðu að undanförnu. Þessu
er hér með harðlega mót-
mælt."
Er stundað
vændi á hótel-
um í Reykjavík?
„Ég, veit það ekki efsatt skal
segja. Vona hins vegar að svo
sé ekki/'segir Erna Hauksdótt-
ir framkvæmdastjóri Samtaka
ferðaþjónustunnar. Hún segir
vændi þess eðlis að ekki sé svo
glatt að henda reiður á því
hvar og hvort það er stundað
og bætir við að hún viti að
hótelstjórar geri allt sem þeir
geti tilað koma í veg fyrirþað.
Hann segir / Hún segir
„Það má vel vera en við vitum
þá ekki afþví,,, segir GeirJón
Þórisson yfirlögregluþjónn í
lögreglunni í Reykjavík. Hann
segir mál þess eðlis hafa kom-
ið upp en telur alls ekki að um
skipulagt vændi sé að ræða.
„Við höfum heyrtýmislegt og
það hafa verið í gangi sögur
um vændi en ég held að þær
séu orðum auknar," segir
hann.
25 eldri borgarar á hjúkrunarheimilinu Eir eru í einangrun. Aðstandendur gamla
fólksins eru beðnir að koma ekki í heimsókn í viku vegna Norwalk veirunnar og
hefur heimilsfólkið ekki fengið neina þjónustu.
Hjúkrunarheimillfi Eir Þar búa 730 heimilis-
menn. Norwalk veiran er sérstaklega varasöm
fyrir eldra fóik og lasburöa.
Aðstandendur heimilsmanna á heilli deild á
hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík voru beðnir að
koma ekki að heimsækja ættmenni sín í heila
viku. Deildin var einangruð um síðustu helgi
vegna magakveisu sem kom upp á hjúkrunar-
heimilinu og verður haldið í einangmn fram á
mánudag hið minnsta. Á deildinni búa 25 heim-
ilsmenn. Um er að ræða sýkingu af völdum svo-
kallaðrar Norwalk veiru, sem gengur nú á landinu
og veldur niðurgangi og uppköstum.
„Við ákváðum að bregðast vel við til að forðast
að þetta breiddist út um hjúkrunarheimilið", seg-
ir Jóna Magnúsdóttir, staðgengill hjúkrunarfor-
stjóra. Á Eir búa 130 manns á 6 deildum. „Svona
pestir eru sérstaklega varasamar fyrir eldra fólk og
lasburða". Sautján heimilismenn sýktust og tíu
starfsmenn, en enginn varð alvarlega veikur eða
þurfti á sjúkralrúsinnlögn að halda.
„Við takmörkuðum allar heimsóknir og lokuð-
um allri þjónustu á næstu hæð, en þar er meðal
annars sjúkraþjálfun og dægradvöl fyrir heimils-
menn. Auk þess eru auknar hreiniætiskröfur fyrir
alla sem búa og starfa á heimilinu. Aðstandendur
voru beðnir um að koma ekki í heimsókn. Við
lögðum áherslu á að útskýra þetta vel fyrir fólki og
flestir tóku þessu mjög vel“, segir Jóna.
„Þetta er greinilega í rénun, og ekki hafa kom-
ið upp ný tilfelli síðastliðna tvo sólarhringa. En
við ætlum að hafa varann á fram yfir helgi", seg-
ir Jóna. Varúðarráðstafanir þessar eru gerðar í
samræmi við leiðbeiningar Landlæknisembætt-
isins um sýkingar á heilbrigðisstofnunum. Þar
fengust þær upplýsingar að sjúkdómurinn gangi
í langflestum tilfellum yfir á einum til þremur
sólarhringum án nokkurrar meðferðar. Veiran
getur smitast beint manna á milli við snertingu
eða með matvælum, en einnig eru dæmi þess að
veiran hafi borist í loftinu til fólks í nánasta um-
hverfi. Sýkingar sem þessar koma upp á hverju
ári, en ekki er vitað um aðra hópsýkingu á heil-
brigðisstofnun af völdum veirunnar um þessar
mundir.
Barnaklámsmaðurinn ákærður fyrirjól
Ríkissaksóknari leggur fram
ákæru á hendur Ágústi Magnússyni
vegna barnakláms eftir helgina.
Lögreglan í Reykjavík handtók
Ágúst í júní síðastliðnum og var
gerð húsleit á heimili hans í kjölfar-
ið. Við húsleitina fundust þúsundir
mynda af barnaklámi og öðru
klámfengnu myndefni, um var að
ræða myndbandsspólur og geisla-
diska. Við yfirheyrslur játaði Ágúst
að eiga myndefnið en þetta er
mesta magn barnakláms sem lög-
regla hefur lagt hald á í einu máli.
Haft var eftir lögreglu að fundist
hefðu heimamyndbönd þar sem
maðurinn virtist vera í kynferðis-
legum athöfnum við ungmenni.
Myndböndin voru sögð mjög óskýr.
Fréttablaðið sagði frá því í gær sex
drengir komi við sögu í málinu.
DV greindi frá því í sumar að
lögregla hefði fengið ábendingar
um grunsamlega hegðun Ágústs á
spjallrás á Netinu. Svo virtist sem
hann væri að tæla til sín börn og
ungmenni með aðstoð Netsins.
Ágúst starfaði hjá Tollstjóranum
í Reykjavík í tæp tuttugu ár. Hann
var í vinnunni þegar hann var
handtekinn. Eftir handtökuna sagði
hann starfi sínu hjá embættinu
lausu. Hann hefur alla tíð lagt sig
fram um að vinna með börnum og
unglingum. Fyrir um fimmtán
árum var Ágúst rekinn úr starfi hjá
KFUM en samtökin reka sumar-
búðir fyrir drengi. Forráðamenn
KFUM sögðu Ágúst hafa verið rek-
inn að því hann stóð sig illa í starfi.
DV greindi frá því í sumar að seinna
hefði Ágúst ráðið sig hjá öðrum
sumarbúðum á vegum samtakanna
en verið rekinn vegna ósæmilegrar
hegðunar gagnvart börnum.
Ágúst var rekinn frá Fínum miðli
fyrir nokkrum árum og var ástæðan
sú að hlustendur kvörtuðu undan
honum. Þeir báru honum á brýn að
hafa tælt unga drengi í útsendingu.
Þá varð hann uppvís að því að
sanka að sér barnaklámefni af Net-
inu.
Varsla barnakláms er refsiverð
og getur varðað allt að tveggja ára
fangelsi ef brotin teljast stórfelld.
Hins vegar varðar það allt að tólf
ára fangelsi að hafa samræði eða
önnur kynferðismök við börn undir
14 ára aldri.
Ágúst Magnússon
Veröur formlega ákærður eftir helgi.
J