Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2003, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2003, Page 14
14 LAUQARDAGUR 20. DESEMBER 2003 Fréttir DV Pappalöggur vinsælar í Mexíkó Lögregluyfirvöld í Mexíkó hafa sett upp nokk- ur hundruð lögreglubíla úr pappa víðs vegar við þjóð- vegi landsins. Þykir þetta vera ein hagkvæmasta leið- in til að stemma stigu við hraðakstri sem er mikið vandamál þar sem annars staðar. Hugmyndin er ekki ný af nálinni og skemmst er að minnast tilraunar Sólveigar Pétursdóttur hér á landi sem þótti takast afar illa. Hugmynd Mexíkananna er þó betri því lögreglubifreið er mun sýnilegri úr ijarlægð en einmana lögreglumaður. Jólasveinn ákafi Ferðamönnum frönsku riveríunni landi brá heldur betur í brún þeg- ar þessum vel- klædda jóla- sveini skaut upp úr sjónum. Ómuna veður- blíða hefur verið á þessum slóð- um í jólamánuð- inum og sjórinn heitari en aldrei fyrr. Margir ferðamenn hafa notað tækifærið og dýft sér í hlýjan sjóinn en köfun er afar vinsælt sport á riveríunni. Færa vindun- um þakkir Mikil ílugdrekahátíð fer nú fram í Kambódíu og hafa þúsundir safnast sam- an til að taka þátt víðs veg- ar um landið. Hátíðin, sem haldin hefur verið með sama sniði í hundruðir ára, er haldin til að færa þakkir til vindanna fyrir regnið sem þeir færa þessari fá- tæku þjóð. Bensínskort- ur í olíuríki Síendurtekin skemmd- arverk og tíðar rafmagns- truflanir hafa haft alvarleg áhrif á eldsneytisfram- leiðslu í Irak og valdið því að bensín er munað- ur sem fáir hafa efni á. Langar raðir eru við allar bensínstöðvar í landinu sem enn eiga birgðir og fimm til sex tíma bið eftir afgreiðslu er algeng. Þykir þetta sýna einna best hvernig til hefur tekist með uppbyggingu í Iandinu en írakar búa yfir næststærstu olíulindum í heiminum. Vinnueftirlitið hefur í harðorðu bréfi skammað stjórnendur Landspítala fyrir að brjóta vinnulöggjöfina með því að láta unga lækna vinna 24 klukkustundir sam- fleytt. Ef ekki verður búið að svara í næsta mánuði verður gripið til harðra aðgerða Landspítal - háskólasjúkrahús fékk f haust harðort áminningarbréf frá Vinnueftirlitinu vegna þeirra brota á vinnulöggjöfmni. að ungir læknar standi vaktir í 24 klukkustundir samfleytt. Félag ungra lækna hefur lengi barist gegn því að spítalinn bryti á þeim lög og reglur með því að gera þeim að vinna 24 kukku- stunda vaktir, en án árangurs. Eftir að bréflð barst spítalanum þá var sett á laggirnar nefnd sem ætlað var að vinna að hugmyndum til úrbóta. Að sögn Odds Steinarssonar í stjórn Félags ungra lækna hefur ekkert gerst í því máli enn. „Það hefur lítið gerst í þessum efnum og við vinn- um jólin eins áður enda veikist fólk á helgidögum sem öðrum dögum." Oddur er einn þriggja nefndar- meðlima en hann segist lengi vel hafa verið hikandi við að taka sæti í henni. Menn hafi þá tilfinningu að úrræði spítalans að skipa nefnd sé eingögnu til að drepa málinu á dreif. „Við ætlum einnig að fara fram eftir áramótin og viljum fá frí- tökurétt í stað þessara vakta. Á næstu árum verða mun stærri ár- gangar unglækna sem skila sér úr námi og í versta falli ættu þessar vaktir að verða úr sögunni með tím- anurn." Oddur bendir á að þessar vaktir Fresturinn sem við gáfum var ekki tiltek- inn en efekkert gerist í þessu þessu í janúar munum við þrýsta verulega á hljóti að koma niður á gæðum þjón- ustunnar. Menn séu orðnir þreyttir eftir sólahring í vinnu án hvfldar og dómgreindin eftir því. „Þessu bar- áttumáli okkar hefur verið sýndur lítill skilningur fram að þessu en við vonum að það sé að rofa til og 24 stunda vaktir lækna heyri brátt sög- unni til. Spítalinn getur ekki hunsað bréf vinnueftirlitsins og vinna nefndarinnar verður að miða að því að leysa þetta mál.“ Steinar Harðarson hjá Vinnueft- irliti ríkisins staðfestir að harðort bréf hafi borist spítalanum. „Frest- urinn sem við gáfum var ekki tiltek- inn en ef ekkert gerist í þessu þessu í janúar munum við þrýsta verulega á. Við teljum að það séu grunnrétt- indi á vinnuverndarsviði að menn fái lögbundna hvfld og vaktir standi ekki of iengi. Hann bendir á að það sé enn al- varlegra að horft sé á þennan vinnu- tíma út frá faglegum rökum. Þá mælir það mjög gegn þessum löngu vöktum. „Það má segja að þeir sem vinni störf þar sem mistök geta orð- ið afar afdrifarík ættu enn fremur að njóta betri hvídartímaákvæða en annað fólk,“ segir Steinar. Oddur Steinarsson Bókhaldsóreiða, stórfellt tap og málaferli eftir sjö ára starfsemi Sorgarsögu Þróunarfé- lags Vestmannaeyja lokið Vestmannaeyjabær ætlar að kanna hvort bærinn á endurkröfu- rétt vegna Þróunarfélags Vest- mannaeyja, sem formlega var lagt niður á fimmtudag. Bæjarstjórnin telur sig eiga endurkröfu þar sem tugir milljóna voru greiddar eða lof- að að greiða, án samþykkis stjórnar- innar. Sjö ára sögu Þróunarfélagsins er þar með lokið, en það átti að stuðla að jákvæðri þróun atvinnulífs í Vestmannaeyjum. Félagið fjárfesti í ýmsum fyrirtækjum, en mikið tap hlaust af. Endanlegt uppgjör liggur enn ekki fyrir, þar sem veruleg óreiða var á bókhaldi, og hafa til dæmis reikningar og dollaraseðlar fundist í flutningum. Samkvæmt heimildum eyjar.net verður meðal annars könnuð leiga á húsnæði hjá Samskipum þar sem forstöðumaður Þróunarfélagsins skrifaði undir fyrir hönd bæjarins en óvíst er hvort hann hafði heimild til þess. Sá samningur virðist vera óuppsegjan- legur. Einnig verða könnuð kaup á bréfum í íslandslaxi af fyrrum stjórnarmanni í Þróunarfélaginu, þar sem virðist hafa verið farið fram úr heimildum stjórnar. Félagsmála- ráðuneytið tók Þróunarfélagið til sérkstakrar skoðunar vegna mikilla hnökra á bókhaldi félagsins. Ráðu- neytið gerði alvarlegar athugasemd- ir við rekstur og bókhald Þróunarfé- lagsins og tengsl Vestmannaeyja- Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri. Vestmannaeyjabær kannar endurkröfurétt á tugmilljónum vegna Þróunafélagsins. bæjar við það, en bærinn átti 80% í félaginu. Engum viðurlögum var þó beitt. Minnihluti bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum hyggst kæra fjár- reiður Þróunarfélagsins til efna- hagsbrotadeildar ríkislögreglu- stjóra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.