Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2003, Page 16
16 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2003
Fréttir DV
Stærsta jóla-
tré í heimi
íbúar í smábænum
Gubbio á Italíu stæra sig af
því að eiga stærsta jólatré í
heimi. Það er 600 metra
hátt og er alls 12 kílómetrar
að lengd. Tréð liggur upp
eftir hlíðum fjallsins Ingino
sem bærinn stendur við og
hefur vakið mikla athygli
víða á ftalíu. Fjöldi ferða-
fólks hefur lagt á sig ferða-
lag til Gubbio til að berja
dýrðina augum og mun
bæjarsjóður njóta góðs af
þeim aukna ferðamanna-
straumi.
Miklarfjár-
festingar
Fjarðabyggðar
Fjarðabyggð mun auka
skuldir sínar verulega
næsta árið en miklar fram-
kvæmdir eru ráðgerðar hjá
sveitarfélaginu. Fjárfest
verður fyrir allt að 1.3 millj-
örðum króna og mun
stærsti hluti
upphæðar-
innar fara til
hafnargerðar
og uppbygg-
ingar grunn-
skólanna á svæðinu.
Tekjur af byggingaleyfis-
gjöldum álvers Alcoa nema
tæpum 30 milljónum króna
en mestum hluta þess
verður varið til sérverkefna
sem tengjast álversupp-
byggingunni.
Olía unnin úr
fiskúrgangi
Rannsóknarvinna við að
þróa aðferð til að framleiða
smuroh'u úr fiskúrgangi
hefst eftir áramótin í Nor-
egi. Stórfyrirtækið Rolls
Royce Marine hefur fengið
rannsóknafyrirtækið Möre-
forskning til verksins, sam-
kvæmt frétt skipa.is. Rolls
Royce Marine er fyrirtæki á
sviði skipahönnunar, skipa-
smíði og framleiðslu vél-
búnaðar fyrir skip. Rann-
sóknaráð Noregs styrkir
rannsóknirnar, enda eftir
miklu að slægjast fyrir fisk-
veiðiþjóðir.
Halldór Björnsson, formaður
Starfsgreinasambandsins.
Ég er almermt hræddur við
það sama og aðrir og vona að
maður haldi góðri heilsu og
það komi ekkert fyrir mann. Ég
er ekki hræddur við neitt
áþreifantegt, nema að ég er
drulluhræddur við að keyra í
hálku. Ég stirðna upp þegar ég
lendi í mikilii hálku og slepp
ekki við það, því hræðslan hef-
ur líka áhrifá aksturinn. Svo
Við hvað ertu hræddur?
hefég örlitlar áhyggjur af
þessum samningamálum, að
þetta gangi ekki upp. Fyrir
utan það að þessi græðgis-
væöing í þjóðfélaginu er orðin
ískyggileg og ekki síst færslan
á peningum yfir á fárra
manna hendur.
Fjölnir Þorgeirsson var sýknaður í héraðsdómi í gær af ákæru um milljóna
króna tollsvik og Qársvik í tengslum við innflutning á sjö jeppum til landsins.
Hann játaði á sig minniháttar bókhaldsbrot og viðurkenndi að hann hefði lítið
vit á bókhaldi
Fjölnir Þorgeirsson var í gær sýknaður af
ákæru fyrir fjárdrátt og tollsvik þegar hann flutti
sjö Grand Cherokee jeppa til landsins frá Kanada
árið 1999. Ákæran var í fjórum liðum og var Fjöln-
ir sýknaður af þremur ákæruliðum. Hann var sak-
felldur fyrir bókhaldsbrot og hlaut mánaðar skil-
orðsbundið fangelsi.
Fjölnir var ákærður fyrir að hafa reynt að koma
sér undan að greiða 3,5 milljónir í aðflutnings-
gjöld vegna innflutnings á jeppunum og einnig
fýrir að hafa dregið sér 2,4 milljónir króna frá
manni sem hugðist kaupa af honum bfl. Fjölni var
gefið að sök að hafa fengið seljanda bflanna, Willi-
am James Evong í Kanada til að gefa út tvöfalda
reikninga; annars vegar reikninga upp á um 3,5
milljónir króna og hins vegar upp á tæpar 4,4
milljónir. Fjölnir neitaði staðfastlega sök allt frá
upphafi málsrannsóknar og þvertók fyrir að hafa
vitað af tilvist hinna tvöföldu reikninga. Héraðs-
dómur segir ósannað að Fjölnir hafi með kaupum
á bílunum sjö fengið Evong til að gefa út tvo vöru-
reikninga íýrir hvern bfl. Segir í dómnum að enn-
fremur sé sannað að raunverulegt kaupverð bif-
reiðanna sjö hafi verið hærra en nemur fjárhæð
þeirra reikninga sem Fjölnir lagði fram hjá tollayf-
irvöldum í maí 1999. „Kemur því ekki annað til
álita en að sýkna ákærða og þar með hið ákærða
einkahlutafélag," segir í dómnum en fyrirtækið er
World Wide-ísland ehf.
Fjölnir sagði í samtali við DV að hann væri
sáttur við niðurstöðuna. Hann hefði frá upphafi
borið við sakleysi í málinu. „Dómurinn sannar að
ég er saklaus," sagði Fjölnir Þorgeirsson.
Játaði bókhaldsbrot
I niðurstöðu dómsins segir að forsögu máls-
ins megi rekja til laxveiðiferðar í Kjarrá sumarið
1998 þegar hópur efnaðra einstaklinga ákvað.að
leita í sameiningu hagstæðra kauptilboða í Jeep
Grand Cherokee bifreiðar. Þórarinn Sigþórsson
tannlæknir var í fyrirsvari fyrir hópinn og leitaði
óformlegra tilboða hjá nokkrum aðilum, þar á
meðal Fjölni en hann rak þá bílasöluna Skeifuna
í Reykjavík. Þórarinn bar fyrir rétti að tilboð
Fjölnis hafi verið lang hagstæðast eða rúmar 3,8
milljónir fyrir hverja bifreið.
í framhaldinu gengu Þórarinn Sigþórsson,
Ólafur B. Ólafsson, Sigurður Valdimar Gunnars-
son, Einar Magnússon, Pálmi Sigmarsson, Svava
Johansen, Haraldur Haraldsson, Sveinn R. Eyj-
ólfsson, og Gunnar Þór Ólafsson að tilboði Fjöln-
is. Bfll Sveins fellur utan sakarefnisins en hann
gekk sjálfur frá innflutningnum og Gunnar Þór
Ólafsson fékk sína bifreið aldrei afhenta.
Fjölnir var sem fyrr segir sakfelldur fyrir bók-
haldsbrot. Það var eina brotið sem Fjölnir viður-
kenndi fyrir dómi. Fjölnir bar að hann hefði haft
lítið vit á bókhaldsmálum á fyrrnefndum tíma og
Fjölnir Þorgeirsson Sýknaðuraföllum heistu ákæruatriðum.
„því hefði farið sem fór.“ Dómurinn telur að í
ljósi afdráttarlausrar játningar ákærða sé sannað
að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem
honum er gefin að sök. Refsing, mánaðar skil-
D V mynd Hari
orðsbundin fangavist sem fellur niður að ári
liðnu, er miðuð við að brotin hafi framin af stór-
felldu gáleysi.
arndis@dv.is
HHHa| ■ f | Sfc
Fiolnir syknaður
Fyrirhugaðar uppsagnir á Landspítala:
Jólauppsögnum
frestað
Uppsagnir starfsmanna á Land-
spítala - háskólasjúkrahúsi sem tal-
ið var að kæmu til framkvæmda
fyrir áramót verða ekki fyrr en í
fyrsta lagi fyrir 1. febrúar.
Magnús Pétursson forstjóri spít-
alans segir að það sé margt að at-
huga í sambandi við uppsagnir allt
að 200 starfsmanna. Mörg stéttar-
félög komi þar við sögu og fara
verði að lögum í þeim efnum. „Við
spítalann starfa um fimm þúsund
manns undir mörgum sviðum og
það er ekki einfalt verk að fara ofan
í hvar hægt er að bera niður. Við
höfum ríka skyldu samkvæmt lög-
um og viljum vinna þetta þannig
að uppsagnir séu eins vel undir-
búnar og kostur er gagnvart starfs-
mönnum. Við viljum hafa sam-
band við starfsmannaráð og upp-
lýsa stéttarfélög þeirra sem í hlut
eiga.
Magnús segir ekkert nafn komið
á lista en starfsfólk spítalans sé í 30
stéttarfélögum og það þurfi enginn
að ganga að því gruflandi að það sé
einfalt verk að segja upp fólki.
Hann segir að spítalinn eigi ekki
annan kost en segja upp fólki og í
því felist ekki nein hótun af hálfu
ráðamanna þar. „Það er alveg ljóst
Starfsfólki úr flestum stéttum verður sagt upp á Landspitala starfa um fimm þúsund
manns í þrjátiu stéttarfélögum.
að það kemur alltaf niður á þjón-
ustu ef segja þarf upp fólki en við
munum skoða vel hvar þjónustan
má helst veikjast. Undirbúningur
okkar miðast að því að fólk verði vel
upplýst um hverju það má eiga von
og þeir sem verði fyrir uppsögnum
fái þá aðstoð sem við getum veitt, „
segir Magnús Pétursson forstjóri
Landspítala - háskólasjúkrahúss.