Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2003, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2003, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2003 Fókus EV „Saga sú sem jólakort fyrri tíða segja okkur er mik- il og gefur góða innsýn í líf genginna kynslóða. Mynd- irnar á kortunum eru vitnisburður um listasögu þjóð- arinnar en einnig er fróðlegt að lesa þá pistla sem sumir hafa skrifað á kortin. Áður fyrr tíðkaðist meira en nú er að fólk skrifaði á jólakortin svolítinn annál ársins. Núna sendir fólk hinsvegar bara tölvupóst og eyðir honum strax eftir lestur. Þannig glatast mikil- vægar heimildir og því höfum við skjalaverðir einmitt áhyggjur af,“ segir Jóhanna Helgadóttir safnvörður á Borgarskjalasafni Reykjavíkur. Á safn en ekki í gáma Af mörgu forvitnilegu í varðveislu safnsins eru jólakort frá liðnum áratugum. Tildrög þess að safnið fór að bera sig eftir þeim var útvarpsviðtal við Ög- mund Einarsson framkvæmdastjóra Sorpu dagana milli jóla og nýárs 1997. Þar bauð hann upp á að fólk gæti komið með jólakort sín í endurvinnslugáma fyr- irtækisins. Hjá Borgarskjalasafni sá fólk sér hinsvegar leik á borði, úr þvf þessi umræða var komin upp. Send var út fféttatilkynning og óskað eftir að fá Kprtin á safnið í stað þess að þau færu í ómælisdjúp gáma og rusla- hauga. Viðbrögðin við þessu ákalli til jólabarna landsins létu ekki á sér standa og síðustu árin hafa safninu borist þúsundir korta frá ýmsum tímum. Undir bragandi norðurljósum Á öllum tímum hefur tíðkast að senda jólakort með myndum af fæðingu frelsarans, sveitabæjum undir bragandi norðurljósum eða landinu í búningi hvítrar fannar. Lengi vel tíðkuðust hér á landi varla annað en kort prentuð erlendis, en síðan breyttist það og fjölbreytnin jókst. „Það var einnig vinsælt lengi að senda nýárskort. Sum þeirra komu frá Danmörku og voru jafnvel með mynd af danska kónginum, einsog við sjáum dæmi um af sumum kortanna okkar hér,“ segir Jóhanna Helgadóttir. Sá siður að senda jóla- eða nýárskort fór fyrst að skjóta rótum hér á landi á öðrum og þriðja áratug síð- ustu aldar. Hjá Borgarskjalasafni telur fólk skýringar þessa margþættar. Fyrir það fyrsta hafi þá fyrst verið farið fyrir alvöru að prenta jólakort, en einnig hafi á þessum tíma vegna búsetubreytinga í landinu verið orðið lengra fólks í millum en áður var. Því hafi marg- ir fyrst við slíkar aðstæður séð tilefni til að senda kort til að óska vinum og ættingjum gleðilegra jóla, en einnig til að segja þeim helstu tíðindi úr lífi og starfi liðins árs. Bjartsýnisandi á kortum Þegar líða fór á 20. öldina fóru stefnur og straum- ar í jólakortatískunni að breytast. Á Borgarskjalasafni má sjá kort frá því um miðja síðustu öld með mynd- um af til dæmis Þingvöllum, Laugarvatni og öðrum merkum sögustöðum. Jafrivel sjást einnig kort með myndum af minnisvörðum. Allt hefur þetta, að ætla má, skírskotun til fullveldisbaráttunnar sem var ekki á enda kljáð fyrr en með stofnun lýðveldisins árið 1944. Sá áfangi fyllti þjóðina bjartsýnis- og baráttu- anda sem varð yfir og allt um kring í lífi hennar, starfi og viðhorfúm, meira að segja einnig á hinni heilögu hátíð. „Skemmtilegust þykja mér alltaf heimagerðu kort- in, sem því miður eru þó í miklum minnihluta. Og síðan líka þau þar sem fólk segir ofurlitla sögu, en ekki bara skrifar undir hina stöðluðu áprentuðu kveðju um gleðileg jól, enda þó svo hugurinn sem að baki býr sé það sem alltaf skiptir mestu máli hvað jólakortin varðar," segir Jóhanna Helgadóttir að síð- ustu. sigbogi@dv.is Gluggað í möppur Jóhanna Helgadóttir skjaiavörður skoð- ar möppur með jóiakortum. Safnið á fjölda slikra og kortin sem telja má í þúsundum eru fráýmsum tímum. Þingmenn fá og senda sæg af jólakortum. Tvöhundruð korta kona „Líklega er fjölskyldan að fá einhversstaðar nærri 200 kort urn hver jól, enda þó svo ég hafi aldrei talið þau,“ segir Margrét Frímannsdóttir al- þingismaður. Hún og aðrir þingmenn Samfylkingar í Suð- urkjördæmi senda kort til flokksmanna í kjördæminu og eru þau fjöldaprentuð. Þing- mannsstarfs síns vegna kveðst Margrét aukinheldur alltaf senda kort til dágóðs hóps fólks annars sem hún hafi ver- ið í samskiptum við á árinu vegna þingmannsstarfsins. „Ég eða fjölskyldan höfum hinsvegar aldrei haft einhvern ákveðinn jólakortalista. Þetta rokkar til frá ári til árs,“ segir hún. í anddyrinu á heimili Margrétar og eiginmanns hennar Jóns Gunnars Ottós- sonar í Kópvoginum er búið að setja upp kassa sem jólakortin eru sett í um leið og þau koma með póstinum. „Þetta er hluti af hefðunum hjá okkur, rétt einsog að opna kortin ekki fyrr en á aðfanga- dagskvöld. Þannig má viðhalda svolítilli spennu. Engu að síður er oft hægt að þekkja hvaðan kortin koma, svo sem af rit- hönd eða póststimpli." Laugarvatn Sumarmyndir frá Laugarvatni á jólakorti frá þvi um 1960. Geisladiskur með myndum, söng og sögum Annáll er jólasending „Hjá mér og mínum hefur myndast sú hefð að senda sem jólakort til nán- ustu fjölskyldu geisladisk sem er eins- konar annáll ársins. Ljósmyndir, sög- ur og söngur þar sem segir frá börn- unum, ferðalögum, öllu veraldlegu vafstri og þannig má áffarn telja. IjTc- lega fá um tuttugu manns geisla- diskinn góða, en öðrum sendum við hefðbundin kort. Líklega fá allt í allt um áttatíu manns jólasendingu frá okkur,“ segir Heiðar örn Stefánsson framkvæmdastjóri Fnkirkjunnar í Reykjavík. Misjafnt er manna á meðal hvenær kortin góðu eru opnuð. Sumir stand- ast ekki freistinguna og opna kortin jarðharðan og þau berast, aðrir á að- fangadagskvöld og svo framvegis. Hreiðar og hans fólk opnar kortin hinsvegar í hádeginu á jóladag, það er strax eftir hangikjötið sem vísast er á borðum á flestum bæjum einmitt þá. „Það dreifir álaginu;“ segir Hreiðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.