Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2003, Qupperneq 53

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2003, Qupperneq 53
J3V Fókus LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2003 53 Leikarinn Viggo Mortensen stendur í ströngu þessa dagana enda er verið að forsýna, frumsýna og jafn- ^ vel endursýna þriðja hluta Lord of the Rings myndanna um gjörvalla heimsbyggð. Ekki þarf að fjölyrða um velgengni fyrri myndanna tveggja en spekingarnir segja að sú þriðja muni slá öll aðsóknarmet. Þetta hefur að sjálfsögðu haft mikil áhrif á hinn danskættaða Viggo sem fær nú hvergi að vera í friði fyrir ágengni heillaðra kvenna og annarra aðdáenda. Viggo Mortensen þykir mikill sjarmör og hefur hetjuímynd Aragorn sem birtist í Hringadróttinssögu eflaust haft sitt að segja um það. Utan vísindaskáldsöguheims Tolkiens þykir Viggo aftur á móti ekkert síðri, ef frá er talið konungsblóðið. Ekki nóg með að hann sé efnaður og hæfileikarfkur leikari held- ur er hann líka listmálari, Ijósmyndari, ljóðskáld og tónlistar- maður. Auk þess er hann mikil áhugamaður um hestamennsku og þeir sem til þekkja segja hann með eindæmum góðan föður. Viggo var einmitt staddur hér á landi fyrr á árinu ásamt syni sfnum til þess að prufukeyra íslensku hestana og fara í Bláa lón- ið eins og alvöru Hollywoodstjörnu sæmir. Þessir mannkostir Viggo, auk sjarmans sem hann hlaut í arf frá Aragron, hafa því gert Viggo að einhverjum eftirsóttasta karlmanni veraldar en sjálfur segist Viggo vera frekar feiminn og ekki hafa gaman af allri þessari athygli. Komst lifandi frá London Viggo hefur verið á þeytingi um allan heim síðustu daga og var hann m.a. staddur í London í vikunni til að vera viðstaddur frumsýningu Lord of the Rings: The Re- turn of the King. Kappinn ætlaði að rækta sín dönsku tengsl með því að líta við á Vísindasafninu í London en þeg- ar uppgötvaðist hver hann væri ætl- aði allt um koll að keyra og hann þurfti að hafa sig allan við til að komast lifandi út. Þeir sem upp- lifðu múgsefjunina sögðu það hefði verið engu líkara en að all- ar konur í kílómeters radíus hefðu allt í einu fundið sjar- mann frá Viggo og þær safn- ast saman á umræddu safni. Umsjónamenn safnsins voru afar ánægðir enda aðsókn- armet líklegast slegið þennan dag en Viggo hafði ekki gaman af. Hann varð því að forða sér af safninu áður en hann náði að kynna sér störf frænda síns, Nils Bohr. Hann fór í flýti heim á hótel þar sem hann hefur eflaust sest niður og sett sam- an stöku um upplifun- ina áður en hann hélt á sjálfa frumsýninguna um kvöldið þar sem hann veifaði danska fánanum stoltur. Slysaðist inn í hlutverkið Þegar Peter Jackson, leik- stjóri mynd- anna um Hringadróttin- ssögu, var að ráða í hlutverk fyrir myndirnar leist honum best á skoskan leikara að nafni Stuart Townsend í hlutverk Aragorn. Þegar tökur voru síðan í þann mund að hefjast fékk leikstjórinn einhverja bakþanka og lét strákinn róa. Upptökur hófust því án þess að nokkur Aragorn væri til staðar. Aðstandendur myndarinnar settu höfuðið í bleyti og nokkrum dögum síðar fékk Viggo Mortensen upphringinu. Spurningin sem hann fékk var einföld: „Viltu leika Aragorn í Lord of the Rings og eyða næstu tveimur árum á Nýja-Sjá- landi við upptökur?" Viggo hafði á þessum tíma- punkti ekki séð handrit að myndinni og vissi í raun lítið um hverjir að henni stæðu. Eftir stutta umhugsun ákvað hann samt að slá til, enda hafði hann lengi verið mikill aðdáandi sagna Tolkiens. Hlutverkið fékk því fyrir hreina slysni og hefur verið haft eftir honum að hann sjái ekki eftir þessari ákvörðun í dag, jafnvel þótt hann þurfi aðstoð við að ryðja kvenfólkinu frá sér þegar hann fer út úr húsi. Viggo Mortensen Leikarinn Viggb Mortensen er einhver eftirsottaíti k&lmadur jarðarinnar um þessar mundirJFyrir utan að vera frægur leikari yrk 'J Viggo Ijód, málar myndir, semur Iöq og tekur myndir milli þess sem hanhmr á hestbak með syni sinum. Jólahátíð Hróks Skákfélagið Hrókurinn efnir til jólaháú'ðar á Broadway á morgun. Haldið verður skákmót fyrir börn í 1.-6. bekk grunnskóla, dansað verður í kringum jólatréð og að sjálfsögðu kíkir jólasveinninn í heimsókn og færir þátttakendum sælgæti, gos og ís. Tónlistarmenn- irnir KK og Jakob Frímann Magn- ússon taka lagið og síðast en ekki síst mætir Sveppi úr 70 mínútum og les úr þjóðsögum Jóns Árnason- ar. Allir sem taka þátt fá viðurkenn- ingjarskjal fyrir þátttökuna. Þau sem lenda í 1.- 3. sæti fá verðlauna- pening og sigurvegari í hverjum flokki lilýtur vandaðan bikar. í happdrættinu verða dregnir út hundrað vinningar frá fjölmörgum fyrirtækjum. Þátttaka í mótinu er ókeypis en fullorðnir greiða 500 kr. í aðgangs- eyri. Hægt er að skrá sig með því að fara inn á heimasíðu mótsins, www.hrokurinn.is/jol2003, eða senda póst á skakskoli@hotmail.com. Hátíðin hefst klukkan 12 og stendur til 17, allir eru velkomnir. Sveppi Les úrþjóðsögum Jóns Árnaso,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.