Dagblaðið - 17.01.1977, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 17.01.1977, Blaðsíða 10
10 Framkvæmdastjóri: Svein'n R. Eyjólfaaon. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Frettastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. AAstoAarf.éttastjóri: Atli Steinarsson. Iþróttir: Hallur Símonarson. Hönnun: Jóhannes Reykdal. Handrit: Ásgrimur Pélsson. BlaAamenn: Anna Bjarnason, Asgeir Tómasson, Bragi SigurAsson. Ema V. Ingólfadóttir. Gissur SigurAsson, Hallur Hallsson. Helgi Pétursson. Jóhanna Birgisdóttir. Katrin Pálsdóttir. Kristin LyAsdottir, Olafur Jónsson. Ómar Valdimarsson. Ljosmyndir: Arni Páll Jóhannsson. Bjarnloifur Bjamleifsson, Sveinn Þormoösson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dro.fingarstjori: Már E.M. Halldórsson. Askrif targjald 1100 kr. á manuöi innanlands. I lausasolu 60 \kr. ointakiö. Ritstjorn SiAumúla 12, simi 83322, auglysingar, áskriftir og afgreiösla Þvorholt. 2, sími 27022. Setning og umbrot: Dagblaöiö og Steindórsprent hf.. Ármúla 5. Mynda-og plötugerA: Hilmirhf., SiAumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skoifunni 19. Réttarfar og framsóknarfar Framvinda réttarfars á íslandi á síðustu vikum, mánuðum og misserum hefur vakið nokkra undrun leikmanna. Upp hrannast spurningar, sem ekki fást svör viö. Af hverju eru sakamál, er varða framsóknarmenn, falin störfum hlöðnum og aðstoðarmannalausum undirfulltrúum í mála- stífluðum Sakadómi Reykjavíkur, meðan sett er upp sérstakt embætti umboðsdómara með ótakmörkuðum mannafla til að kanna sakir á hendur Hauki Guðmundssyni lögreglumanni um ranga embættisfærslu? Af hverju eru embættismenn úr Fram- sóknarflokknum, sem liggja undir grun um ranga embættisfærslu, látnir halda fullum launum meöan á rannsókn málsins stendur, meðan hálf laun eru tekin af Hauki Guðmunds- syni aðeins mánuði eftir aó farið er að kanna sakir á hendur honum? Af hverju er fanga sleppt af Litla-Hrauni eftir fjórðung fangavistar í stað hinna hefð- bundnu þriggja fjórðu hluta, þegar hann hafði sakað Hauk Guðmundsson lögreglumann um að hafa samið fyrir sig kæru á hendur Guðbjarti Pálssyni? Af hverju er Guðbjarti Pálssyni sleppt úr gæzluvarðhaldi rétt fyrir sakbendingu, þótt hugsanlega geti slík aðgerð haft áhrif á niður- stöðu sakbendingarinnar? Af hverju finnur dómsmálaráðuneytið ein- staka sinnum hjá sér hvöt til að benda einstök- um embættum á, að aðgát skuli höfð í nærveru sálar, þegar um er að ræða hagsmunaaðila í tengslum við Framsóknarflokkinn? Af hverju leggur ríkissaksóknari svo mikla áherzlu á að lasta Hrafn Bragason borgar- dómara, að hann kemur þeim misskilningi hvað eftir annað á framfæri, að Hrafn telji ávísana- málið komið að ákærustigi, og krefst vinnu- bragða, sem gera rannsóknina endalausa? Af hverju beitir ríkissaksóknari ekki frum- kvæðisskyldu sinni, þegar á prenti birtast skjöl, sem hljóta að leiða til gruns um vafasamar aðgerðir stjórnarformanns flugfélags og áhrifamanns í Framsóknarflokknum? Af hverju beinist rannsókn Grjótjötunsmáls- ins eingöngu að strengbrúðum þeim, sem skráðar voru fyrir skipinu, en ekki neitt að þeim, sem komu í ferðalögum, samningum og öórum vióskiptum fram fyrir fyrirtækið? Af hverju heimilaði dómsmálaráðherra opn- un Klúbbsins einmitt þegar eigandi hans hafði samið við Framsóknarflokkinn um að falla frá skaóabótakröfum á hendur flokknum? Af hverju fékk Listasafn ríkisins langþráða fyrirgreiðslu úr leynisjóði í fjármálaráðuneyt- inu einmitt þegar Framsóknarflokkurinn þurfti að koma brunarústum í veró? Hér er ekki rúm fyrir fleiri slíkar spurn- ingar, sem eiga þaó allar sameiginlegt, aö í hverju tilviki er matsatriói, hversu rétt eóa rangt hefur verið að málunum staöið. Og eflaust byggjast •einhverjar spurningarnar á misskilningi. En þær eru margar spurningarnar. Og þeim mun fleiri, sem þær eru, þeim mun erfiðara er að trúa því, að um tilviljanir sé að ræða í öllum tilvikum. í dómsmálakerfinu sitja framsóknarmenn á toppnum, allt frá ráðherra og ríkissaksóknara niður í umboðsdómara. Mikið yrðu menn fegnir, ef þeir treystu því, að á bak við þetta framsóknarfar væri eðlilegt réttarfar. Mikil le.vnd hefur ávallt hvílt yfir flugvélum Sovétmanna. Öiium er í fersku minni að ekki mátti neitt leka út um búnað MIG-25 flugvélanna og talið var að sama sagan myndi endurtaka sig með Sukhoi 22 þoturnar. Nú hafa þær þó verið seldar vestur fyrir járntjaid. — Myndin er af MIG 25 fiugvélinni sem flogið var tii Japans á síðasta ári. Eru Sovétmenn að stríða Chilest jórninni: PERÚHER KEYPTI FULLKOMNAR ORRUSTUFLUGVÉLAR AF SOVÉTRÍKJUNUM —og verður sterkasta herveldið í Suður-Ameríku f ram á miðjan níunda áratuginn Sovétstjórnin hefur gert sinn annað en Kúbu. Ákveðið hefur til að styrkja flugher sinn. fyrsta stóra vopnasölusamning verið að Perúmenn kaupi full- Þessi samningur fellur vel við Suður-Ameríkuriki — komnar orustuþotur austan frá inn í áætlanir Perústjórnar um Svar til Kristjáns Friðrikssonar Heiðraði kunningi. Ég þakka þér fyrir bréfin þín í Dagblaðinu nú undanfarið og hlý orð í minn garð i upphafi fyrsta bréfsins. Mér þykir þú vera æði talna- glaður, þar sem þú leikur þér- aö milljörðum allt að hundraði. Ég hefi ekki áhuga á að breyta þessum óskatölum þín- um, þær eru sjálísagt réttar, eftir því sem þú hefir stillt þeim upp í tölvuna. En tölur geta á vissan hátt verið réttar þó þær séu í eðli sínu rangar. séð frá öðrum hliðum. Tölur hagfrœðings óraunhœfar um 80% Eg ætla að !aka smádæmi máli mínu til sönnunar: Það var fyrir mörgum árum í Eyjum, þegar krónan sökk í venjulegu vatni og jafnvel þó þaö væri salt, að ungur Eyjamaður algjörlega févana fór í það að byggja sér íbúðar- hús. Að fjórum árum liðnum flutti hann í húsið og taldi ég það |>á 250 þúsund króna viröi. Hvernig má þetta ske? spurði faðir hans. Drengurinn átti ekki krónu þegar hann byrjaði og hann skuldar aðeins 50 þús- und krónur, þetta eru 50 þús- und krónur á ári i þessi fjögur ár, sem húsið hefir verið í smíð- um. Drengurinn hefir varla 50 þúsund krónur í heildarárstekj- ur. Ég svaraði þessu þannig: Hann neitar sér og fjölskyldu sinni um allt nema það bráð- nauðsynlegasta og notar at tekjum sínum 15—20 þúsund krónur til efniskaupa í húsið, hann sjálfur, bróðir hans og þú hafið unnið öllum frístundum og lagt þar til að verðmæti aðrar 15—20 þúsundir og svo sér dýrtíðin um að fylla þetta upp í 50 þúsund krónur á ári. Setjum nú svo að hagfræð- ingi hefði verið falið að kanna hve mikið Vestmannaeyingar hefðu fjárfest í íbúðarhúsum á þessum fjórum árum, sem hér um ræöir. hann hafði áreiðan- lega talið umrætt hús sem fjár- festingu uppá 250 þúsund krónur. En þarna fara ekki saman tölur og veruleiki. Raunveruleg fjárfesting húss þessa var aðeins 50 þúsund krónur sem tekið var að láni.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.