Dagblaðið - 17.01.1977, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 17.01.1977, Blaðsíða 14
14 DACBLAÐIÐ. MANUDAGUR 17. JANÚAR 1977. Fer útsölu- góssið á flóamarkað — eða er nýttur hver bútur? „Iss hún mamma kaupir alltaf of viðar buxur," segir hún Helena t.h. en hún og Arndís kaupa sjálfar á sig buxurnar. Mömmunum er sko ekki treystandi en þær mega gera við saumspretturnar á þeim níð- þröngu. Nú er sá tími að fara í hönd þegar verzlanirnar keppast við að selja sem mest á útsölum og vissu- lega geta margir gert góð kaup. Það er aðeins þetta, að falla ekki í þá gryfju að kaupa eitthvað, bara af því að það er ódýrt, án þess að vita nákvæmlega hvað á að gera við hlutinn. Hvað skyldu það vera margir sem eru með stafla af efnisbútum, gallabuxum eða blússum, sem liggur ónotað og tekur dýrmætt skápapláss? Eina ráðið til þess að rýmka til hjá sér, er kannski að gefa þetta á flóa- markað og þar með að koma ósköpunum yfir á einhvern ann- an. Já, það getur verið keðjuverk- andi höfuðverkur að fara á útsöl- um. Jónatan Jónatanssom í Loftskeytaskólanum, kom fram f þessu eftir að hafa mátað buxur og kvaðst ekki vera eins blankur og félagarnir, enda einmitt verið að fá víxil. Jú, hann fór stundum á útsölur og keypti eitthvað sem hann notaði kannski einu sinni eða tvisvar og henti svo inn í skáp en það skeði svo sem líka með það sem hann keypti ekki á útsölu. Skyldu buxurnar vera nóga stórar pær skólastelpurnar Rósa Gestsdóttir og Sigríður Sigurðar- dóttir voru að líta á barnabuxur inni í Krógaseli. Þær áttu að vera handa systur Rósu. „Ætli þær séu nógu víðar hún er soldið feit, sér- staklega um bossann," varð henni að orði og breiddi úr buxunum, en afgreiðslustúlkan sannfærði hana um að buxurnar Ieyndu á sér. Þær sögðu að mömmur þeirra færu sjaldan á útsölur en sendu þær I staðinn til þess að kanna. málið. „Iss, hún mamma getur alls ekki. keypt á mig buxur. Hún kaupir þær allt of víðar. Ég er búin að kaupa á mig buxur sjálf í mörg ár,“ sagði 12 ára yngismær, Helena Helgadóttir, og undir Þær stöilurnar Sigríður og Rósa athuga vel buxur sem afgreiðslustúlk- an sýnir þeim. Hlutum er velt fyrir sér og verð borið saman áður en keypt er á útsölum. Hún Auðbjörg, t.h., hefur komizt að þeirri niðurstöðu að beztu útsölurnar séu í tízkuverzlunum. ur. Til þess að sjá hvernig kaupin gerast á eyrinni í þessum málum brugðum við okkur á föstudaginn í nokkrar yerzlanir sem þegar eru byrjaðar á sínum útsölum. Inni í Hagkaup ræddum við við Auð-' björgu Brynjólfsdóttur húsmóður og átta barna móður. Hún hafði lítið gert af því um ævina að fara á útsölur. Hún var svo til nýbyrjuð á slíku. Vissulega væri hægt að gera góð kaup ekki sízt í tízkuverzlunum, með ungiingaföt. „Nei, ég hef ekki tekið saman hvað ég spara mikið árlega á þessú," sagði hún. „En ég er svo heppin að það sem ég hef keypt á krakkana hafa þau verið ánægð með og ég hef ekki orðið fyrir því að þurfa að leggja því ónotuðu inn i skáp.“ „Nei, nei, ég er ekki í neinum útsöluhugleiðingum. Eg fer aldrei á útsölur. Ég vann nefni- lega i skóbúð þegar ég var ung og fékk alveg nóg af látunum," sagði Brynja Þórarinsdóttir sem sagðist „bara" vera húsmóðir. Hún var að velja sér stígvéi inni í Sólveigu og þessi ,,bara“ húsmóðir sagði að maðurinn sinn hefði ekki þorað að velja handa henni stigvél heldur beðið hana að gera það sjálf. Þetta er í fyrsta skipti sem hún Brynhildur fer á útsölu því í kaupfélaginu heima hjá henni er ekki um slíkt að ræða. Óvœntur gróði „Ha, eru þessi stígvél á útsölu,“ varð henni að orði þegar hún komst að því að stigvélin höfðu lækkað um rúmar fimm þúsund krónur, úr 22.600 í 16.980. Henni fannst það ekki amalegt að græða svona, alveg án þess að hún vissi. „Það er lítið sem ekkert um útsölur í kauþfélaginu heima,“ sagði Br.vnhildur Magnúsdóttir, símamær, frá Hjarðarfelli á Snæ- fellsnesi. Hana hittum við inni í Casanova þar sem hún var að líta á kápur. „Jú, ég hef fylgzt með því í blöðum og útvarpi að það sé hægt að gera góð kaup en þetta er nú eiginlega í fyrsta skipti sem ég fer sjálf á útsölu. Það er gaman að labba um og skoða.“ „Ne-hei, við erum sko ekkert að kaupa. Við erum bara með honum kunningja okkar sem er eitthvað að skoða. Það er í mesta lagi að maður eigi fyrir balli í kvöld," siigðu þeir. Árni Stefán Árnason, i Hótel- og veitingaskólanum, og Omar Sveinsson, í Loftskeytaskól- anum. sem við hittum í Kastalan- Brynja rakst inn á útsöiu og keypti stigvéi eins og af- greiðsiustúlkan sýnir henni. Hún vann nefnilega í búð í gamla daga og fékk nóg af útsöium, svo aó hún stundar þær ekki.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.