Dagblaðið - 17.01.1977, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 17.01.1977, Blaðsíða 9
PA< IBI.AÐH). MAXl'DACI'H 17 J.WI' \K 1 977 9 Jerúsalem: DAOUD SKAL FYRIR RÉn Forsætisráöherra ísraels, Yitzhak Rabin, sagði á ríkis- stjórnarfundi þar í gær, að ísraelsmenn myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til að palestínski skxruliðaforinginn Abu Daoud yrði leiddur fyrir ■rétt. Mikil reiði ríkir enn í Ísrael vegna þess, að Frakkar létu manninn lausan úr haldi i síðustu viku en hann er talinn hafa skipulagt árás palestínskra skæruliða á búðir ísraelsks íþróttafólks á ólym- píuleikunum í Munchen árið 1972. Sagði Rabin að afstaða Frakka í þessu máli gagnaði engum nema skæruliðabaráttu heimsins. Frakkar losuðu sig fljótlega við „tímasprengjuna" Daoud. 'pOLL 77 Fékk Pulitzer-verðlaunin fyrir skrif um Watergate: Bemstein hætturí Maðamennsku Carl Bernstein, blaða- maðurinn frægi sem ásamt Bob Woodward fékk Pulitzer- verðlaunin fyrir frásagnir sínar af Watergate-hneykslinu er síð- ar leiddi af sér afsögn Nixons forseta, hefur sagt starfi sínu við dagblaðið Washington Post lausu. Bernstein, sem er 32 ára ritaði ásamt Woodward tvær metsölubækur um atburði þessa, ,.A1I the Presidents Men“ og „Final Days“ og mun ætla sér að beina kröftum sín- um að skrifum bóka. Hann hef- ur verið viðriðinn blaða- mennsku síðan hann var 16 ára og er hann var spurður hvort hann myndi veita einhverjar upplýsingar um það hver heimildarmaður hans, svo- nefndur ;,Deep Throat“, væri, sagði Bernstein: „Það tek ég með mér í gröfina". Martin Villahittir nokkra leiötoga Baska Samkvæmt heimildum frá Baskahéruðum Spánar mun Martin Villa, innanríkisráð- herra landsins, hitta nokkra af borgarstjórum norðurhéraða landsins að máli á morgun til þess að hlýða á kröfur þeirra um aukið sjálfsforræði og frelsi til handa póiitískum föngum. Innanríkisráðherrann föllst á fund þennan eftir aó til mikiila mótmæla kom, er borg- arstjórunum var meinað að taka þátt í mótmælagöngu þar sem áherzla var lögð á kröfur þessar. UPPREISN BÆLD NIÐUR Samkvæmt fréttum ríkisút- varpsins í Vestur-Afríkuríkinu Benin hefur hersveitum stjórn- arinnar tekizt að hrinda af höndum sér byltingarsinnum sem nutu aðstoðar erlendra málaliða. Forseti landsins, marx- leninistinn Mathieu Kerekou, sagði i útvarpsávarpi sínu að málaliðarnir hefðu verið á mála hjá „erlendum heimsvaldasinn- um“ og forseti nágranna- ríkisins Togo, Gnassingbe Eyadema, sagði blaðamanni að þeir hefðu verið hvítir menn. Er þetta fjórða byltingartil- raunin í landinu síðan Kerekou sjálfur komst til valda eftir byltingu árið 1972 og voru byltingarmennirnir nú sagðir á flótta í átt að landamærum Togo. Danir banna kvikmynd um Palestínumenn Danskir kvikmyndafram- leiðendur hafa sakað formann danska kvikmýndaeftirlitsins um „misskilna og ólögmæta rit- skoðun", en dreifing á kvik- mvnd um Palestínumenn hefur verið bönnuð þar í landi. Samtök frjálsra kvikmynda- gerðarmanna og leikstjóra hafa birt þessar ásakanir. Formaður kvikm.vndaeftirlitsins kunn- gerði bannið i fyrradag. Kvikmyndin sem ber heitið Ofsóttar þjóðir hafa alltaf rétt fyrir sér var gerð af dönskum aðila með styrk frá rik'nu. en vandamálin sköpuðust er upp- víst varð um gagnrýni þá er fram kemur á ísraelsmenn í mvndinni. Leikstjórinn, Nils Vest, segir að myndin eigi að túlka sjónar- mið Palestínumanna og aldrei hafi verið dregin dul á það að þar kæmu einungis fram skoðanir þeirra. Samtök listamanna segja að árásir hins íhaldssama bing- manns Gerd Möller hafi átt sinn þátt í ákvörðunartöku kvikmyndaeftirlitsins og hafa hvatt Niels Matthiasen menningarmálaráðherra til þess að hefjast handa í málinu og vernda rétt til frjálsra skoðanaskipta. Formaður kvikm.vndaeftir- litsins, Svend Lorenzt, hefur neitað ásökunum þessum og segir, að dreifing myndarinnar hafi verið stöðvuð á meðan mál- ið er athugað. NYJAR FRAMÁ ÚTSÖLUNA í DAG. KASTALINN Scotch B R A N D 3m Notið aðeins fyrsta flokks pökkunarlímband Notið „SCOTCH” 3M UMBOÐIÐ Á ÍSLANDI: G. Þorsteinsson & Johnson h.f. Ármúla 1 — Sími 8 55 33 4 i 4 4 4 4 i 4 4 4 i Á 1 < i ;J

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.