Dagblaðið - 17.01.1977, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 17.01.1977, Blaðsíða 20
20 DACBLAÐIÐ. MÁNUDAGUH 17. JANÚAR 1977. Við ætlum að vera saman eftir dauðann og aldrei að eilífu að skiljast Garý Gilmore Aðeins þrettán klukkutímum áður en Gary Gilmore, einn af þekktustu morðingjum Banda- ríkjanna um þessar mundir og vinkona hans, Nicole Barrett, gerðu sjálfsmorðstilraunir sinar í nóvember sl. átti Nicole viðtal við bandarískt blað. Þar skýrði hún frá því að þau hefðu ráðgert að fremja sjálfs- morð, hún heima hjá sér og hann í fangelsinu, til þess að þau gætu hitzt handan við gröf og dauða og þyrftu aldrei að skilja framar. „Við Gary ætlum bráðlega að fremja sjálfsmorð,“ sagði Nicole. „Hann vill að ég sé með honum eftir dauðann eins og við vorum saman áður en ógæfan dundi yfir hann.“ Morguninn eftir að Nicole átti þetta viðtal við blaðamann- inn fannst hún meðvitundar- laus í íbúð sinni. Hún var rétt aðeins með lífsmarki. Sama morgun fannst Gary meðvit- undarlaus í fangaklefa sínum í ríkisfangelsinu í Utah aðeins þrjátíu mílur í burtu. Þau höfðu bæði tekið of stóran skammt af svefntöflum. Nicole Barrett átti viðtal við bandariskan blaðamann nokkr- um kiukkustundum áður en hún gerði tilraun til þess að svipta sig lífi með of stórum skammti af svefntöfium. Hann vélaði dóttur mína til sjálfsmorðs —segir móðir unnustu Gary Gilmore „Hann er ekkert annað en handbendi þess illa. Hann vildi bara að Nicole fremdi sjálfsmorð til þess að enginn annar fengi að njóta'hennar," sagði frú Kathryn Baker, móðir hinnar ógæfusömu Nicole Barrett, sem gert hefur ítrekaðar tilraunir ti! sjálfs- morðs vegna morðingjans Gary Gilmore. Frú Baker heldur því fram að sjálfsmorðstilraunin sem Gary gerði í fangelsinu í nóvember hafi aðeins verið gerð til þess að sýnast. „Gary tók alls ekki banvæn- an skammt af seconali. Hann veit alltof vel um áhrif slíkra lyfja og veit hvaða skammtur er banvænn,“ sagði hún. Fangelsislæknarnir áætla að Gary hafi tekið eitthvað á milli tíu og tuttugu töflur af seconali. „Gar.v hefur slegið ryki í augu fjölda fólks en ég þekki hann og hans líka. Hann kann: tökin á hlutunum og hefur reiknað þetta allt út. Nú þykist hann þess fullviss að fólk sé: farið að fá samúð rneð' honum,“ sagði Kathryn. „Honum tókst að telja fólki trú um að hann vildi, í alvöru, ekki lifa lengur.“ Frú Baker segir að hræðileg breyting hefði orðið á dóttur hennar eftir að hún fór að fara í heimsóknir til Garys í fang- elsið. „Dóttir mín varð skyndilega mjög undarleg. Hún varð þögul og þunglynd. Stundum virtist eins og hún væri utan við sig og vissi ekki hvað væri að gerast í kringum hana. Að því kom að engu var líkara en hún lifði einungis fyrir þessar heimsóknir til Garys. Ég reyndi að tala um fyrir. henni og leiða henni fyrir sjónir að börnin hennar þörfn- uðust hennar. Hún sagði að börnin hennar væru betur sett án hennar. Þunglyndi hennar, sem hún réði ekki við, hefði einungis slæm áhrif á þau.“ Kathryn hugsaði um dóttur- börn sín á meðan Nicole var á sjúkrahúsinu. Hún sagði að það þefói verið átakanlegt að heyra hvernig Jeremy litli hefði hrópað á móður sína og grátið .sig í svefn á hverju kvöldi. V Réttfyririnnan Klapparstfg Grettisgötu 12-18 Opiðalla daga 8,30-7 nema sunnudaga Opið íhádeginu Landsins mesta úrval af notuðum bifreiðum íhjarta Reykjavíkur ALUR BÍLAR í HÚSI TRYGGÐIR Æ f 1 Æ! jrn rj .

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.