Dagblaðið - 17.01.1977, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 17.01.1977, Blaðsíða 3
DACBLAÐIÐ. MANUDAGUR 17. JANUÁR 1977. Það vantar ekki Spurning dagsins „Hallærisplan” í Keflavík Strákur í Keflavík skrifar: „Alveg var ég ferlega hneykslaður á því sem einhver kona í Keflavík lætur fara frá sér þann 7. þ.m. 1 DB. Fyrst og fremst er það hvernig hún ataði hann Flosa Ólafsson út. Hann er mjög fær grínisti, að mínu mati. Og hvað viðvíkur Kana- sjónvarpinu sem hún virðist sakna svo mjög þá mátti það fara og það fyrr. Ennfremur virðist hún haída að við krakk- arnir hér í Keflavlk höfum ekkert gert hér áður fyrr annað en horfa á Kanann. Það er al- rangt. Þó svo hennar krakkar hafi kannski ekki gert neitt annað, þá flokkast þau með ör- fáum öðrum krökkum hér í Keflavík sem horfðu eitthvað á hann. Þegarhún fer að tala um „Hallæ»-i.splan“ þá hefur hún Kannski gaman af að vita að það er þegar komið til Keflavíkur, það er planið við Aðalstöðina. Hún ætti að renna við þar um næstu helgi og gá hvort það er ekki rétt með farið hjá mér. Hún segir að við höfum margt gott lært af Könum en þá spyr ég: Er það ekki fleira sem við höfum lært illt af þeim? Loks kemur það eina sem ég er sam- mála henni um, það væri óhæfa að taka Kanaútvarpið af. Raddir lesenda Ætla þessir spekúlantar að drepa alla þjóðina úr einberum leiðindum? Páll Kristinsson hafði samband við DB: Nú held ég að sjónvarpið sé alveg að spila út. Þessi þáttur sem sýndur vár sunnudags- kvöldið 9. jan. er sennilegá kominn af ruslahaugunum í henni Ameríku, sem eru ekki alltof beysnir að ég held. Þessi þáttur eða show, eins og Ameríku- og Suðurnesjabúar kalla það, var framinn af ein- hverjum tveimur gamal- raennum, sem kalla sig Lenu og Tony. Þau ku hafa átt að syngá gömul og ný vinsæl lög. Hvar skyldu þau nú hafa verið vinsæl? Kannski í sjónvarpinu íslenzka, meðal forráðamanna þess? Ef svo er ættu þeir að sjá sóma sinn í því að láta af störfum sem fyrst. Ég hef oft velt því fyrir mér hvort það sé meiningin hjá þessum spekúlöntum að drepa alla þjóðina úr einberum leiðindum með þessu lélega prógrammi. Þegar menn hrökkva svo upp við það að þeir hafa verið að horfa á 2.-6. flokks sjónvarps- efni í liðlega tíu ár og það verði sennilegaekki voná öðru í fram- tíðinni, eru viðbrögðin þau að þeir fara að röfla um þetta í fjölmiðlum. Og svar forráða- manna sjónvarpsins er alltaf hið sama ef þeir nenna að svara vfirleitt. Þeir kenna peninga- leysi um. Og svo þetta „skot- helda" svar: „Það er ekki hægt að gera öllum til geðs“. Þá halda þeir að nú sé búið að slá lýðinn út af laginu fyrir fullt og allt. En alltaf hcyrast ámáttleg óánægjuvein utan úr kuldanum um betra efni. Mín tillaga er þessi: Ef for- sprakkar sjónvarpsins vilja ómögulega segja af sér, svo aö aörir hæfari fáist í stað þeirra, aflétti alþingi þessari einokun á sjónvarpi á íslandi og le.vfi tingum og hæfum mönnum að spreyta sig. Á að banna reykingar á vinnustöðum? Berit Stefánsson: Já, það á að banna þær en leyfa þeim sem vilja re.vkja að gera það t.d. í sérstöku herbergi. Þóra Friðgeirsdóttir: Já, og mér fyndist það tilvalið að hafa sér herbergi fyrir þá sem reyktu. Ég held að það sé erfitt að banna það algjörlega. Karl Hirst: Ég reyki nú ekki en mér finnst það tillitslaust að þvinga fólk til þess að anda ofan í sig þvi sem allir vita að er skað- legt. Dollv Nielsen: Það væri æskilegt að hafa engan reyk á vinnustað þar sem fólk er að störfum. Það mætti hafa sér herbergi fyrir þá sem vilja reykja. Pálina Arnarsdóttir: Nei, ég held að það verði mjög erfitt, það eru svo margir sem reykja, annars væri bara tilvalið að hafa reyk- ingafólkið sér. Laufey Agnarsdóttir: Nei, mér finnst ekki hægt að banna það alveg. Hins vegar verður reyk- ingadfólk að taka tillit til þeirra sem ekki reykja.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.