Dagblaðið - 17.01.1977, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 17.01.1977, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 17. JANÚAR 1977. Kröfluvirkjun — vélgæzlumenn Vélgæzlumenn óskast til starfa við Kröfluvirkjun. Umsækjendur hafi vélstjóraréttindi ellegar rafvirkja- eða raftæknapróf. Nánari uppl. um störfin eru gefnar á skrifstofu Kröflunefndar á Akureyri, sími 22621. Umsóknir, ásamt uppl. um menntun og fyrri störf, sendist til Kröflu- nefndar, pósthólf 107, Akureyri, fyrir 10. feb. nk. Kröflunefnd Akureyri. Utboð Kröflunefnd óskar eftir tilboðum í smíði 5 íbúðarhúsa við Skútahraun í Mývatnssveit. Útboðsgögn afhent á skrifstofu Kröflunefndar, Strandgötu 1, Akur- eyri, gegn 15.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða fer fram á sama stað 21. febrúar nk. kl. 14. Aðrar uppl. gefnar í síma 22621. Kröflunefnd Akureyri. Reykjavíkurhöfn Reykjavíkurhöfn óskar eftir föstum samningi við hreingerningarmenn um reglulega og árvissa hreingerningu á ýmsu húsnæði Reykjavíkurhafnar. Frekari upplýsingar gefur tækni- fræðingur á skrifstofu Reykjavíkur- hafnar fyrir þann 26. janúar nk. Hafnarstjóri Vörubflaróskast! Höfum kaupenduraðflestum stærðum vörubifreiða og vinnuvéla Markaðstorgið Einholti 8 — Sími 28590 Vaxandivörubflasala Verzlunarhúsnæði óskast Óska eftir ca 70 til 100 fermetra verzl- unarplássi á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Tilboö merkt „Verzlunarhúsnæði 123“ sendist DB f.vrir 1.2. 77. MMBIAÐIÐ Vestmannaeyjar —- Nýtt umboð: Aurora Fríðríksdóttir Heimagötu 28 — Sími 98-1300 1 < Líf og dauði Reykjavíkur - Fyrir tuttugu og þremur ár- um eða nánar tiltekið árið 1953 skrifaði ég smápistil í reykviskt blað um gömul hús. Menn voru þá farnir að amast við þeim hér í Reykjavík og vildu þau burt. Enginn mælti þeim bót. Ég sé nú af nýjustu fréttum og sýn- ingum á líkönum sérfræðinga í útrýmingu gamalla húsa, að borgaryfirvöld hugsa sér að eyðileggja heil hverfi borgar1 innar, án nokkurrar verulegrar fyrirstöðu íbúanna. Verður mér þá hugsað til þessa gamla pi§t- ils frá árinu 1953, en hann var á þessa leið: „Hús. Cömul hús. Ég hef veitt því athygli að menn eru stundum að tala um gömul hús. Þau eru ljót, segja þeir, gamal- dags, púkaleg og til skammar fyrir bæinn. En stundum þegar ég er á gangi um bæinn er ég að virða fyrir mér þau ámáttlegu steinsteypubákn sem menn kalla hin einu sönnu hús nú á dögum. Þá kann svo við að bera að fyrir mér verði gömul hús. Já, hvílíkur munur. Af hverju vilja menn ekki hafa þessi fallegu og skemmtilegu hús, þessi gömlu hús sem eru lifandi og tala til okkar vinsamlega. Hvernig hefur okkur getað far- ið svahræðilega aftur í að reisa hús sem hægt væri að líta á með velþóknun, brosa við og dást að? A víð og dreif um bæinn rekst maður á gömul hús sem enn hafa ekki verið rifin. En skemmdarfýsnin er rík hér á landi og maður getur vaknað upp við það einn morguninn að búið sé að taka eitthvert þess- ara húsa og flytja það burt úr bænum eða rífa það og brjóta til eldiviðar. Við íslendingar erum ekkert að hirða um það sem minnir á forna tíð. íslend- íngasögur? Já, það er náttúrl. sjálfsagt að halda þeim til haga og monta sig af þeim úr þvi þetta hefur nú farið svo. að þær hafa geymst og útlendirngar eru þar að auki á þeirri skoðun að eitthvað sé í þær varið, en mest er að marka það sen útlending- ar segja. En þessi gömlu hús, þessi ieiðinlegu hús sem eru að flækjast fyrir okkur þegar við erum á ferðinni með verslanir okkar og skrifstofubyggingar, burt með þau, burt burt burt. En hvurt? Já, hvurt förum við sjálfir ef við höfnum öllu því sem best er og gefur lífinu feg- urst litbrigði, ef við gefum for- tíðinni langt nef af því-að hún hefur átt sinn ljótfelka, rétt eins og nútíðin eigi ekki sinn ljótleika í ríkum mæli, já hvurt förum við þá? Mér þykir vænt um að ekki er enn búið að koma fyrir katt- arnef öllum þessum gömlu hús- um. Eitt er skammt frá dóm- kirkjunni, annað við Klappar- stíginn. Þau eru eins og vinjar í eyðýjiörk, liggur mér við að segja. Aðeins vantar að eitt. hvað sé gert fyrir þau. Ef okkur þætti vænt um þau, mundum við gera eitthvað fyrir þau. í þessum húsum speglast gamli tíminn. Þarna glittir í hann. Jvíýlíminn allt í kring. Og þarna gægist gamli tíminn fram und- an leiktjaldinu. Hugsum okkur ef Aðalstræti væri enn eins og það var um miðja 18. öld, stæði þarna enn með öllum innrétt- ingunum, hvílíkan svip mundi það ekki setja á bæinn. Enn glittir í gamla Aðalstræti, þar sem er verslunarhús Silla og Kjallarinn lón Óskar Valda. Aðeins finnst mér að það ætti að vera öðruvísi á lit- inn, svart með hvítum glugg- um. Sagt er um Pólverja, þá er þeir voru að reisa Varsjá úr rústum eftir síðari heimsstyrj- öldina, að þeir hafi byggt heil borgarhverfi í sama stíl og áð- ur. Þeim stóð ekki á sama um gömul verðmæti. Þeir áttu stór- byggingar sem minntu á horf- inn tíma. Við eigum ekki stór- byggingar. Við eigum aðeins lít- il, látlaus og stílhrein hús. En þau minna engu að síður á horf- inn tíma. Þau tengja okkur for- tíðinni. Við horfum. á húsin og lesum þar sögu'nkk'ar." Svo mörg voru þau orð, og síðan þau voru skrifuð hefur viðhorf manna breyst og nú eru margir sem vilja mæla gömlum húsum bót, en á sama tíma hef- ur okkar frægi, gamli miðbær orðið fyrir varanlegum skemmdum, sjá til dæn.is hinar hörmulegu viðbyggingar sem reistar hafa verið við Lands- bankann og Utvegsbankann í allt öðrum stil en upphaflegu byggingarnar sem báðar féllu vel að umhverfi sínu. Lítið á Morgunblaðs-glerhöllina, Mið- bæjarmarkaðinn og viðbygg- ingu símahússins gamla. Allt eru þetta varanlegar skemmdir sem seint verða bættar. Árið 1953 var enn mikið líf í gamla miðbænum, ekki aðeins á dag- inn, heldur einnig á kvöldin. Engir vesalingar voru þar að brjóta flöskur, heldur gengu ungir og gamlir í friði og spekt milli greiðasölustaða tii að sýna sig og sjá aðra, rabba við kunn- ingja og hlýða á tal manna. Nú hefur þetta lif verið slökkt. Það slokknaði ekki I einu vetfangi heldur smátt og smátt fyrir augunum á mönnum, án þess neinn hreyfði hönd né fót til varnar. En það var þó að minnsta kosti ekki skipulagt fyrirfram af ráðnum hug. Nú á hinsvegar að ráðast á[ eitt skemmtilegasta og fornleg- asta hverfi borgarinnar, Grjóta- þorpið, og deyða það af ráðnum hug, ekki þó i einu vetfangi, heldur smátt og smátt, eins og menn hafi tekió örlög Austur- strætis tii fyrirmyndar um það hvernig hægt sé að deyða eitt borgarhverfi, án þess að fólk taki eftir því fyrr en allt er urn garð gengið. Nú láta sérfræð- ingar I veðri vaka, að með því að útrýma Grjótaþorpi ætli þeir að koma aftur lífi I gamla mið- bæinn. En ef þeir þurfa að út- rýma sérkennilegasta hverfi borgarinnar til að koma þessu lífi I miðbæinn gamla, þá er ekki trúlegt að það verði merki- legt líf. Þó skiptir mestu máli, að með útrýmingu hverfisins er verið að klippa á þráð fortíðar- innar, þann þráð sém forfeður okkar tvinnuðu I þeirri trú að við mundum auka þáttum við og betrumbæta, en ekki rífa og slíta. Digurbarkalega er fullyrt að húsin I Grjótaþorpi hafi ekkert gildi frá sjónarmiði byggingar- listar eða fagurfræði, og þess- vegna megi þau hverfa. Hver þykist geta gerst slíkur dómari yfir þessum stílhreinu og vina- legu timburhúsum forfeðra okkar, þó'þao hafi ekki verið reist af miklum efnum? Treysta menn þvl að stein- steypukassarnir sem þeir fyrir- huga að reisa I staðinn þyki hafa meira listgildi, þegar-tím- ar líða fram? Við skulum ann- ars láta einstök hús Grjóta- þorpsins liggja á milli hluta, hversu mikið fegurðargildi þeirra kann að vera, því þaó skiptir ekki mestu máli. Grjóta- þorpið I heild hefur sitt fegurð- argildi. En þar eru einnig mörg sérkennileg og falleg hús, ef fólk aðeins gefur þeim auga og kann að meta látleysi þeirra. Að vísu eru sum húsin I vanhirðu og spilla hverfinu um sinn. Hinsvegar má segja, að nær hefði verið að stjórn- völd borgarinnar hefðu lagt nokkrar milljónir I bárujárns- plötur og málningu til að hressa við vanhirt hús I hverfinu svo sjá megi hve falleg þau geta vérið heldur en að moka fé I að skipuleggja útrýmingu hverfis- ins og byggingu steinkassa- hverfis. Sömuleiðis væri nær að gera gangskör að því að friða svæðið fyrir bílum sem geymd- ir eru þar daglega hvar sem hægt er að klessa þeim, eins og sjálfsagt sé að nota hverfið fyr- ir allsherjar bílageymslu, — bíla frá öðrum borgarhlutum — svo nær óhugsandi er orðið að ganga um hverfið sér til ánægju fyrir bílatroðningi. Einar Magnússon, fyrrver- andi rektor, lagði það til I blaða- grein sem ég las einhverntíma ekki alls fyrir löngu, að gerð yrði neðanjarðarbilageymsla í. húsgrunninum við Arnarhól sem enn kvað vera óhreyfður síðan tókst að koma 1 veg fyrir, að reist yrði þar stórbygging. Ég held að full ástæða væri til að gefa þessari hugmynd gaum. Nú ríkir sá barbarismi, að bílar eru hvarvetna uppi á gangstétt- um (með þegjandi samþykki lögreglunnar) og verður gang- andi fólk oft og tíðum að fara út á akbrautina til að krækja fyrir bllana. Vafalaust er einnig hægt að finna aðra staði en hjá Arnarhóli, þar sem koma mætti bílunum ofan I jörðina, en hitt er litill menningarbragur að láta þeim haldast uppi að spilla öllu lífi og umhverfi gamla mið- bæjarins. Hægra megin við Grjótagötu, þegar gengið er ofan I miðbæ- inn. er óbyggð lóð. en afgirt, nema þar sem veggurinn hefur brotnað eða verið brotinn, fall- egur veggur hlaðinn og steypt- ur. Það er á horni Garðastrætis og Túngötu, og tilvalið að búa þar til trjágarð með bekkjum handa fólki að tylla sér á og njóta þess að vera I hlýlegu V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.