Dagblaðið - 17.01.1977, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 17.01.1977, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. M.ÁNUDAGUR 17. JANÚ'AR 1977. 13 umhverfi, — þarna eru þegar fyrir gömul tré sem gaman er að sjá.laufgast a vorin — og hægt væri að hafa tröppur nið- ur í garðinn frá Grjótagötunni og eins mætti hafa hlið út að Túngötunni neðarlega. svo hentugt væri fyrir fólk á leið úr miðbænum og vestur í bæ, gangandi, að hvíla sig þarna undir trjánum og halda síðan endurnýjað áfram ferðinni. Nokkru neðar við Grjótagötuna en þessi garður, vinstra megin við götuna, þegar gengið er of- an í bæinn, myndast ofurlítið torg sem afmarkast á tvær hlið- ar af gömlum, vinalegum hús- göflum úr timbri og bárujárni, en fyrir neðan er hátimbrað hús og glæsilegt, en á milli sér inn í Mjóstræti og Bröttugötu. Á því torgi væri gott að hafa bekki og vel gæti ég trúað að gaman væri fyrir teiknara og málara að vera þar með tröhur sínar og teikniblokkir á, góðu sumardægri. En þar er nú sllkt kraðak af bílurn hversdags að varla er fært gangandi manni — í hverfi þar sem helst ætti enginn bíll að sjást. Grjótaþorpið er ekki eini staðurinn í Reykjavík sem ligg- ur undir áföllum skemmdar- varga nútímatækni og skipu- lagsdýrkunar. Þeir hafa beint sjónum sínum að mörgum fleiri gömlum hverfum borgarinnar og sjá þar ekkert annað en bráð fyrir sig til að hremma í skipulagsklær sínar, allt undir þvl yfirskini að hönd dauðans eigi að flytja þessum hverfum nýtt líf, en ekki virðist hvarfla að neinum að rífa þurfi nýjustu hverfi borgarinnar og blása síð- an í þau nýju lífi, Árbæjar- hverfið og Breiðholtshverfið, sem eru dauðustu hverfi Reykjavíkur. Nei, það eru gömlu hverfin sem skemmdar- vargarnir geta ekki' séð I friði, enda er auðvelt að eyðileggja timburhús með nútímatækni og litil, gömul steinhús láta fljót- lega undan kúlunni illræmdu, hvort sem höggin eru látin ríða af í Grjótaþorpi, Skuggahverfi eða Þingholtunum. Menn býsn- ast — og það með réttu — út af skemmdarfýsn unglinga sem brjóta flöskur og stundum rúð- ur eða eyðileggja blómabeð, venjulega í ölæði, en menn depla ekki auga, þótt fullorðið fólk skipuleggi eyðingu heilu hverfanna í borginni, allt frá Garðastræti austur að Baróns- stíg. Og þessi skemmdarfýsn fullorðinna manna virðist þá fyrst færast verulega í aukana, þegar ungt fólk er farið að sækjast eftir því að eiga heima í gömlu húsunum eða stunda í þeim einhverja starfsemi og mörgum gömlum húsum hefur verið sýnd ræktarsemi meiri en tíðkast hefur um áratugi,. svo gamla Reykjavík tekur stakka- skiptum og verður falleg. Það er til dæmis vert að veita því athygli að í þremur húsum sem tilheyra Grjótaþorpi við Aðal- stræti hefur ungt fólk hafið starfsemi, á einum stað er verslað með fallega gjafamuni, á öðrum stað er leðuriðja mjög smekkleg og sérstæð (rikir að vísu óvissa um framtíð hússins nú vegna bruna), í þriðja staðn- um er nýstofnað gallerí. Rækt þessa unga fólks við gömlu fiús- in er til fyrirmyndar, enda taka þau stakkaskiptum og verða að- laðandi fyrir tilverknað þess. Hver veit lika nema einhver ungmenni vildu setjast að í Grjótaþorpi, ef óvissa ríkti ekki um framtíð þess. Stefán Thors, skipulagsarkitekt, sem á heiður skiiið fyrir ágæta grein um til- lögurnar varðandi Grjótaþropið (Morgunbl. 10. des. sl.) spyr: ,,ef fjölga á ibú’tm i gamla mið- bænum, væri þá ekki nær að veita fólki, sem vill kaupa og gera upp gömul hús, húsnæðis- málastjórnarlán, eins og veitt er við nýbyggingar?" Já, vel á minnst. Væri það verra en að láta ýtuna og kúluna mylja hús- in í rústir? 1 pistli mínum 1953 gat ég úm tvö lítil hús sem ég hafði yndi af að veita athygli á göngu minni um Reykjavík, annað var skáhallt fyrir aftan dómkirkj- una, hitt við Klapparstíginn. Þessi hús eru nú bæði horfin. Þau voru þó ekki rifin, heldur flutt upp ;ið Árbæ til að vera sýnisgripir. Dillonshús, sem áð- ur stóð svo fallega á h.orni Tún- götu og Suðurgötu og minnti ljóðaunnendur á Jónas Hall- grímsson sem þar átti heima um skeið, var einnig fluttuppað Árbæ. Það var þó ekki svo litið að nein nauð þyrfti aö vera að búa í því fyrir þriggja til fjögurra manna fjölskyldu, jafnvel á þessum síðustu vel- megunartímum. Og hvað höf- um við fengið í staðinn fyrir þessi og önnur hús sem horfið hafa af mannavöldum? Stæði fyrir bila, einn mesta bölvald nútímans sem eiturmengar gamla miðbæinn dag hvern frá morgni til kvölds, svo manni slær fyrir brjóst, þegar maður kemur úr vesturbænum niður 1 kvosina. Vesturbærinn hefur enn sem komið er orðið fyrir tiltölulega litlum áföllum, og hefur þó átt í vök að verjast, enda ekki langt síðan fyrirhugað var að láta ný- tísku hraðbraut, svo geðslegt fyrirbæri sem það er, skera hann í tvennt. Vesturgötuna hefði átt að friða fyrir löngu og ekki leyfa neinar byggingar þar í kassastíl nútímans. Þessi gata hefur mikinn heildarsvip gamals tíma, en á tveimur stöð- um hefur heildarsvipurinn ver- ið rofinn: vestur á móts við Framnesveg er stórhýsi í allt öðrum stll en umhverfinu hæf- ir, og á svæðinu milli Bakka- stígs og Ægisgötu er annað hús í nýtískustíl, minna, en brýtur heiidarsvip götunnar á miklu fruntalegri hátt vegna þess hvernig það er staðsett. Væri ekki ráð að hugsa sig um áður en fleiri slík skemmdarverk verða unnin? Mér sýnist, að í stað þess að fleygja milljóna- fúlgum í tillögur um svonefnda „endurnýjun eldri hverfa", sem í rauninni merkir að þúrrka út meginhluta Reykja- víkureinsoghún var fyrir 1940, ætti að setja lög um það að viðhalda skuli gömlu Reykjavík eftir því sem kostur er, og enn- fremur ætti að banna með lög- um öllum húseigendum á þessu svæði að láta stinga augun úr húsum sínum með því að fjar- lægja gluggapóstana sem eru svo mikil prýði gamalla húsa, ennfremur að lögvernda gömul hús fyrir tískufyrirbærum og breytingum sem ekki eru beinlínis nauðsynlegar til að hús séu íveruhæf. En í timbur- húsahverfi eins og Grjótaþorp ætti borgarráðið að láta setja sérstakt eldvarnakerfi, t.d. við- vörunartæki í hvert hús. Og síð- an ætti að leggja eigendum þær skyldur á herðar að viðhalda gömlum húsum, ella láti borgin viðhalda þeim á þeirrá kostnað. Við nútímamenn höfum ekki efni á að belgja okkur út gagn- vart handaverkum forfeðra okkar. Við ættum heldur að sýna ræktarsemi þeim verkum sem unnin hafa verið af natni og listfengi, en oft af litlum efnum. Þau gætu verið okkur ævarandi hvatning til göfugs lífs. Vel má vera að mönnum þyki sögulegt gildi Grjótaþorps lítils virði, láti sér fátt um finnast þó þar hafi gengið um dyr sumir þeir menn sem frægastir og ást- sælastir hafa orðið með þjóð- inni. En ég ímynda mér að þeir séu einnig til sem vildu geta gengið um Grjótaþorpið með börnum sínum eða vinum af næstu kynslóð og sagt: í þessu húsi ólst upp tónskáldið Svein- björn Sveinbjörnsson sem samdi þjóðsönginn okkar, í þessu fátæklega húsi þarna fæddist ástsælasti sönglaga- smiður þjóðarinnar, Sigvaldi Kaldalóns, í þessu reisulega húsi átti merkisklerkurinn Har- aldur Níelsson heima ásamt konu sinni, ekki síður frægri, Aðalbjörgu Sigurðardóttur, i þessu rauða timburhúsi hittust frægust skáld íslands i eina tíð og síðan önnur minna fræg af annarri kynslóð, í þessu húsi voru fyrstu kvikmyndasýniug- ar Reykjavíkur o.s.frv. Fyrir suma kann þetta að hafa lítið gildi. Fyrir aðra kann það að hafa mikið gildi, menningarlegt og uppeldislegt. Sjálfur held ég að verndun hverfis eins og Grjótaþorpsins hafi einmitt slíkt gildi. Jan. 1977. Jón Öskar, rithöfundur. hún Ifomin ðftur Já, nú er hún komin aftur hin geysivinsæla og vand- aöa vísnaplata þeirra Björgvins Halldórssonar og Einu sinni var, Gunnars Þóröarsonar flytja vísurnar úr Vísnabókinni þar sem þeir „Skoðun mín er sú að Vísnabókarplat- an ,,Einu sinni var“ verði ein af fáum plötum í þessu margumrædda jóla- plötuflóði sem eiga eftir að heyrast. þegar frá líður." ÁsgeirTómasson, Dagblaðið. „Gunnar Þórðarson hefur enn bætt einni skrautfjöðrinni í hatt sinn og einn- ig Björgvin Halldórsson, sem syngur flest lögin.“ Gunnar Salvarson, Tíminn. „Vandaðasta plata ársins án nokkurs efa." Halldór Ingi, Vísir. ....breiðplata þessi er tónlistarlegt listaverk . . . framlag Björgvins, er per- sónulegur sigur sem skipar honum sess á bekk með fremstu listamönnum úr stétt íslenskra söngvara." Slagbrandur, Morgunblaðið. IÐUNN

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.