Dagblaðið - 17.01.1977, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 17.01.1977, Blaðsíða 2
2 „Húmor erleiðarljósífrásagnargerð Péturs Gunn- arssonar . . . Það er oft hrein unun að lesa þenn- an texta . . . hrífandi skemmtileg og umhugsunar- verð . . . dýrleg lesning." Árni Þórarinsson, Vísir. Iðunn, sími 12923 Punktur punktur komma strik fyrsta skáldsaga Péturs Gunnarssonar er komin út i þriðju útgáf u myndskreytt af Gylfa Gislasyni /■ DAGBLAÐIÐ. MANUDAGIIR 17. JANÚAR 1977. Hræsnin mun sízt þeim til sóma Undir þessum orðum Hall- gríms Péturssonar ritar kona og ritar nafnnúmer sitt undir, þar sem henni skilst að það sé orðið jafn þýðingarmikið og nafn, eða þýðingarmeira. a.m.k. þegar kerfið á í hlut. Það er skemmtilegt að f.vlgj- ast með hinum líflegu blaða- skrifum dagblaðanna, daglega. Ég er fastur lesandi DB og hef undrazt að fólk skuli skrifa af fullum krafti um málefni sem það hefur áhuga fyrir en nota dulnefni undir. Hversvegna notar fólk dulnefni? Hefur það eitthvað að fela? Eg hef þá skoðun að grein, skrifuð af manni sem notar sitt rétta nafn, hafi ef til vill meira sannleiksgildi og ég tek miklu meira mark á þeim persónu- lega. Ég las grein, þann 4. des. sl., eftir verkamann 1022. Hann er með dylgjur um Alþýðu- bankann, spyr m.a. hvort bank- inn hafi nokkurn tímann gegnt sínu hlutverki. Hver er tilgang- urinn með svona ábendingum? Allir vita að peningar verða að koma inn í bankana. Ékki eru allir útvegsmenn sem leggja inn í Utvegsbankann, né allir frelsaðir sem skipta við Spari- sjóðinn Pundið. Þá var grein í DB 12. jan. sl. eftir NN. Þetta er greinilega maður sem hefur kynnt sér veí hinar dökku hliðar dóm- kerfisins. Hvað á hann t.d. við með því að segja að helzt sé að marka hvað hinn kærði segir. Þessi maður veit vel að þetta er ekki algild regla. Ekki myndi ég t.d. álíta að mark væri takandi á manni eins og Batta rauða, sem að mínu áliti kann sennilega ekki að tala satt orð. Aftur á móti er Haukur maður sem vill ekki halla réttu máli og hefur verið til fyrirmyndar í starfi sínu í hvívetna og á þakkir skilið fyrir að reyna að losa okkur við slík- an syndasel sem Batti rauði hefur verið. En hitt er svo annað mál að stundum eru ménn kærðir án þess að hafa til þess unnið. Þeir eru stundum flæktir inn í mál og á þá klínt sök, án þess að þeir fái svo mikið sem að bera hönd fyrir höfuð sér. Rannsóknarmenn sakamála verða að kanna, betur en þeir gera, sannleiksgildi þeirra upp- lýsinga sem þeir hafa um þá ákærðu og fremja ekki, embættisafglöp. Hér fylgir ein vísa, sem NN getur hugsað um: Satt og logið sitt er hvað sönnu er bezt að trúa en hvernig á að þekkja það þegar flestir ljúga? 7286-7769 Popp í klukkutíma á viku í sjónvarpi 7167-5688 skrifar: Frægar popphijómsveitir ættu að sjást oftar á skerminum. Hér er mynd af ABBA. Hvernig væri nú að koma aftur með þessa þætti og hafa þá reglulega, t.d. hálfsmánaðar- lega og hafa rtokkrar hljóm- sveitir í hverjum þætti? Eg held að flestir séu sam- mála um að það sé algert lág- mark að hafa u.þ.b. klukkutima poppefni vikulega í sjónvarp- inu. ,,Mig langaði bara til að vita hvers-vegna í ósköpunum sjón- varpið er hætt að sýna þessa stuttu poppþætti sem sýndir voru öðru hverju á síðasta ári. Þar komu fram og léku frægar erlendar hljómsveitir. Ég var farinn að halda að sjónvarpið ætlaði nú loksins að koma með eitthvað almennilegt poppefni og vera ekki svona svakalega á móti poppi eins og útvarpið. Eg hef greinilega verið of bjart- sýnn. „Einbýlishús og bfll eftir níu mánuði f Svíþjóð” Björn Jónsson hringdi: Ég sá í Dagblaðinu um dag- inn að verið var að gera saman- burð á verði á sígarettum hér og í Danmörku. Sagði í grein- inni í blaðinu að amerískar sígarettur í Danmörku kostuðu 370 krónur. Þetta er eins og hvert annað fleipur. Eg er að koma frá Danmörku og þar kostar t.d. Camel-pakki 9 krón- ur, í Noregi kostar hann 8,15 krónur og í Svíþjóð sjö krónur. En þar er kaup mörgum sinn- um meira en hér, svo saman- burðurinn er ekki raunhæfur. Hafa stjórnvöld gert sér grein fyrir því hve margar fjöl- skyldur eru að fara héðan til útlanda? Ég þekki til dæmis ungan mann, þriggja barna föður, sem ekki gat fengið húsnæði hér þrátt fyrir að hann gerði allt í sínu valdi til þess. Hann fór til Svíþjóðar í mars og á þar orðið einbýlishús og bíl. Afkoman er eitthvað betri þar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.