Dagblaðið - 17.01.1977, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 17.01.1977, Blaðsíða 8
8 dacblaðh). mantd \<;i b 17 j.wtak 1977. GILMORE TEKINN AF LÍFI? Allt útlit er fyrir að hinn dæmdi morðingi Gary Gilmore verði líflátinn klukkan 14.49 i daK i fangelsisgarðinum i ríkisfangelsinu í Salt Lake City í Utah, fyrstur dauða- dæmra fanga í Bandaríkjunum í tíu ár. Ef að líkum lætur, verður Gilmore því leiddur fyrir af- tökusveit í dag og skotinn eftir að hafa verið reyrður niður í stól, að venju i Utahríki. ★ Gilmore er sagður hafa fagn- að þeirri ákvörðun tveggja dómara við hæstarétt Banda- ríkjanna að hlýða á náðunar- beiðni tveggja lögfræðinga, sem kröfðust þess að hætt yrði við aftökuna vegna þess að hún kynni að hafa áhrif á íramtíð annarra dauðada'mdra fanga sem í haldi eru í Bandaríkjun- um. Sem kunnugt er krafðist Gilmore þess að hann yrði líf- látinn en hann var sekur fund- inn um að hafa myrt hótel- starfsmar.n i Salt Lake City sl. sumar. Að sögn ættingja Gilmores, sem fengu að heimsækja hann. var hann í góðu skapi og gerði að gamni sínu. Síðustu fréttir: Skömmu f.vrir klukkan níu að íslenzkum tíma var aftöku Gary Gilmores frestað um a.m.k. 40 daga. Var ákvörðun um þetta tekin eftir að hæstaréttardómarinn Ritter ákvað að kanna nánar hvort af- takan væri ólögleg, þar eð eng- in lög heimiluðu að hún færi fram á kostnað hins almenna skattborgara í Utah-ríki. Það voru nokkrir lögmenn dauðadæmdra fanga sem áfrýj- uðu málinu á þessum grund- velli, þar eð þeir telja aftöku Gilmores geta haft mikil áhrif á framtíð annarra dauða- dæmdra fanga í Bandaríkjun- um. Erlendar fréttir Tveir teknir fyrir njósnir Tveir- þegnar í Bandarikjun- um hafa verið handteknir, sakaðir um að hafa komið hern- aðarleyndarmálum í hendur sovezkra sendiráósstarfsmanna í Mexico City, að sögn tals- manna bandarísku alríkislög- reglunnar, FBI. 1 tilkynningu, sem gefin var út i Washington í gær, sagði að annar mannanna, Christopher Boyce, sem er 23 ára, hefði ver- ið handtekinn í Los Angeles í gær en hinn, Andrew Lee, sem cr 25 ára, hefði verið hand- tekinn sjötta janúar sl. í Mex ico Cit.v. Hafa báðir verið sakaðir um tilraunir til njósna fyrir erlent ríki og eiga yfir höfði sér stranga dóma. Tilkynning til viðskiptavina Verzlunin Krómhúsgögn, Grensásvegi 7, Reykjavík, hefur flutt að Smiöjuvegi 5 Kópavogi. Símar40260eða 43150 - ........ ..........-.. söfnun A77 A þingi Alþýöuflokksins siðastlibiö haust var gerð itarleg úttekt á eignum, skuldum og fjárhagslegum rekstri fiokksins. Var þetta gert á opnum fundi, og fengu fjölmiðiar öll gógn um málið. Hefur enginn stjórnmálaflokkur gert fjárhagslega hreint fyrir sinum dyrum á þann hátt, sem þarna var gert. Það kom i Ijós, að Alþýðuflokkurinn ber allþunga byrði gamalla skulda vegna Alþýðu- blaðsins. Nú um áramótin námu þær 8,4 milljónum króna að meðtöldum vangreiddum vöxtum. Happdrætti flokksins hefur varið mestu af ágóða sinum til að greiða af lánunum. Það hefur hinsvegar valdið þvi, að mjög hefur skort fé til að standa undir eðlilegri starfsemi flokksins. skrifstofu með þrjá starfsmenn, skipulags- og fræðslustarfi. Framkvæmdastjórn Alþýðuflokksins hefur samþykkt að hefja söfnun fjár til að greiða þessar gömlu skuldir að svo mikiu leyti sem framast er únnt. Verður þetta átak nefnt „Söfnun A 77” og er ætlunin að leita til sem flestra aöila um land allt. Stjórn söfnunar- innar annast Garðar Sveinn Arnason framkvæmdastjóri flokksins. Má senda framlög til hans á skrifstofu flokksins i Alþýðuhúsinu, en framlög niá einnig senda til gjaldkera flokksins, Kristinar Guðmundsdóttur eöa formanns flokksins, Benedikts Gröndal. Það er von framkvæmdastjórnarinnar. að sem flestir vinir og stuðningsmenn Alþýðu- flokksins og jafnaðarstefnunnar leggi sinn skerf i þessa söfnun, svo að starfsemi flokks- ins komist sém fyrst i eölilegt horf. Alþýðuflokkurinn Hastings-mótid: Glæsilegasti sigurinn í 55 ára sögu mótsins — Mótmælaaðgerðir Gyðinga í Hastings Sovézki stórmeistarinn Oleg Romanishin sigraði glæsilega á Hastings-mótinu sem lauk sl. laugardag. Hlaut Romanishin 1114 vinning af 15 mögulegum, sem er hæsta hlutfall vinninga sem kepp- andi hefur hlotið í 55 ára sögu hins alþjóðlega skákmóts í Hast- ings. Næstur að vinningum var Israelsmaðurinn Shimon Kagan, stórmeistari, með 9V4 vinning. Fékk hinn 25 ára gamli Roman- ishin óskipt 700 sterlingspunda fyrstu verðlaun á mótinu. Félag Gvðinga í Hastings efndi til móimælafundar fyrir utan strandhótelið þar sem skákmótið fer fram á meðan síðasta umferð- in var tefld. Hrópuðu göngumenn mótmæli og veifuðu borðum og fánum þar sem fordæntd var stefna sovézkra stjórnvalda í af- stöðunni til Gyðinga sem óska að ÚRVRL/ KJÖTVÖRUR OG ÞJÓnU/Tfi /i/allteitthvaó gottímatinn STIGAHLIÐ 45-47 SÍMI 35645 fíytjast úr landi í Sovétríkjunum. Mótmælagangan dró sig í hlé þegar loforð fékkst um það hjá starfsmönnum mótsins að bréf skyldi afhent Romanishin og fyrr- verandi heimsmeistara. Smyslov, sem einnig var meðal keppenda. Þessar mótmælaaðgerðir högg- uðu ekki sigurgöngu Romanishins og fór hann létt með Júgóslav- ann Mato Damjanovic í síðustu umferðinni. Þriðja sætið á Hastings-mótinu hlaut glæsilegur, ungur Banda- ríkjamaður, James Tarjan, 21 árs gamall. Má segja að Tarjan hafi staðfest lofsamleg ummæli sem um hann féllu fyrir mótið. Var jafnvel kveðið svo sterkt að orði að Tarjan væri einhver sterkasti skákntaður heimsins um þessar mundir.Tarjan hrifsaði til sín 'þriðja sætið í síðustu umferð- inni.Nýtti hann til þrautar óná- kvæma taflmennsku Simons Webb, Englandi. Mesta athygli i síðustu umferð- inni vakti skák Vukcevics frá Bandaríkjunum og Kraidmans frá Israel. í mun lakari stöðu að því er talið var. fórnaði Vukeevic hrók og fvlgdi fórninni eftir með óverjandi máti. Lokastaðan i Hastings-m’ótinu var þessi: 1. Romanishin. Sovétríkjunum. .11 Vz v. 2. Kagan, ísrael .............. 9 Vz v. 3. Tarjan, Bandaríkjunum........ 9 v. 4. -5. Adorjan, Ungverjal. og Smyslov, Sovétr.............. 8 v. 6. Miles, Bretlandi 7 Vi v. 7. -10. Damjanovic, Jugósl., Farago, Ungv.l., Vukcevic, Bandar., Swaig, Noregi......................... 6V2 v. 11.-12. Kaplan, Bandar., Whiteley, Bretl. 5 V; v. 13.-14. Kraidman, ísrael, Rumens, Bretl. 5 v. 15. Webb, Bretland 4 V2 v. BS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.