Dagblaðið - 17.01.1977, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 17.01.1977, Blaðsíða 11
DACBLAÐIÐ. MANUDAGUR 17. JANUAR 1977. að yngja upp vígvélar sinar. En jafnframt raskast nokkrir stjórnmálalegir og hernaðar- legir þættir í löndunum á Kyrrahafsströnd Suður- Ameríku. Frá sjónarhorni Perúmanna er vopnasölusamn- ingurinn fyrsta sönnun þess, að þeir muni kaupa vopn sín óháðir öllum hugtökum um austur og vestur, vinstri og hægri. Ríkin á Kyrrahafs- ströndinni hafa hins vegar ávallt áðuv keypt vopn sín af Bandaríkjamönnum eða öðrum vestrænum þjóðum. Herstjórnin í Lima, höfuð- borg Perú, sem hefur neitað að skýra frá vopnasamningnum í smáatriðum, leggur á það þunga áherzlu að þessi flug- vélakaup séu einungis gerð með varnarsjónarmið í huga. Fréttir hafa þó lekið út um að sanngjarnir greiðsluskilmálar hafi ráðið mestu um að þot- urnar voru keyptar frá Sovét- ríkjunum. Vegna þessa orð- róms boðaði forseti landsins, Francisco Morales Bermudez, til blaðamannafundar og sagði þar rneðal annars: „Sovétstjórnin bauð okkur flugvélar með skilmálum sem eru að öllu leyti ósambærilegir við það bezta sem vesturveldin hafa boðið okkur. Það er eina ástæðan fyrir þessum kaup- um.“ í því sem forsetinn sagði seinna kom fram hvað eftir annað að ekki væri hægt að túlka kaupin á nokkurn hátt þannig að Perústjórn vaéri að hallast meir að Sovétríkjunum og bandalagsþjóðum þeirra en áður. „Þetta eru reyfarakaup“ Vestrænar hernaðarheimild- ir segja að nær fullvíst sé að Sovétríkin ætli að selja Perú 36 Sukhoi 22 flugvélar. Þær eru hljóðfráar orrustuflugvélar og hafa aldrei verið seldar vestur f.vrir járntjald áður. Sömu heimildir segja, að Sovétmenn hafi boðið tíu ára greiðsluskil- mála með 2V4% vöxtum á ári og að samningurinn hafi hljóðað upp á 250 milljónir dollara. ,,Og þetta eru reyfarakaup," er haft . eftir þeim sem upplýstu fyrr- nefndar upphæðir. CTLL)J Sukhoi 22 hefur verið ao þróast smám saman allt frá miðjum sjötta áratugnum. Með þessum 36 vélum, sem Perú festi kaup á, er flugher lands- ins orðinn sá langsterkasti í Suður-Ameríku. Er við það bætist að landher Perú er einnig sterkur, þýðir það að landið ætti að hafa mestan her- styrk í álfunni fram á miðjan níunda áratuginn. Herinn hefur áður farið ótroðnar slóðir í flugvélakaupum Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem flugher Perú fer ótroðnar slóðir í flugvélakaupum. Hann var til dæmis sá fyrsti sem fékk brezkar Canberra og franskar Mirage þotur. Sukhoi 22 þot- urnar eru jafnvel taldar standa framar bandarísku Northrop F- 5 Freedom Fighter orrustuþot- unum, sem nú eru notaðar í chileanska flughernum. Þær vélar eru meira að segja full- komnari en yfirmenn Perúhers leituðu að í upphafi. „Þeir voru í upphafi jafnvel að hugsa um F-5 eða brezkar Hunter-þotur, en áttu ekki frekar von á að fá neitt í lík- ingu við þær,“ er haft eftir áreiðanlegum heimildum. Þó að Sukhoi þoturnar þarfn- ist eftirlits sovézkra tæknifræð- inga í upphafi er ekki búizt við því, að mikið sérfræðingalið verði sent til Perú. Flugherinn á nú um 30 sovézkar þyrlur sem 10 sérfræðingar sjá um viðhald á. Perú er nú orðið sterkara en Chile Perú og Chile, sem börðust innbyrðis fyrir um 100 árum eiga nú sterkustu heri 1 Suður-Ameríku. Chile hefur ekki haft nein stjórnmálasam- skipti við Sovétríkin síðan Salvador Allende var steypt af stóli árið 1973. Vegna skorts á almennum mannréttindum í landinu er nú fyrirsjáanlegt að vopnasala þangaó minnki í framtíðinni frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Hver er raunverulega skýringin? Haft er eftir vestrænum diplómat, að sú staðreynd hafi verið sovézkum stjórnvöldum ofarlega í httga, þegar vopna- sölusamningurin við Perú var gerður, þó að tíminn verði að leiða í ljós hvort skýringin sé í raun og veru sú að Perú sé að hallast meir að kommúnisma. Eigi að siður hljóti það að valda nágrannríkinu — Chile — áhyggjum að vera skvndilega ekki lengur númer eiti hern aðarlega séð i Suður-Arrieríku. > ' \ Dýrkeypt feimni — eða hvað? Fyrir nokkru var sýnd hér í borg kvikmynd, sem heitir Þetta gæti hent þig. í myndinni var fjallað á raunsæjan hátt um kynsjúkdóma, hættuna á sýk- ingu og það, að aldrei sé of varlega farið í kynferðismálum. Það vakti undrun, hve skyndilega var hætt að sýna myndina. Hún var það góð, að mér þótti ekki einungis, að það ætti að sýna myndina lengur, heldur ætti að nota hana sem fræðslumynd fyrir unglinga, og því lítt skiljanleg sú ákvörðun að banna hana börnum yngri en 14 ára. Ég vænti þess, að einhverjir sem stýra heilbrigðismálum þessa lands, hafi séð myndina og séu mér sammála um, að þetta hafi verið mjög fræðandi mynd um þessi mál. Það er mín skoðun, að myndin hafi verið unnin af ábyrgum aðilum og þeim hafi tekist á virðingar- verðan hátt að sníða hjá klámi, án þess þó að sleppa kynlífs- þættinum. Félagsfræðinemar við Háskólann gerðu könnun á því i'Tónabæ, hvenær kynlífssam- band hæfist hjá unglingum. Kom í ljós, að stór hluti 14 ára unglinga er kominn í slíkt sam- band. Hvort sem fólki líkar það betur eða verr, eru staðreyndir ekki til að ganga fram hjá þeim. Það er því augljóst, að full þörf er á kynfræðslu, strax á 13 ára aldri. Ég er sammála mönnum í því, að það beri að fara varlega í þessi mál og vanda til þeirra eins og kostur er. Varlega er allt annað en að gera ekki neitt. Ég minnist þess að hafa séð kvikmynd í gagnfræðaskóla, sem fræðsluyfirvöld gengust fyrir að sýnd yrði. Hún hét Kjallarinn Einar G. Harðarson Dagar víns og rósa. Fjallar hun um áfengisvandann og afkima hans. Vafasamt væri að draga það í efa, að sú mynd hafi verið til góðs og uppfræðslu fyrir alla þá, sem hana sáu. Fræðsla sú, sem gagnfræða- skólanemar fá um kynferðis- mál í dag, er höndluð með slík- um vettlingatökum, að það má líkja því við frækorn sem lagt er á stein til að dafna. Ekki er að vænta fræðslu frá foreldrum almennt, enda ú'r sömu skólum og eðlilega sem einstaklingar misjafnlega til þess fallnir að fræða aðra um þetta mjög svo vandmeðfarna mál. Hér eru á ferðinni það alvar- legar gjörðir, að feimni og mis- túlkun mega ekki verða fram- gengni þess til trafala. 7 smitfelli ó dag? Ófá börn gjalda pessa á hinn raunalegasta hátt, þar sem æ fleiri ungar stúlkur og piltar sitja uppi sem foreldrar lítt eða óbúnir til barnauppeldis. Án efa er stór þáttur þessa vajida skortur á fræðslu og aðgengi- legri fyrirgreiðslu þeim til handa, sem í hlut eiga, til að kunna að forðast þessi slys, ef svo má að orði komast. Kynsjúkdómar eru sivaxandi vandamál í heiminum. I Banda- ríkjunum eru smittilfelli 2,5 milljónir á ári. Hérlendis myndi slíkur fjöldi þýða um 7 smittilfelli ' á dag, allt árið miðað við fólksfjölda. Sjúk- dómar, sem hér er um að ræða, valda dauða og örkumlum ef ekki er brugðist nógu skjótt við þeim. Slíkt gerist einkum, ef fólk þekkir ekki einkenrri þeirra. í Heilsuverndarstöð Reykja- víkur er starfandi kynfræðslu- deild til að fræða og ráðleggja fólki um þessi mál og einnig deild til að lækna þá sjúkdóma sem upp kunna að koma af þessu tagi. Því miður leitar fólk ekki þangað almennt í fræðslu- skyni og síst unglingar. Stafar það einkum af feimni, hræðslu eða af gróusögum, sem ganga um kynsjúkdóma. Það er þvf engan veginn fullnægjandi að- gát höfð í þe'ssum málum. Vil ég því beina þeim spurningum til heilbrigðis- og fræðsluyfir- valda: Hvers vegna var um- rædd kvikmynd ekki notuð sem fræðslumynd? Hafa þau bptri áform í huga til bóta? Ef svo er, hver eru þau? Betra er að byrgja brunninn... Einar G. Harðarson, námsmaður. Ef maðurinn hefði ekki ráðizt í að byggja, hefði hann að líkum notað tekjur sínar til eyðsluþarfa, eins og áður, engin aukavinna hefði skapað verð- mæti og dýrtíðin gat ekki aukið krónutal á eign sem ekki var til, þannig lít ég á málið. Þjóðlegur óœtlanabúskapur Það sem er aðalgallinn við hugmyndir þínar er að þær eru ekki framkvæmanlegar i því þjóðskipulagi, sem við búum við. Til þess að framkvæma slíka byltingu, sem hér um ræðir, yrði að taka upp áætlunarbúskap í öllum grein- um atvinnulífsins, sem stjórnað yrði með harðri hendi af öflugu ríkisvaldi. Eg hefi litla trú á að svo verði í náinni framtíð, enda hefir þú sjálfsagt engan áhuga fyrir því, og þá er að reyna það næstbesta til að bjarga fiskistofnum frá eyðingu og þar með þjóðinni allri frá eymd og volæði. Lokum uppeldis- stöðvum fisks F.vrsta skilyrði fyrir fram- kvæmdum í þessum efnum. var og cr að losna við alla útlend- inga af miðunum við landið, sem nú er í sjónmáli, ef stjórn- völd hregðast ekki. Kjallarinn Ólafur Á. Kristjánsson Þín hugm.vnd að loka alveg fvrir veiðar á þeim svæðum, sem fiskur hefir uppeldi sitt á, er að sjálfsögðu best til árangurs. En sú leið, sem þú leggur til, að þeir, sem möguleika hafa til þess að afla fisks á öðrum stöðum við landið verði látnir greiða til uppihalds þeim, sem fyrir áföllum yrðu, vegna þess- ara aðgerða, fær ekki staðist. Utgerðarmenn rnundu hrein- lega leggja skipum sínum með samþykki sjómanna, þar til slík kvöð yrði aftur tekin. Þjóð- félagið í heild verður að styðja við bakið á þessu fólki, en ekki jiokkrir einstaklingar. Ef ætti að fara selja sjómönnum at- vinnuleyfi fyrir of fjár, verður það sama að ganga yfir þá sem á þurru hirða sínar tekjur, ann- að er útilokað. Fiskurinn í sjónum í kring- um landið er eign allra þeirra Islendinga, sem hafa vilja og getu til þess að veiða hann og annarra ekki. Skvnsamlegum reglum um friðun svæða í stuttan eða lang- an tíma verða menn að beygja sig f.vrir en öðru ekki. Seiðadróp Eitt af því sem vinnur gegn viðhaldi fiskistofna er það sem sjófuglar éta. Það væri fróðlegt að fá tölur yfir það frá fugla- fræðingum, umreiknað í full- þroska fisk. Mér dettur í hug súlan í Eldey og víðar, sem nú lifir eins og heilagar kýr á Indlandi, þar sem hún hefir verið svo strang- lega friðuð í mörg ár, að ekki má taka ljósmyndir af mergð- inni án þess að verða sekur fundinn og krafinn um 30 þúsund króna sekt. eins og átti sér stað, þegar nokkrir Vest- mannaeyíngar fóru þarna upp og tóku myndir. Hvað skvldi nú sá fugl evða mörgum seiðum á ári eða skips- förmum ef umreiknað væri í fullþroska fisk? Fyrr á árum voru sóttir margir bátsfarmar af súluunga á hverju hausti, og var þó nóg eftir handa fagurfræðingum og fuglafræðingum til að dást að. Sennilega ætti að fara á hverju hausti á þyrlu með vél- byssu og skjóta hæfilegan skammt af mergðinni, sem er svo mikil, að sagt er að fuglinn velti út af eynni vegna þrengsla. Það væri einn liður í að bjarga þjóðinni frá fiskileysi og vesöld. Sama væri víst þörf á að gera við Látrabjarg og víðar þar sem iiætt er við að nytja fugl. Mávur og veiðibjalla eru aó verða landsplága, sem full þörf væri á að vinna gegn. Þá hefir verið talað um að selur þyrfti drjúgan skerf til sinna þarfa. Sumir telja, að hagnaður af rækjuveiði inn- fjarðar éti sig upp með seiða- drápi við veiðarnar. Talað er um, að rétt væri að taka hrogn og svil úr stærsta fiskinum, sem veiddur er á got- stöðvum, og henda því í sjó. Erfiðir tímar Það eru óneitanlega erfiðir tímar í þessum efnum, að það skuli fylgja því nokkur sökn- uður, þegar fiskiskip okkar Iföma með óvenjulegan afla, vegna þess hve fiskurinn er smár, og ekki farinn að skila sinu til framhalds lífsins. En skilningur manna fer nú ört vaxandi um þessi mál öll, og sjómenn líta þetta allt öðrum augum, að friða fisk til uppeld- is fyrir þá sjálfa. En fram að þessu hefir stór hluti farið í útlendinga, sem einskis svífast að drepa það sem lífsanda dregur, því þeir eru að ræna annarra manna akur. Að fækka skipum þýðir ein- faldlega minni afla, og það er að sjálfsögðu gott til vaxtar fiskistofna. En þetta er nú aðal lifibrauð þjóðarinnar. Það er mikil villa að halda það, að 25 bátar kæmu með fullfermi af fiski þaðan sem 50 bátar koma með hálffermi, eins og sumir vilja reikna. Það er ekki sama og 25 bílar með fullfermi af möl geti komið með sama magn og 50 bílar kæmu með hálffermi. Þarna er eitt dæmi um reiknikúnst sem ekki stenst veruleikann. Ég fer nú að slá botn í þetta bréf. Það verður enginn auð- lindaskattur á sjómenn eða kaupmenn að sinni. En vonandi á þetta allt eftir að lagast, ef útlendar skuldir fara ekki mikið fram yfir fjár- lög hverju sinni, en þær eru nú víst að nálgast það mark núna. Vinsamlegast. Ólafur A. Kristjánsson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.