Dagblaðið - 17.01.1977, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 17.01.1977, Blaðsíða 22
22 JDAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 1977. SVLVANIA Flúrpípur fyrirliggjandi íeftirtöldum litum og stærðum 40 watt W „white“ 40 watt WW „warm white“ 40 watt WWX „warm white deluxe" 40 watt CW „cool white“ 40 watt GRO gróðurpípur 20 watt W „white“ 20 watt WW „warm white“ 20 watt WWX „warm white deluxe“ 20 watt CW „cool white“ 20 watt GRO gróðurpípur 15 watt W „white“ Hringpípur: 22 watt W „white“ 22 watt WW „warm white“ 22 watt WWX „warm white deluxe“ 32 watt W „white“ 32 watt WW „warm white" 40 watt W „white“ 40 watt WW „warm white“ Ræsar: allar stœrðir Hið hagstæða SYLVANIU verð (i. borstein^nn <K: Johnson h.f. Armúla 1 . Siriti !á b l' Jí 3 ARNARBORGIR OG SKÝJAKUÚFAR —heimatilbúnar eldgildrur Austurbæjarbio: The Towering Inferno. A^ðalhlutvork: Steve McQueen, Paul New- man, Faye Dunaway, William Holden, Fred Astaire og Richard Chamberlain. Leikstjori: John Guillermin. Tonlist: John Williams. Bandaríkjamenn geröu kvik- myndina The Towering In- ferno — um baráttu'slökkvi- liðsmanna í San Fransisco viö slökkva í 135 hæða skýja- kljúf úr gleri. Baráttan við eyð- andi vítislogana var vonlaus — undirstrikaði vanmátt manns- ins í baráttu við höfuðskepn- una — eldinn — í eldgildru sem maðurinn sjálfur hafði bú- ið sér. Rétt eins og Titanic forð- um átti ekki að geta sokkið átti hinn 135 hæða glerturn ekki að geta brunnið. Snilld og hæfni mannsandans átti að sjá fyrir því — sjálfumgleði mannsins taldi sér að minnsta kosti trú um slíkt. Skömmu eftir að Austurbæj- arbíó hóf sýningar á The Towering Inferno — sem raun- ar allar götur síðan hefur verið sýnd við húsfylli — kom upp reykur allnokkur í stórhýsi í Reykjavík — Arnarborginni svonefndu við Æsufell. Þar háði slökkviliðið grátbroslega baráttu við höfuðskepn- una — þó ekki væri eldurinn magnaður en reykurinn þeim mun meiri. Fjöldi borgarbúa fylgdist með starfi slökkviliðs- ins okkar — þar sem slökkvi- liðsmenn þvældust hver fyrir^ öðrum eins og höfuðlaus her — broslegar aðfarir slökkviliðs- manna við að koma stigabíl fyr- ir við hlið hússins en bros borg- aranna stirðnuðu í nepjunni. Fjöldi fólks var í húsinu en þrátt fyrir það var tæki nokk- urt á slökkvistöðinni til áð fylla súrefnistanka reykgrímanna ekki sótt — jú, slökkvistjórinn okkar sagði nefnilega að ekki Eldurinn fer ekki í manngreinarálit — eyðandi hversem i hlut á. járnbent steinsteypa í einingum Traustar sperrur og tréverk, og traustir menn til að reisa húsin. Ná- kvæm stöðlun framleióslu okkar þýðir ekki, að öll húsin verði eins, heldur það, að allir hlutar framleiðslunnar falla nákvæmlega inn í þá heild, sem þið veljið. Það eru margvíslegir mögu- leikar á fjölbreytni í útliti húsanna og innréttingum. Traust og fjölbreytileg einingahús. Vió framleiðum bæði stór og smá hús, atvinnuhúsnæði, bílskúra og ein- býlishús eða raðhús. Einingabygg- ing sparar ómetanlegan tíma, fé og fyrirhöfn, bæði verktökum og atvinnu- mönnum í byggingariðnaði og öðr- um húsbyggjendum. HÚSASMIÐJAN HF Súðarvogi 3, Reykjavík. Sími 86365. Kvik myndir HALLUR HALLSSON vs hefði verið hægt að hafa tækið á brunastað vegna flutningaerf- iðleika, jú, sjáið, ekki er hægt að færa tækið úr stað nema með einhvers konar dráttartæki — t.d. bíl — en slíkt á slökkviliðið ekki og þykir slökkvisíjóra ekk- ert tiltökumál. Já, svör embættismannsins voru furðuleg í sjónvarpinu. Og jú, hann sagði meira að segja að þeir í slökkviliðinu hefðu verið orðnir uggandi vegna þess að tjón á árinu voru fyrir neðan meðallag! Á milli orða slökkvistjóra mátti lesa — þeir í útlöndum ráða ekki við stórbruna — hví ættum við hér á Islandi að ráða við bruna í 8 hæða Arnarvirki? — en það finnst slökkvistjóra ofureðlilegt — það er ef höfða- talan margfræga er tekin. I út- löndum ráða menn ekki við; stórbruna í 135 hæða blokk — á íslandi ráðum við ekki við eld í 8 hæða blokk — jafnvel þó að mestu sé einungis um reyk að ræða. En sjálfsagt gera þeir aldrei kvikmynd um frammi- stöðu Slökkviliðs Reykjavíkur við Æsufell. Stórbrunar hafa orðið er- lendis í skýjakljúfum og fjöl- býlishúsum, sem hafa reynzt sannkallaðar eldgildrur, og af- leiðingarnar hafa verið hroða- legar. Við hér heima á Fróni höfum byggt taisvert af háum fjölbýlishúsum — nái eldurinn að breiðast út þá er voðinn vís. Af frammistöðu slökkviliðsins við Æsufell og í Aðalstræti geta reykvískir skattgreiðendur ráð- ið að ekki sé hægt að treysta um of á Slökkvilið Reykjavíkur — jú, sko kannski verða ekki nógu margir á vakt er eldurinn kem- ur upp! Þessar hugleiðingar — og aðrar svipaðar leituðu á hug- ann eftir að ég sá myndina The Towering Inferno. Þar endur- speglaðist vanmáttur mannsins gegn höfuðskepnunni — eldin- um. Endilega, ágæti lesandi — skrepptu endilega í Austurbæj- arbíó, þó ekki væri til annars en að augu þín mættu opnast fyrir eyðileggingarmætti elds- ins — ef og þegar hann sleppur laus — þessi þarfi þjónn sem stundum tekur húsbóndavaldið með hroðalegum afleiðingum. Þar við bætist að myndin er hin ágætasta skemmtun — spenn- andi og ,,tragísk“ í senn, en þar er meira að segja rúm fyrir rómantíkina. h. halls. Arkitektinn, Paul Newman, og slökkviliðsstjórinn Steve McQueen.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.