Dagblaðið - 17.01.1977, Blaðsíða 31

Dagblaðið - 17.01.1977, Blaðsíða 31
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR.17. JANUAR 1977. Utvarp Sjónvarp Það cr Ashkcna/y scm stjórnar Sinfóniuhljómsvcit tslands. DB-mynd Arni Páll Útvarpið í kvöld kl. 22.45: Frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands Rakhmaninoff sinfónfa nr. 2 Vladimir Ashkenazy stjórn- aði Sinfóníuhljómsv. íslands í Háskólabíói á fimmtudaginn. Seinni hlutann af þeim hljóm- leikum fáum vió að heyra í kvöld. Ashkenazy er nýkominn úr tónleikaför um Bandaríkin þar sem hann lék með ýmsum hljómsveitum auk þess að halda sjálfstæða hljómleika i Carnegie Hall. Þótt Ashkenazy sé vitanlega aðallega einleikari hefur hann þó oft stjórnað Sinfóníuhljóm- sveit íslands og nokkrum sinn- um öðrum hljómsveitum. Einleikari á hljómleikunum var Boris Belkin, sem fæddist í Rússlandi árið 1948. Hann var ekki hár í loftinu þegar hann kom fyrst fram opinberlega sem fiðluleikari eða aðeins 7 ára gamall. Hann hefur leikið víða um lönd og þykir afbragðs- góður. Spiluð verður sinfónia nr. 2 í e-moll op. 27 eftir Sergej Rakh- maninoff. Jón Múli Árnason kvnnir. EVI Útvarpið i kvöld kl. 19.40: Um daginn og veginn Er spillingin fyrst nú að koma upp á yfirborðið? „Ég mun ræða um þróunina á síðasta ári í sambandi við spillinguna. Þessi vandamál eru auðvitað ekki ný á nálinni, og ég ætla ekki að rekja atburð- ina heldur velti ég því fyrir mér hvort þetta sé ekki hluti af stærri þróun sem er að koma núna fyrst upp á fyrirborðið,“ sagði Árni Bergur Eiríksson iC Arni Bergur Eiriksson for- stjóri mun ræða um daginn og veginn í kvöld. DB-m.vnd Sv. Þorm. sem ræðir um daginn og veginn í kvöld. Þá mun Árni einnig tala um byggðavandamál, ekki aðeins í landsbyggðinni, því að hann telur að ekki sé síður um vanda- mál af þessu tagi hér á höfuð- borgarsvæðinu. Árni er í stjórn Neytenda- samtakanna og minnist á ýmis vandamál þeirra. Þau eru ekki eins sterk og þau gætu verið, enda svelt peningalega. Það finnst Árna að sumu leyti neyt- endum sjálfum að kenna þar sem samtökin séu lýðræðislega uppbyggð. Með þvi að ganga í þau geti menn bezt styrkt þau. Þá mun Arni gera grein fyrir mætti ýmissa neytendasamtaka úti í heimi. Sama mátt gætu þau haft hér væru þau efld. m NÝKOMIÐ: Skálmabuxur, bómull, nr. 38—50 ...................Kr. 456.00 Síðar buxur úr skozku eingirni ...................Kr. 1.760.00 Langerma bolir úr skozku eingirni ................Kr. 1.600.00 Brjóstahöld frá Abecita ..........................Kr. 2.075.00 Verzlunin MADAM Glæsibæ - Sími 83210 31 Bankas(rœh9 sími 11811 naglabyssa Vestur- þýzk gæöavara Naglar með skrúfgangi Naglaran ■ skrufgangs Skot?3geröir S-3 meðogán hljóðdeyfis Mjög hagstætt verð (i.3/14 — 6.3/10 — 6.8/11 Sverrir Þóroddsson & Co. Tryggvagötu 10 — Símar 23290 og 26390 Umboðsmenn úti álandi: Akranes: Gler og Málning Þingeyri: Tengill. Bolungarvík: Jón F. Einars- son. Hvammstangi: Kaupfél. V - Húnvetninga Blönduós: Kaupfél. Húnvetninga. Siglufjörður: Einco h.f. Dalvik: Bílaverkstæði Dal- vikur. Akureyri: Atlabúðin. Húsavík: Grímur og Arni. Egilsstaðir: Gunnar Gunnarsson. Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga. Selfoss: M.M. (Magnús' Magnússon) Keflavík: Stapafell. Hafnarfjörður: Verzl. Málm- ur. Reykjavík: J. Þorláksson & Norðmann.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.