Dagblaðið - 17.01.1977, Blaðsíða 32

Dagblaðið - 17.01.1977, Blaðsíða 32
Mikil loðnuveiði og fitumagnið enn hátt: 37 ÞUSUND TONNA FORSKOT A VERTIDINA fyrstu loðnunni var landað 17. jan. ífyrra Síðan loðnuvertíðin hófst, nú milli jóla og nýárs, hafa veiðst um 37 þús. tonn af loðnu en í fyrra hófst loðnuvertíðin um 17. jan- úar, þannig að allgott forskot er nú fengið miðað við það ár. Forskotið er meira en tonnatal- an segir til um því loðnan sem nú hefur veiðzt er mun fitumeiri en loðna sem veiðist síðar á vertíð- inni og þannig getur verðmæti loðnunnar nú verið allt að helm- ingi meira en í lok vertíðarinnar, miðað við sama magn. Um miðjan dag í gær höfðu 23 bátar tilkynnt Loðnunefnd um afla upp á 9.400 tonn frá miðnætti áður og var búizt við að þeir lönd- uðu þeirri loðnu á Seyðisfirði og Neskaupstað en vegna veðurs var ekki hægt að landa á Vopnafirði. 2 þús. tonnum átti að landa á Raufarhöfn og eitt þúsund á Siglufirði. Nú er loðnan út af na horni landsins og aðeins byrjuð að beygja til suðurs með Austfjörð- um. Fara landanir því að aukast á Austfjörðum. Sigurður RE var í gær á leið til Vestmannaeyja með 1100 tonn en skipið sækir þangað nýja nót í leiðinni. Fitumagn síðustu sýna er um 13%. -G.S. LISTAFÓLK SKAUTAR UM MELAVÖLUNN í GLAMPANDIJANÚARSÖL Suðurnes: Lögreglumenn lýsa stuðn- ingi við Hauk Guðmundsson Lögreglumannafélag Suður- nesja gerði á föstudagskvöldið ályktun þar sem lýst er yfir stuðningi við llauk (iuðmunds- son rannsóknarlögreglumann, sem vikið hefur verið frá störfum og sviptur hálfum launum sínum.Samþykktiner á leið til fjölmiðla en hafði ekki borizt í mo'gun. I simtali við Skarphéðin Njálsson. formann félgsins. fékk Dagblaðið þær upplýsingar að í yfirlýsingunni væri vísað til laga félagsins og markmiðs þess, sem er að styðja við bakið á félagsmönn- uni meðan ekki sannast sök þeirra eða eitthvað það sem gerir lögreglumann brotlegan i starfi. þúsund króna mánaðarkaupi. Og það er illa farið með mann eða jafnvel mjög illa ef sök hans sannast ekki og hann er slíkum aðferðum beittum. -ASt. Jafnframt er lýst yfir andúð á öllum ólögmætum vinnuað- ferðum. hvar sem þær koma fram. Skarphéðinn kvað það álit meirihluta félags'manna að aðferðir þær sem beitt hefði verið gegn Hauki hefðu ekki verið tiðkaðar. Enginn lifir á 53 Það var ekki amalegt veðrið i gærdag á höfuðborgarsvæðinu. Landslagið glóði i janúarsól loga- gyllt, töfrandi og seiðandi. Fólk fann hjá sér hvöt til að bregða sér úr húsi, enda þótt ,,hita“mælar sýndu nokkurt frost. Umferð var mikil um Reykjavíkursvæðið og sumir héldu til fjalla í leit að skíðasnjó, en því miður er lítið um hann enn sem komið er. Á skautasvellum sem Reykjavíkur- borg útbýr var mikið fjölmenni. Ungir og gamlir léku þar listir sínar. Athyglisvert var að sjá vestur á Melavelli, hvað eldra fólkið kann fyrir sér af skauta- listum. Guðmundur Rósmundsson (litla myndin til vinstri) er Vest- firðingur og sýndi miklar kúnstir. Og að gömlum og góðum sið skautuðu þau saman í Ijúfum dansi þessi tvö á myndinni til hægri. Og ekki þarf að taka fram að skautalistin er fyrir alla fjölskyld- una. Á stóru myndinnl eru mæður að kenna börnum sínum fyrstu, og erfiðustu, sporin í skautaíþrótt. (DB-mynd Bjarn- leifur). Krafla: Skjálftunum hef ur ekki fjölgað — einn mældist 3 stig ígær Kl. 10 í morgun höfðu 70 skjálftar mælzt síðan kl. 15 í gær, eða álíka margir og sólarhringinn áður, þannig að útlit er fyrir, a.m.k. í bili, að skjálftum sé hætt að fjölga þótt þeir séu mjög marg- ir. Þeir eru einnig heldur smærri nú og mældust 12 skjálftar frá miðjum degi í gær fram á morgun nú á styrkleikabilinu 2 til 2,3 stig. Er það álíka fjöldi skjálfta yfir tvö stig og sólarhringinn á undan, en laust fyrir hádegið í gær mæld- ist einn skjálftanna 3 stig og fundu menn í starfsmannabúðun- um við Kröflu hann greinilega. Hjörtur á skjálftavaktinni vildi engu spá um hvort skjálftavirkn- in væri eitthvað í rénun , skjálft- arnir kæmu í hrinum og þannig gæti þeim fjölgað verulega á skömmum tíma. Nú eru aðeins um 30 manns á vinnusvæðinu, þar sem helgarfrí var um helgina, en á morgun verður mannskapurinn væntan- lega orðinn 170 manns. -G.S. m frjálst, úháð daghlað „Ég fer ekki í Sölunefndina” segír Magniís Bjarnfreðsson Magnús Bjarnfreðsson biður þess getið, að hann sé ekki meðal umsækjenda um stöðu forstjóra Sölunefndar varnarliðseigna. Kveðst hann ekki koma til álita við ráðningu í það starf. Tilefni þessarar athugasemdar ft'agnúsar Bjarnfreðssonar er frá- si gn DB sl. laugardag þar sem srigt er að vegna þeirrar leyndar sem hvíli yfir því hverjir sæki um : ðurgreint starf, séu á lofti get- í átur um hver það muni hljóta. Var þess og getið, að margir teldu iMagnús nú líklegastan til að verða hinn útvalda. BS. Hiísavík: Menn gripu skíðin og fóru fyrir húshornið Húsavíkurlögreglan átti rólega helgi og Húsvíkingar sinntu frem- ur rólegum skemmtunum og hollri útivist en ærslum og ófriði. Sunnukvöld var haldið í félags- heimilinu á laugardagskvöld, með tilheyrandi grisaáti. Þar fór allt vel fram. I gær þyrptust Húsvíkingar tugum eða hundruðum saman í skíðabrekkurnar i Húsavíkur- fjalli. Þeir þurfa heldur ekki langt að fara. Fyrsta skíðalyftan er innan við 200 metra frá hótel- inu. Ágætis veður var og nutu menn útiverunnar og ágætis skíðafæris. -ASt. Skárustog mörðust í bílveltu Bílvelta varð I gærkvöldi upp úr klukkan tíu á Reykjanesbraut, rétt sunnan við Vogaafleggjar- ann. Tvær konur sem í bílnum vor« slösuðust nokkuð, bæði mörðust og skárust. Voru þær fluttar í sjúkrahús. Bíllinn fór mjög illa, hefur sennilega farið fleiri en eina veltu og lenti í stórgrýtisurð. Er hann talinn gjörónýtur. Var hér um að ræða Cortinu-bifreið af eldri gerð. -ASt. Haukur Guðmundsson. Rætt við Friðrik Ólafsson á Hoogoven-mötinu \Wijk aan Zee: Geller efstur eftir þrjár umferdir — Stórmeistarajafntefli hja FriðriK — tap hjá Guðmundi ,,Eg hefi kannski verið með aðeins skárra tafl á móti Kura- jica en augljós uppskipti fram- undan leiddu til þess, að við sömdurn um jafntefli eftir 17 leiki," sagði Friðrik Olafsson í viðtali við DB eftir þriðju um- ferðina i gær. ..Það fór eiginlega illa hjá Guðmundi, að hann skyldi tapa f.vrir NikOlac," sagði Friðrik. Hann kvað Guðmund hafa fórn- að og átt jafnfefli í skákinni þegar hann laldi sig s.já eitt- hvað betra. ..Það revndisl tál- sýn." sagði Friðrik. Aðrar skákir úr þriðju um- ferð fóru þannig: Geller—Barczay:l-0 Kavalek—Timman: 'h-'A Miles—Böhm: Biðskák. Böhm á peð yfir og a.m.k. jafntefli. Sosonko—Ligterink: Biðskák. Liklegur vinningur hjá Sos- onko. Staðan í Hoogovens-mótinu i Wijk aan Zee í Horiandi eftir þrjár umferðir er þannig: 1. Geller. Sovét.: 24 vinning. 2. Kurajica, Júgóslavía,: 2 vinn- ingar. 3. -4. Sosonko og Böhm, Hollandi: 14 vinningur og bið- skák. 5.-6. Friðrik og Timman. Hollandi: 1'4 vinning. 7. Miles, Bretland: 1 vinningur og biðskák. 8.-10. Guðmundur, Kavalek, Bandar., Nikolac, Júgósl.: 1 vinningur. 11. Ligterink, Hollandi: 4 vinn- ingur og biðskák. 12. Barczay. Ungverjal.: 4 vinn- ingur. í- dag, mánudag, eiga kepp- endur frt. Á morgun, þriðjudag, teflir Friðrik (svart) við Nikolac og Guð- mundur (svart) viðTimman. í fyrstu umferðinni áttust þeir við Friðrik og Guðmundur og gerðu jafntefli. í annarri umferð varð jafntefli hjá Frið- rik og Böhm og einnig hjá Guð- mundi og Kurajica. BS MÁNUDAGUR 17. JANUAR 1977. >;-4 ÁA3 V A Æ & W A

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.