Dagblaðið - 17.01.1977, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 17.01.1977, Blaðsíða 17
DACBI.AÐIt). MAXUDAGUR 17. JANUAR 1977. 17 Kaupioekki köttinn í sekknum NÚ GILDIR AÐEINS RÖKRÉTT HUGSUN. LITSJÓNVARP KOSTAR MARGRA MÁNAÐA LAUN. ÞAÐ MÁ EKKI RASA AÐ NEINU, EKKI LÁTA TILFINNINGARNAR RÁÐA, EKKI LÁJA BERAST MEÐ STRAUMNUM. NÚ SKAL TEKIN SJÁLFSTÆÐ, YFIRVEGUÐ ÁKVÖRÐUN. Litsjónvarp hefir einn meginkost umfram þaö svarthvíta. Fyrir þenn- an eina kost vilja margir greiöa hátt verö. Of margir, segja sumir. Þaö metur þú sjálfur hvort rétt sé. Viö teljum þaö hins vegar í okkar verkahring aö benda þér á annað sem athuga þarf ef þú ert aö hug- leiða Jitsjónvarpskaup. Litsjónvarpi fylgja vandamál, önnur og öðruvísi en áöur var aö venjast. Ef eitthvaö bilar eru t.d. varahlutir dýrari (myndlampinn einn kostaöi allt að 100.000 krónur síðast, hver veit hvaö þaö verður næst?). Öll stilling er vandasamari þvi litkerfiö er allt næmara en þaö svarthvíta (skilyröin hjá næsta nágranna þín- um geta jafnvel veriö önnur en hjá þér sjálfum). Og, satt aö segja, vit- um viö ekki enn hvaöa sérstakir erfiðleikar kunna aö koma í Ijós viö margháttaðar íslenskar aðstæður. ÞAÐ ER AÐEINS TIL EITT RÁÐ VIÐ ÞESSUM VANDA: AÐ KAUPA ÖRUGGT MERKI MEÐ LANGRI ÁBYRGÐ ÞAR SEM ÞJÓNUSTAN ER GÓÐ. Viö höfum lagt metnaö okkar í aö svara þessum kröfum. Nú bjóöum viö: TVÖ GÓÐ MERKI: Þriója hvert litsjónvarp sem nú er selt í Vestur-Þýskalandi er frá GRUNDIG. Hvaö segir þaö þér ef erfiðustu kaupendur heims halla sér í svo rikum mæli aö einni teg- und? SABA tækin eru gerö í Svarta- skógi þar sem menn leggja stolt sitt í gæöin. SABA útvarpsvörur hafa aldarfjórðungs reynslu hér- lendis. SJÖ DAGA SKILAFRESTUR: Þú getur keypt hvort merkiö sem er. Ef þér líkar ekki tækiö máttu skila þvi til okkar og fá peningana þina til baka. Þú hefur viku til um- hugsunar. ÞRJÁTÍU DAGA RÉTTURINN: Ef tæki bilar fyrsta mánuöinn tök- um viö þaö aftur og látum þig hafa annaö eins i staðinn, (svo fremi sem þaö er til). LENGRI ÁBYRGÐ: Árs ábyrgö er á hverju tæki eins og lög gera ráö fyrir. Ef þaö bilar greiðum viö efni og vinnu. Auk þessa ábyrgjumst viö aö mynd- lampinn (þessi dýri, muniö þiö?) endist og starfi eölilega i fimm ár. Ef hann bilar færöu nýjan. EINFALT TÆKNIMÁL: Einingaverk nefnum viö nýja, ein- faldari samsetningu sjónvarpstækja, sem bæöi GRUNDIG og SABA nota. Verkiö er sett saman úr 12-17 einingum. Ef ein þeirra bilar skipt- um viö um. Svo einfalt er þaö. Þetta styttir viðgerðartímann, þú færö örugga þjónustu meðan þú bíöur. Fjögur töfraoró látum viö svo fylgja, þaö er óþarft aö láera þau, nægir aö vita aö þessi galdratæki eru öll á sinum staö í GRUNDIG og SABA sjónvarpstækjunum. ”IN LINE SYSTEM”. Ný, gjörbreytt gerö myndlampa sem gefur skarp- ari litmynd og er ekki eins hætt viö vanstrllingu og eldri geröum, t.d. viö flutning. "THYRISTOR” er arftaki smárans (transistorsins), gegnir sama hlut- verki en er miklu seigari og endist betur. Hann er í GRUNDIG tækjum þar sem mest mæöir á og smárar hafa enst hvaö skemmst. "COLOR KILLER" er sjálfvirkur rofi sem breytir í svarthvita mynd er óhagstæö skilyröi eöa vanstilling hindra eölilega birtingu i lit. "AUTOMATIC VOLTAGE” er spennu- stillir sem jafnar sveiflurnar sem veröa tíðum í rafkerfinu og hlifir tækinu viö því álagi og sliti sem því fylgir. ERTU ENN AÐ HUGSA UM SVARTHVÍTT? Já, hversvegna ekki? Þaö er marg- ra mat, miðaö viö hag og horfur, aö ekki sé tímabært nú aö drifa sig í "litinn”. Spurningin er aöeins sú hvort aðstæðurnar breytast fyrr en varir og þú kunnir aö sjá eftir öllu saman. Jæja, viö bjóöum þér þetta: Innan þriggja ára tökum viö óskemmt svarthvítt tæki, keypt hjá okkur, upp i viö kaup á nýju lit- sjónvarpi, aö sjálfsögöu meö eðli- legri afskrift. Þetta veröur aö nægja aö sinni um GRUNDIG, SABA og þjónustuna hjá okkur. Nú bjóöast þér líklega ein átján merki önnur, hjá níu verzlun- um eöa svo, sem þú kannt aö vilja gera samanburö á. Já, taktu þér góóan tíma. Kauptu nú ekki köttinn i sekknum. Þegar þér hentar erum vió reióu- búnir aó gangast undir yfirheyrslu eöa senda þér tæki heim til reynslu i sjö daga. Leiðandi fyrirtæki á sviði sjónvarps útvarps og hljómtækja VERZLUN OG SKRIFSTOFA: LAUGAVEGI 10. SÍMAR: 27788.19192,19150. Þröstur Magnússon

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.