Dagblaðið - 17.01.1977, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 17.01.1977, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 17. JANL'AR 1977. Ótrúlegustu hlutir til skreytinga Um þessar mundir er mikið í tízku að skreyta sig með alls kyns fjöðrum. Þær eru hafðar í keðju um hálsinn, fjöðrum er stungið i hatta og búnar eru til brjóstnælur sem hafðar eru í barminum. Ef maður er á ferð- ínni á þeim stöðum þar sem fjaðrir liggja á lausu, eins og t.d. í fjörum, er enginn vandi að skreyta sig með skemmtilegum fjöðrum. Það er heldur enginn vandi að skreyta hattinn sinn með fjöður, henni er einfald- lega stungið í hattinn eða húf- una. Það er strax erfiðara að búa sjálfur til hálsfestar og brjóst- nælur úr fjöðrum. Hálsfestarn- ar geta verið úr litlum perlum sem þræddar eru á band og fjöðrunum komið fyrir á milli eða þá aö notaðar eru mjóar leðurreimar. Þessar fjaðrafestar henta vel við þjóðlegu tízkuna, sem nú er svo vinsæl, en skrautlegar fjaðrir, sem líkjast dúskum, fara líka vel á öxlinni á sam- kvæmiskjól eða á jakkalafinu. Fyrir utan ýmiss konar fjaðraskraut er einnig í tízku að nota ..klúta-poka" og „klúta- belti" sem hver og einn getur búið til úr gömlum afgiingum. Beltið er útbúið þannig að búin er til beltissnúra (jafnlöng efnisstykki sem saumuð eru saman á röngunni og þeim síðan snúið við) sem síðan er hnýtt saman. Það passar vel við síðar blússur eða sk.vrtublússu- kjóla. Pokinn er með kringlóttum botni með breiðum faldi að ofan og band sem nær utan um hálsinn dregið í gegn. Þá er hægt að nota pokann sem háls- skraut. Einnig má hafa pokann í beltisstað en þá er hann flatur. Beltið er t.d. úr breiðum hessianstriga með mislitum skáböndum úr þynnra efni. Pokinn er eins og nokkurs konar vasi úr sama efni og ská- böndin. Hann er saumaður fast- ur við beltið. Tízkuhornið Símar 2363S of 14S54 77/ sölu Einstaklingsíbúð við Laugaveg. 2ja herbergja íbúð við Laugarásveg. 3ja herbergja risíbúð í Bústaðahverfi. 4ra herbergja íbúð mjög vönduð við Æsufell. 4ra herbergja íbúð við Brávallagötu 4—5 herbergja íbúð við Álfaskeið í Hafnarfirði. Raðhús og einbýlishús í Mosfellssveit, eignaskipti möguleg. Byggingarlóð á mjög góðum stað á Sel- tjarnarnesi. Sakt og samnflr 6 “Tr' Tjarnarstíg 2, Seltjarnarnesi, kvöldsími sölumanns 23636. Valdimar Tómasson, við- skiptafræðingur, iöggiltur fasteignasali. mmiRBw er smá- auglýsinga- blaöiö 23 Meðmæli kaupmannsins Græn ensk gúmmístígvél Vönduð með gdðu sniði Verð: 28-34 kr. 1400.- Verð: 3541 kr. 1600.- Verð: 4245 kr. 1900.- Sérstaklega falleg tegund Briín Derry-boots Vinil kuldastígvél 25-30 Verð 2300.- 31-36 Verð 2500,- 37-39 Verð 2700.- Póstsendum um land allt Skóbúðin Suðurverí Stigahlíð 4547 Sími 83225 GREIÐENDUR vinsamlega veitið ef tirfarandi erindi athygli: Frestur til að skila launamiðum rennur út þann 19. ianúar. Það eru tilmæli embættisins til yðar, að þér ritið allar upplýsingar rétt og greinilega á miðana og vandið frágang þeirra. Meö því stuðlið þér að hagkvæmni í opin- berum rekstri og firrið yður óþarfa tímaeyðslu. RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.