Dagblaðið - 17.01.1977, Blaðsíða 19

Dagblaðið - 17.01.1977, Blaðsíða 19
DACBLAÐIÐ. MAXUDAGUK 17. JANUAR 1977. Ct 1« i Iþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir KARATE-BÚNINGAR Sportvöruverzlun Ingólfs Óskarssonar Hólagardi Breidholti. sihii 75020 VERÐ KR. 5790.- Armann er betri en við unnum á baráttu Knötturinn á ieið í körfu Armenninga. DB-mynd Bjarnleifur. Ármann ÍR KR IS 6 5 1 488-456 10 7 5 2 483-446 10 7 5 2 472-470 10 6 3 3 530-499 6 Valur Fram Breiðablik 6 1 5 475-487 2 6 1 5 344-392 2- 6 0 6 301-440 0 h halls —sagði Vladan Marovic þjálfari Njarðvíkinga eftir sigur á Ármanni 75-70. KR og ÍR sigruðu bæði og því baráttan milli þessara f jögurra liða. — Ármann er betra lið en okkar þrátt fyrir að við höfum sigrað Ármann — við sigruðum á ómældri baráttu. Sigurinn var kærkominn því undanfarinn mánuð hefur heizt mátt líkja ástandinu hjá okkur við sjúkra- hús — slík hafa meiðsiin verið, sagði Vladan Marcovic þjálfari Njarðvíkinga eftir sigur Suður- nesjaliðsins yfir Islandsmeistur- um Ármanns 75-70. Verðskuld- aður sigur sem, eins og Vladan raunar sagði, vannst fyrst og siðast á baráttu — ómæidri bar- áttu. Með þessum sigri Njarðvíkinga gegn Ármanni hefur á ný færzt spenna i íslandsmótið í körfu- knattleik — nú hafa öll lið tapað leik — Ármann og UMFN tveimur stigum — KR og ÍR hafa tapað f.jórum stigum. Sá körfuknattleikur, sem Ármann og Njarðvíkingar sýndu í gær, var ekki áferðarfallegur — harkan og baráttan sátu í fyrir- rúmi en spennan þeim mun meiri. Bæði lið tjölduðu nýjum leik- mönnum frá síðustu leikjum lið- anna— Guðsteinn Ingimarsson lék sinn fyrsta leik með UMFN og þá gegn sínum gömlu félögum í Ár- manni — Símon Ólafsson lék sinn fyrsta leik með Ármanni en hann verður með liðinu það sem eftir er vetrar. Báðir voru liðum sínum mikill styrkur — en Islandsmeist- ararnir söknuðu illa Jimmy Rogers. Leikurinn var jafn allan tímann — staðan I leikhléi var 36-35 Ármanni í vil. Ármann varð fyrir áfalli i byrjun síðari hálf- ieiks þegar Símon varð að yfir- gefa völlinn vegna meiðsla en kom 10 mínútum síðar. Ármanni tókst að halda forskoti sínu — mest 5 stig 58-53. En Njarðvíking- um tókst að sigla framúr með baráttu sinni — komust í 68-60 og sigruðu 75-70. Leikur UMFN byggist fyrst og fremst á baráttu alls liðsins — og skorun leikmanna er mjög jöfn. Hjá Ármanni byggist hins vegar allt spil í kring um Jón Sigurðs- son — Jón Björgvinsson og Símon voru drjúgir við að skora en aðrir leikmenn utan þessara þriggja skoruðu sáralítið — veikleiki vissulega. Stigahæstur Njarðvíkinga varð Kári Marísson með 18 stig — Geir Þorsteinsson skoraði 15 og Gunnar ‘Þorvarðarson 12. Símon Ólafsson skoraði flest stig Ármanns, 20, Jón Björgvinsson •skoraði 15 og JónSigurðsson 15. KR — ÍS 90-80 KR hélt meistaravonum sínum vakandi með sigri á stúdentum. Leikur liðanna var ekki skemmti- legur fáum áhorfendum en furðu- legur var hann. KR var án Einars Bollasonar — stúdentar án Jóns Héðinssonar. Varnarleikur lið- anna var því ekki upp á marga fiska — og mistök á báða bóga. Sérst^aklega eru stúdentar furðu- legir — maður hafði ávallt á til- finningunni að þeir ættu auðveld- lega að geta sigrað vængbrotið lið. KR — og á köflum yfirspiluðu þeir KR-inga — en þess á milli datt allur botn úr leik liðsins — ekki heil brú og stigin sópuðust inn í körfu stúdenta. KR hafði yfir eitt stig I leikhléi, 42-41, en hvorki gekk né rak hjá vesturbæjarliðinu í byrjun slðari hálfleiks — IS sigldi framúr og komst í níu stiga forustu, 53-44 — en þá fór allt I baklás — KR sigldi framúr og sigraði 90-80. Bjarni Jóhannesson átti stjörnuleik með KR — skoraði grimmt og margar sérlega fall- egar körfur en samtals urðu stig- in sem hann skoraði 42. Kolbeinn Pálsson skoraði 17 og Birgir Guð- björnsson 16. Bjarni Gunnar Sveinsson skoraði 29 stig fvrir stúdenta — Ingi Stefánsson 16 og Steinn Sveinsson 15. ÍR — Valur 78-68. Rétt eins og KR — þá héldu ÍR-ingar meistaravonum sínum vakandi þegar IR sigraði Val 78- 68. ÍR hafði yfir í leikhléi 31-30 — og á 10. mínútu síðari hálfleiks var staðan 49-49 og síðan 55-55 en þá skoruðu ÍR-ingar 6 stig í röð og breyttu stöðunni í 61-55 — eftir það var sigur liðsins tryggður — lokatölur urðu 78-68. Kristinn Jörundsson skoraði 25 stig fyrir IR — Jón Jörundsson 14 og Kolbeinn Kristinsson 13. Kristján Ágústsson skoraði flest stig Vals — 24 — Torfi Maghús- son 13. Staðan í íslandsmótinu er nú: Njarðvík 6 5 1 468-351 10 Stefán sigraði í Amarmótinu Stefán Konráðsson Gerplu sigr- Sigurvegari í þrið.ja flokki varð/ aði í Arnarmótinu svonefnda en Hiimar Konráðsson úr Víkingi —\ hann sigraði Hjálmtý Hafsteins- hann sigraði Árna Gunnarssonl son úr KR í úrslitum 21-8, 19-21. UMFK í úrslitum. Gunnlaugur 7 21-12. Gunnar Finnbjörnsson úr Hjartarson og Jónas Kristjáns-1 1 Erninum hafnaði í þriðja sæti í son, báðir úr Erninum, höfnuðu íl öðrum fiokki. þriðja tii fjórða sæti. /

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.