Dagblaðið - 17.01.1977, Blaðsíða 21

Dagblaðið - 17.01.1977, Blaðsíða 21
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGÚR 17. JANIJAR 1977. Loks ákváðu þau að fremja sameiginlegt sjálfsmorð til þess að sálir þeirra mættu sameinast á nýjan leik. „Við erum sannfærð um að við þekktumst í fyrra tilveru- stigi okkar,“ sagði Nicole með tárin í augunum við þlaða- manninn. „Eftir dauðann þurf- um við aldrei að skilja framar.“ Jeremy litli hnipraði sig að móður sinni þegar hún var að ræða við blaðamanninn. „Ég tel að ég muni nú hafa kjark til þess að fremja sjálfsmorð," sagði Nicole. „Ég veit að ég get ekki lifað án ástar Garys. Ég hef einu sinni reynt að fremja sjálfsmorð. Þá skar ég mig á púlsinn en það var komið að mér og mér komið undir læknishendur áður en ég dó. Ég gerði þetta vegna þess að ég taldi að ég fengi að vera með Gary eftir dauðann.“ Nicole og Gary hittust í maí sl. „Eg varð ástfangin af honum við fyrstu sýn,“ sagði hún. „Gary er dásamlegasta og heiðarlegasta manneskja sem ég þekki,“ sagði þessi unga kona um þennan umtalaða morðingja, sem verður tekinn af lífi nú sautjánda janúar. Ekki var Nicole þó á þeirri skoðun, til að byrja með, að Gary væri algóður. Það var eitt sem skyggði á að samband okkar væri eins og bezt væri á kosið. Gary var alltof vínhneigður. Hann var drukkinn frá morgni til kvölds og það var ástæðan fyrir því að við slitum samvistum. Það var rétt áður en hann framdi morðin.“ Nicole stendur í þeirri trú að Gary hafi orðið morðingi vegna þess að hún sagði upp sambandi sínu við hann. „Ég hitti hann rétt áður en hann mýrti þessa menn og ég verð að viðurkenna að ég var dauð- hrædd við hann og þorði ekki að vera með honum." I bréfum sem Gary skrifaði Nicole úr fangelsinu sagðist hann vera ákaflega leiður yfir Gary Gilmore hafði tekið milli 10 og 20 svefntöflur og fannst, meðvitundarlaus í klefa sinum. Móðir unnustu hans heldur þvi fram að hann hafi bara verið að sýnast og aldrei ætlað sér að fremja sjálfsmoró. aðeins þrettán ára gömul en það stóð ekki nema skamma hríð. í seinna hjónabandi sínu eignaðist hún tvo syni, Sunny sem nú er fjögurra ára og Jeremy aðeins þriggja ára. Nicole sagðist hafa orðið ást- fangin af Gary er hún sá hann í fyrsta sinn. Samband þeirra stóð þó ekki mjög lengi vegna þess að henni féll ekki hve vín- hneigður hann var, hann lagði hendur á hana. Sleit hún þá sambandinu við hann — og skömmu síðar varð hann tveim- ur mönnum að bana. Eftir að hann var kominn á bak við lás og slá fór hún í heimsókn til hans og þau tóku upp þráðinn þar sem frá var horfið. Þegar Nicole kom í heim- sóknir sínar í fangelsið til Gary töluðust þau lengi við. Þau komust að raun um að þau höfðu sameiginlegar skoðanir á mörgum málum. M.a. trúðu þau bæði á endurholdgun og að þau hefðu þekkzt á fyrra tilveru- stigi. Morðinginn Gary Gilmore hefur reynt að vekja samúð allra. Nicole Barret er tvígift. í fyrra hjónabandið gekk hún 21 \ því að hafa orðið þessum mönn- um að bana að ástæðulausu. „Hann ætlaði sér ekki að drepa þá. Hann ætlaði aðeins að ná sér í peninga. Hann missti stjórn á skapi sínu — og þá gerðist þetta,“ sagði Nicole. Gary Gilmore var sakaður um að hafa myrt tvo menn í lok júlímánaðar. Annar þeirra var starfsmaður á móteli, Bennie Bushnell og hinn á bensínstöð. David Jensen. Hinn 7. október var hann sekur fundinn og dæmdur til dauða. Skömmu síðar var dómnum breytt I ævilangt fangelsi. Gary gerði þá mikið veður út af þvi, vegna þess að hann vildi ekki vera i ævilöngu fangelsi og ætti rétt á því að dauðadómnum yrði fullnægt, eins og getið hefur verið í fréttum. „Eftir réttarhöldin sagði hann mér að hann hefði sætt sig við dauðadóminn. Hann sagði: „Ég veit að ég verð að greiða fyrir gerðir mínar dýru verði. Ég sé innilega eftir því að ég skuli hafa orðið þessum mönnum að bana.“ Síðar sagði hann mér að hann ætlaði að krefjast þess að dauðadómnum yrði fullnægt. Hann myndi aldrei verða í ævi- löngu fangelsi,“ sagði Nicole. „Við kynntumst í rauninni aldrei almennilega fyrr en Gary var kominn í fangelsið. Hann skrifaði mér á hverjum degi og stundum oftar en einu sinni á dag. Ég varð enn ást- fangnari af honum en fyrr.“ Nicole heimsótti hann nærri því daglega í fangelsið þar sem hún gat dvalið hjá honum í tvær klukkustundir. „Mér fannst dásamlegt að hlusta á hann þegar hann söng fyrir mig. Hann söng mörg lög sem Johnny Cash hefur sungið,“ sagði Nicole. „Um leið og hann hefur verið tekinn af lífi hverfur sál hans beint til mín og ég finn það á mér. Þá getur enginn tekið hann frá mér framar. Fólk hefur spurt mig hvernig ég geti hugsað mér að láta hann deyja fyrst ég elski hann svona heitt. En mér finnst að hann sé ekki að deyja. Hann er aðeins að óska eftir því að vérða frjáls, þannig að hann geti bætt sig og það getur hann ekki gert á meðan hann lifir I þessum heimi. Hann er allsendis óhræddur við að deyja. Hann talar um aftöku sína eins og sjálfsagðan hlut. Hann hefur óskað eftir því að mega falla fyrir aftöku- >veit og hann vill fá að ganga fyrir sveitina án þess að hafa hauspoka. Gary mun deyja með sóma eins og þeim heiðurs- manni sem hann er, sæmir,“ sagði Nicole. „Við getum tekizt á við dauð- ann vegna þess að við lítum svo á að hann sé aðeins liður I þeirri þróun sem við göngum í gegnum. Sálir okkar fara úr líkamanum og það er aðeins líkaminn sem deyr. Við eigum engra kosta völ. Fyrst við getum ekki verið saman hér I lifanda lífi þá verðum við að vera saman á öðru tilverustigi.“ Blaðamaðurinn gat þess að Nicole hefði litið illa út og virzt miklu eldri en hún væri, tuttugu ára. Hann spurði hvort hann gæti fengið annað viðtal við hana daginn eftir, en þá svaraði hún: „Ég er hrædd um að það verði ekki hægt. Það er ákveðin ástæða fyrir því að ég get ekki lofað þér öðru viðtali. Astæða, sem ég vil ekki skýra þér frá núna.“ Nokkrum klukkutímum síðar var farið í miklu hasti með Nicole á sjúkrahús þar sem naumlega tókst að bjarga lífi hennar. Hún hafði tekið alltof stóran skammt af svefntöflum. Nicole skildi eftir sig sjálfs- morðsbréf svohljóðandi: „Elsku Gary minn. Eg ætla að gera það núna og mér er full alvara. Mig langar aðeins til þess að sofa og vera hjá þér um alla eilífð.“ A.Bj. Tékkneska bifreiöaumbodid á íslandi hf. Um leió og við óskum öllum landsmönnum farsœldar á nýbyrjuóu ári, tilkynnum við nafnabreytingu. Framvegis veróur heiti fyrirtœkisins JÖFUR HF JÖFUR HF Tékkneska bifreióaunnbcxíiió á Islandi AUOBREKKU 44-46 - KÓPAVOGI - SÍMI 42600

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.