Dagblaðið - 17.01.1977, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 17.01.1977, Blaðsíða 4
DAdBLAÐIÐ. MANUDAGUR 17. JANÚAR 1977. Sigurður RE slær íslandsmet á loðnuveiðunum: 11 hundruð tonn í einni veiðiferð — pláss fyrir 200 tonn í viðbót, segir skipst jórinn „Við fengum þetta í tíu köst- um og þetta er allt mjög góð loðna,“ sagði Haraldur Ágústs- son, skipstjóri á Sigurði RE, er DB hafði tal af honum í gær en þá var hann að sigla skipi síntr fyrir austan land, með 1100 tonna loðnufarm til Vest- mannaeyja. Þetta er stærsti loðnufarmur sem hingað til hefur borizt að landi i einu. Er Haraldur var spurður hvort skipið væri ekki alveg fullt kvað hann það ekki vera, líklega kæmust um 200 tonn í viöbót. Eins og DB skýrði frá fyrir skömmu var byggt yfir skipið hérlendis í haust og jókst burðargeta þess þá verulega. Eftir að byggt var yfir það getur það einnig siglt hlaðnara í verri veðrum en áður og t.d. í gær hélt það 16 mílna hraða þrátt fyrir þessa hleðslu og að veður væri ekki sem ákjósan- legast. Sigurður á að fá nýja nót í Vestmannaeyjum, 59 faðma djúpa og stærri á alla vegu en 50 faðma nótina, sem nú er um borð. Taldi Haraldur ekki ólík-; legt að unnt yrði að fylla skipið jafnvel í þrem köstum með nýju nótinni, miðað við beztu aðstæður og mikla loðnu. Har- aldur verður með skipið fram að næstu helgi en þá tekur Kristbjörn Árnason við því. Skiptast þeir á, á þriggja vikna fresti, eða þar um bil. Láta mun nærri að afli Sig- urðar úr þessari einu ferð sé tíu milljóna króna virði, miðað við 13% fituinnihald loðnunnar, en það þýðir að skipstjórahlutur- inn er eitthvað nálægt hálfri milljón og hásetahlutur líkleg- ast á þriðja hundrað þúsunda. Þetta er þriðja veiðiferð Sig- urðar á þessari vertíð og hann er búinn að fiska á þriðja þús- und tonn. -G.S. Haraldur Agústsson í brúnni á Sigurði RE. Skipshundurinn, sem Haraldur heidur í ioppuna á, heitir Bára. Þóra Grétars, gyðja ieiksins, i gerfi myndastyttu á safni. Furðulegar grímur eru notaðar í leiknum. Innheimtustörf Selfoss: Fætur og ást á f jölum biösins Þegar fréttaritari blaðsins á Selfossi brá sér á æfingu hjá Leikfélagi Selfoss eitt kvöldið í síðustu viku hitti hann fyrir frísk legan hóp ungs fólks sem engin þreytumerki sáust á þrátt fyrir látlausar æfingar siðan í október síðastliðnum. Leikrit það sem verið er að æfa er gamanleikur sem ber nafnið: Sá sem stelur fæti verður heppinn í ástum og er eftir kunnan ítalskan leikritahöf- und, Dario Fo að nafni. Fo þessi er höfundur leikrits sem Leikfé- lag Reykjavíkur frumsýndi árið 1965, Þjófar lík og falar konur og var það sýnt yfir hundrað sinn- um, við mikinn orðstír, og ætti það að sýna ágæti höfundarins. Fót-Ástarleikriti okkar Selfyss- inga leikstýrir Steinunn Jóhann- esdóttir við mikinn orðstír. Stein- unn er ungur leikari hjá Þjóðleik- húsinu og hefur áður komið við sögu hjá Leikfélagi Selfoss en hún sá um uppfærslu á tveimur síðustu leikritum félagsins 7 stelpum og í Atomstöðinni. Aðal- hlutverkin í leikriti dagsins eru í höndum Ketils Högnasonar tann- læknis og Þóru Grétarsdóttur en Þóra er eins og kunnugt er orðin heimsfræg um allt Island eftir leik sinn í útvarpið hér um árið. Önnur hlutverk eru sex talsins en að baki þessarar sýningar standa una 20 manns og er áhugi og fórn- fýsi þeirra hreint ótrúlegur. Frumsýningin verður næstkom- andi miðvikudag (19. janúar) kl. 21 og verður án efa góð að- sókn líkt og á síðasta borgara- fundi. Er því betra að tryggja sér miða í tíma en forsala stendur nú yfir í Radíó- og Sjónvarpsstofunni Selfossi. Formaður Leikfélags Selfoss er frú Sigríður Karlsdótt- ir. Kristján Einarsson, fréttaritari. Bíræfinn þjöfnaður: TÓK KVIKMYNDASÝNINGARVÉL Á LEIGU — EN VIRÐIST ÆTLA AÐ STELA HENNI Maður nokkur kom í Véla- og kvikmyndaleiguna 9. jan. sl. og tók á leigu Yasicha sýningarvél til eins sólarhrings, en vélin er fyrir 8 mm filmu. Ekki hafði hann nafnskírteini en eigandi leigunn- ar tók niður bílnúmer hans, af gömlum vana. Maðurinn hefur ekki sézt síðan og ekki hafzt upp á honum né vélinni en eigandi vélarinnar er, ekki á þeim buxunum að gefa manninum 60 þúsund króna vél og gefur manninum því tveggja sólarhringa frest til að skila vél- inni með góðu. Annars verður númerið að líkindum birt og lög- reglan fengin í málið. -G.S. Fólk óskast til innheimtustarfa, ekki yngra en 20 ára. Aðeins röskt og ábyggilegt fólk kemur til greina. Til- boð sendist afgreiðslu blaðsins merkt „Röskt 6666“. Klakastífla í Elliðaám—olli flóði á föstudag Krapastífla myndaðist í Elliða- ánum á föstudaginn. Sprengdi áin ekki af sér sjálf og myndaðist talsvert flóð ofan við Vatnsveitu- brúna. Borgarstarfsmenn voru sendir á vettvang og tókst með sprengingu að losa um stífluna og koma aftur á eðlilegu rennsli. Elliðaárnar hafa verið í nokkr- um klakaböndum í frostunum að undanförnu. Börn hafa sótt að stíflunum með skauta og ýmsir aðrir, meðal annars unglingar á bílum. Er það hinn hættulegasti leikur og hefur lögreglan reynt að stöðva allt slíkt í 'byrjun og vísa skautafólkinu á Rauðavatn -ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.