Dagblaðið - 17.01.1977, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 17.01.1977, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 1977. Rafsuðuneistamirffreifö- Hafnarfjörður: Tvö böm ustyfir einangrunarbirgðir Af varð reykur og kóf og einangrunin eyðilagðist Eldur varð laus i allmikilli byggingu sem verið er að reisa við Smiðjuveg 1 í Kópavogi. Var slökkviliðið kvatt þangað kl. 15.30. Húsið er enn opið en verið var að vinna við rafsuðu á þaki þess. Þakið er enn opið niður á efri hæðina og þangað flugu neistar frá rafsuðunni. Á hæðinni fyrir neðan voru nokkrir tugir balla af einangr- unarefni og kom í þá eldur frá rafsuðunni. Taldi slökkviliðið að þarna hefði verið mjög óvar- lega að farið við rafsuðuna. Ekki varð af mikið bál, þvi einangrun sem þessi logar ekki en hún sviðnar og gefur frá sér mikinn reyk. Húsið var svo opið og aðgengilegt fyrir slökkvilið- ið að slökkvistarf var fljót- unnið. Ekki er talið að húsbyggingin sjálf hafi orðið fyrir skemmd- um en nokkurt tjón varð á ein- angrunarefninu. Er slökkviliðið var langt komið með slökkvistarf á Smiðjuveginurh barst kall frá skúr í Sundahöfn. Þar var áður útgerðarbækistöð fyrir grá- sleppuveiðar, eða allt þangað til i fyrra. Ekki voru umtalsverð verðmæti í skúrnum. Er talið Var eldur kominn milli þilja er Kópavogi. Slökkvistarf gekk vist að um íkveikju sé að ræða. bílar slökkviliðsins komu úr greiðlega. -ASt. Unnið að slökkvistarfi að Smiðjuvegi 1. Mikinn reyk lagði af sviðnu einangrunarefninu. Böllunum var varpað út um óbyrgða glugga byggingarinnar — DB-mynd Sv. Þorm. fyrirbíl á Reykja- víkurvegi Sluppu óbrotin en telpan ermeð sárá höfði Tvö börn, drengur og telpa, sjö og átta ára, urðu fyrir bif- reið á Reykjavíkurvegi, móts við húsið nr. 68, á sjötta tíman- um á laugardag. Bifreiðin var á; leið til Reykjavikur er börnin hlupu út á veginn og lentu á bílnum. Slysið. varð skammt frá gatnamótum Hjallabrautar og Reykjavíkurvegar og sagði Sveinn Björnsson rannsóknar- lögreglumaður í Hafnarfirði að aðstæður væru þarna hættuleg- ar og þyrfti að koma þarna upp gangbraut með umferðar- ljósum ef vel ætti að vera. Börnin virtust sleppa furðu- vel frá slysinu. Telpan er þó meira slösuð en drengurinn. Hlaut hún sár á höfði og verða meiðsli hennar könnuð nánar. Bæði voru börnin óbrotin. -ASt. Grimudansleiksgestir fengu klefavist á Litla-Hrauni —og þrír ökumenn viðakstur Mikið annríki var hjá Sel- fosslögreglunni aðfaranótt sunnudagsins. Grímudansleik- ur var haldinn í Þjórsárveri og um kl. 1.30 í nótt báðu lögreglu- menn þar um aðstoð lögreglu- manna á vakt vegna ölvunar á dansleiknum. Varð að flytja þó nokkra þaðan og fá þá vistaða í klefurn að Litla-Hrauni I nótt. Þrír ökumenn voru teknir ölvaðir við akstur og munu ferðir þeirra hafa verið tengdar dansleiknum í Þjórsárveri. Þá fór rafmagn að Laugar- vatni svo og á Skeiðum og sveit- um þar fyrir ofan. Innanfélags- skemmtun var í skóla að Laug- voruteknirölvaðir arvatni og voru lögreglumenn sendir þangað í öryggisskyni vegna rafmagnsleysisins. Ekk- ert bar þó til tiðinda og allt fór vel fram. Á Selfossi er aðeins fimm manna lögreglusveit á vakt á laugardagskvöldum en auk þess gæta aukamenn dans- leikja. Nóttin varð því annasöm hjá hinni fámennu Selfosssveit þegar drykkjuskapurinn tók að keyra um þverbak í Þjórsár- veri. Vegakerfi umdæmis Sel- fosslögreglunnar mun á þriðja hundrað kílómetrar og því get- ur verið tafsamt að fara í útköll í uppsveitum. -ASt. Tvennt íslysadeild eftir umferðarslys Að minnsta kosti tvö umferð- arslys urðu í Reykjavík á föstu- daginn. Hið fyrra varð á tíunda tímanum um morguninn er maður sem var að koma hjól- andi frá Sundlaug Vesturbæjar varð f.vrir bíl á Hofsvallagötu. Maðurinn var fluttur í slysa- deild en meiðsli hans voru ekki lalin alvarleg, að sögn lögregl- unnar. Kl. 18.39 um kvöldið var til- kynnt um bifreiðarslys í Heið- argerði. Þar varð kona f.vrir bíl. Hún skarst illa í andliti og hlaut fleiri áverka. Myndina tók Sveinn Þor- móðsson á sl.vsstað á Hofsvalla- götunni. -ASt. Unglingar óðu um íBreið- holti, ölvaðir með hávaða Mikil ólæti urðu í Breiðholti af völdum unglinga aðfaranótt laugardagsins. Komu kvartanir frá mörgum húsum varðandi ólæti og ónæði af völdum ungl- inganna. Fór flokkur þeirra um íbúðarhverfin með hávaða og látum. Um þverbak keyrði klukkan langt gengin 4 um nóttina. Þá voru unglingarnir í Jórufelli og varð þar ekki svefnsamt. Lög- reglan kom á staðinn og stugg- aði 16 unglingum frá húsinu og reyndi að fá þá til að koma sér heim. Voru ýmsir þeirra illa á sig komnir, undir áhrifum. áfengis, höfðu kastað upp og yoru iUa til reika. Það varð því kvabbsamt hjá lögregluliði þarna efra um helgina þó að stórslys yrðu ekki. Ein móðir varð að biðja um aðstoð lögreglu vegna 14 ára sonar síns sem hafði tekið frá henni ávísanahefti en mun þó ekki hafa notað það að talið er. Annar unglingspiltur var stað- inn að hnupli í verzlun við Arn- arbakka í hádeginu á föstudag- inn. -ASt. 16 ÁRA BÍLÞJÓFUR Á RÚMLEGA100 KM HRAÐA Umfangsmikill eltingaleikur á götum Reykjavíkur Mikill eltingaleikur varð er lögreglubílar eltu Mercedes Benz bifreið vítt og breytt um Reykjavíkurborg aðfaranótt sunnudagsins. Veitti iögreglan athygli ógætilegum akstri Benz- bifreiðarinnar og hóf eftirför. Ekki varð hún auðveldlega stöðvuð og voru sendir aðstoð- arbílar á vettvang. ökuhraðinn mældist á stund- um nokkuð á annað hundrað kílómetrar á klukkustund og urðu margir varir við eltinga- leikinn, því lögreglubílar settu sírenur á við gatnamót og hættulega staði. Eltingaleiknum lauk á Kára- stíg þar sem ökuníðingurinn var stöðvaður. Hafði hann lent á einhverju af umferðarmerkj- um en að öðru leyti var ekki vitað um tjón er hann olli. ökuníðingurinn reyndist réttindalaus enda ekki nema sextán og hálfs árs. Með honum var félagi hans á 13. aldursári. Bílnum höfðu þeir stolið. Var bíllinn í eigu Reykjavíkurborg- ar, pallbifreið af Mercedes Benz gerð sem fyrr segir. -ASt. Konur barðar og böm tekin af heimilum Annasamt hjá lögreglu vegna drykkju á heimilum Óvenju annasamt varð hjá lögregluliði borgarinnar um helgina. Ríkti vandræðaástand á nokkrum heimilum vegna drykkjuskapar og kom til átaka og óláta og kærumála út af slíku. Kona kom í lögregluvarðstöð- ina með slæma áverka í andliti. Hafði skorizt í brýnu milli hennar og manns hennar og lauk þeim skiptum svo að eigin- maðurinn lamdi hana með fyrr- greindum afleiðingum. Hún fékk fyrirgreiðslu lögreglu. Þá kom sjómaður einn að máli við lögregluna snemma í morgun og sagði óvenjulega sögu. Kvað hann konu sína hafa náð úri sínu af sér, en úrið taldi hann 60 þúsund króna virði. Hafði hún skellt þvf í klósett- skál heimilisins og pumpað nið- ur. Vildi maðurinn fá aðstoð lögreglu til að reyna að finna úrið er það bærizt í sjó fram við Skúlagötu. Ekki var hægt að verða við beiðni þessa manns. Þá kærði ung kona sambýlis- mann sinn fyrir að hafa tekið barn þeirra af henni með valdi og farið með það á braut eftir misklíð þeirra á milli. Barnið er mjög ungt og varð konan að vonum skelkuð. Rannsóknar- lögreglan fékk málið til með- ferðar og mun síðar hafa haft upp á barninu. Annað barn var fært af heim- ili sínu vegna drykkjuskapar móður þess og félaga hennar sem var í heimsókn. Þetta eru nokkru dæmi um viðfangsefni lögreglunnar að næturlagi í höfuðborginni. Er þá engan veginn allt upp talið. -ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.