Dagblaðið - 12.05.1978, Page 31

Dagblaðið - 12.05.1978, Page 31
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1978. Óvíst hvort Jefferson Starship leikur á Hróarskekhihátíðimi —Aöalnúmerið verðurBob Mariey& The Wailers • Aöalskemmtikraftarnir á Roskilde-festivalen verða Bob Marley & The Wailers. Listahátiðarnefndinni fslenzku ku hafa staðið hljómsveitin til boða á hátfðina hér á landi. Hins vegar mun erfitt að flytja slikan mann sem Marley hingað inn vegna stöðugrar marijuananeyzlu hans. Þó að nú séu aðeins tæplega tveii mán. þar til popphátiðin mikla við Hróarskeldu — Roskilde-fest'ivalen — verður haldin er dagskráin ekki enn endanlega ákveðin. Ljóst er þó að Bob Marley & The Wailers verður aðal- hljómsveit hátíðarinnar, en allt er í tvísýnu með næststærsta nafnið. Roskilde-festivalen er árlegur viðburður og nýtur álits víða um heim sem góð popphátíð. Hún stendur yfir i þrjá daga, 30. júní til 2. júlí og koma fyrir fimmtíu hljómsveitir og skemmti kraftar þar fram. Auk Bob Marley & The Wailers, sem munu leika laugar- daginn 1. júlí, má taka sem dæmi um aðra skemmtikrafta Rory Gallagher, Elvis Costello, Davo Swarbrick fiðluleikara Fairport Convention, ■Sebastian hinn norska og fjöldann allan annan af rokkurum og þjóðlaga- flytjendum frá Danmörku, Noregi, Finnlandi, Póllandi, Bandarikjunum og víðar. Aðstandendum Roskilde-festivalen stendur til boða að fá bandarisku hljómsveitina Jefferson Starship til að koma fram á siðasta degi hátíðarinnar. Hljómsveitin er einmitt á ferðalagi um Evrópu um þetta leyti. Hins vegar þykir hún nokkuð dýr, svo dýr að menn eru mjög hikandi að fastsetja sér hana. Fjármálaáætlun hátíðarinnar hljóðar upp á 1.8 milljón danskra króna eða sem næst 81 milljón islenzkra króna. Þriðjungur þessarar upphæðar fer til kaupgreiðslna hljóm- listarmanna. Til þess að þetta dæmi gangi upp þurfa 16.500 manns að borga sig inn á hátíðina. Úr AKTUELT Á hljómleikum Richie Blackmores íJapan: A ðdáandi kramdist til dauða Bee Gees i leikbúningum sinum i Sgt. Peppers ásamt myndarinnar og útgefanda þeirra, Robert Stigwood. framleiðanda Kvikmyndatónlistin: Nítján ára gömul stúlka kramdist til dauða á hljómleikum Ritchie Blackmore í Sapporo i Japan nú á dögunum. Blackmore og hljómsveit hans, Rainbow, voru ekki einu sinni byrjuð að spila þegar sjö þúsund aðdáendur ruddust að sviðinu. Þriggja metra bil átti að vera milli þess og áhorfendanna en það fylltist að sjálf- sögðu strax. Tiu til fimmtán manns voru fluttir á spítala vegna troðningsins. Að sögn framkvæmdastjóra Ritchie Blackmores vissi hljómsveitin og starfslið hennar ekkert um dauða stúlkunnar fyrr en allt fylltist af lög- reglumönnum baksviðs um það bil er hljómleikamir voru hálfnaðir. Hljóm- sveitin var beðin um að ljúka hljóm- leikunum til að forðast uppþot í áhorf- endaskaranum. „Þetta var sá albrjálaðasti áhorf- endaskari sem ég hef séð fyrr og siðar,” sagði framkvæmdastjórinn, Bruce Payne, í viðtali við músíkblaðið Rolling Stone. „Við hættum við hljómleikana kvöldið eftir og það sem eftir var ferðarinnar umJapan varsvokrökkt af lögreglumönnum á hljómleikunum, að ég held helzt að þeir hafi verið i meirihluta.” 0r rolling stone. Plötur örva aðsóknina Svo virðist sem Debby Boone hafi gerzt brautryðjandi í nýrri grein plötuútgáfunnar er hún söng met- sölulagið sitt, You Light Up My Life, inn á plötu. Það er tekið úr samnefndri kvikmynd og var gefið út áður en myndin var frumsýnd. Ekki þarf að spyrja að því að titil- lagið virkaði sem hrein og klár auglýsingfyrir myndina. Robert Stigwood Organisation lék sama leikinn með Bee Gees-lagið How Deep Is Your Love. Það var sett á markað nokkrum vikum áður en myndin Saturday Night Fever var sýnd. RSO ætlar síðan að endur- taka þetta ágæta augiýsingabragð með þvi að gefa út lag úr bíó- myndinni Sgt. Peppers Lonely Heart Club Band áður en hún verður frumsýnd í Bandaríkjunum í júlí næstkomandi. Ekki hefur enn heyrzt hvaða lag verður fyrir valinu en alla vega verður það eitt af tuttugu lögum eftir Beatles sem sungin eru og leikin i myndinni. Úr US. Mini árg. ’77, ekinn aðeins 8 þúsund km, sem nýr bíll. Til sýnis og sölu að Hvannhólum 8, Kópavogi föstudag og laugardag. Upplýsingar I sima 42276 kl. 19-22. Auglýsing um breytt símunúmer lögreglunnar í Grindavík Meö 1 endas' JwuWcryiUI BANKASTRÆTI8 s ON mm A o q o Ð Q o E3 .«M| ■ 13 o O o O Q 1fip BBB ca 3BP O y

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.