Dagblaðið - 29.05.1978, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. MAÍ 1978.
II
ALLTI
KLESSU!
Betur fór en á horfðist i fyrstu er stór
fólksflutningabifreið rann stjórnlaust
yfir járnbrautarteina og siðan á ramm-
byggðan steinvegg. Atburður þessi varð
í New York I fyrri viku. Alls slösuðust
tuttugu og fimm farþegar og í frásögn af
atburðinum er sagt frá að þurft hafi að
losa suma þeirra með logsuðutækjum úr
flakinu. Mikið umferðaröngþveiti varð
strax við slysstaðinn og nokkrir árekstr-
ar urðu þess vegna.
Skotapilsin
rugluðu
tollverðina
í ríminu
Nokkrir Skotar, sem hyggjast
hvetja knattspyrnulið lands sins á
heimsmeistarakeppninni i Argen-
tinu, settu vopnaleitarmenn Buen-
os Aires i nokkurn bobba á laugar-
daginn.
Átti að leita vandlega á þeim
eins og öðrum farþegum en toll-
vörðum féllust hendur þegar í Ijós
kom klæðleysi Skotanna undir
pilsunum sem eru hluti þjóðbún-
ings þeirra.
Eftir nokkrar vangaveltur var
ákveðið að Skotarnir fengju að
fara óáreittir i gegn.
og dásenidír RíiumlaLs
Diisseldorf stendur við eina af þjóðbrautum
Þýskalands — ána Rán. í Ránardalnum eru
einhver frægustu vínræktarhéruð Evrópu og
fjöldi bæja og borga, sem ferðamaður þræðir
á leið sinni.
Þar er t.d. Köln sú sögufræga borg sem kölluð
hefur verið drottning Ránar. Skoðvmarferðir
með fljótabátum Ránar eru stimdir sem aldrei
gleymast. Þar ríkir andi aldagamallar
menningararfleiðar, og fegurðin heillar líkt
og Lorelei forðum.
Diisseldorf — einn fjölmargra staða
í áætlunarflugi okkar.
FLUCFÉLAC LOFTLEIDIfí
ISLAJVDS