Dagblaðið - 29.05.1978, Qupperneq 21

Dagblaðið - 29.05.1978, Qupperneq 21
25 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. MAÍ 1978. ð Iþróttir Iþróttir I Iþróttir Iþróttir BREIÐABUK SÓTT1 FRAM SIGRAÐI! Mikill HeppnissigurFramíKópavogiíl. deildá laugardag, Breiöablik0-Fram2 Knattspyrnan er oft miskunnarlaus. Það fengu leikmenn Breiðabliks i Kópa- vogi að reyna í 1. deildarleiknum við Fram á laugardag í suðaustan hvass- viðri á Kópavogsvelli. Nær allan leikinn voru þcir sterkari aðili — fengu fjölmörg góð tækifæri til að skora, en ekkert heppnaðist. Leikmenn Reykjavikurliðs- ins fengu hins vegar tvö tækifæri i leikn- um, sem hægt var að nefna þvi nafni, og skoruðu úr báðum. Fram sigraði þvi í leiknum með 2—0 — einn mesti heppni- sigur sem undirritaður hefur orðið vitni að lengi. Tvívegis björguðu varnar- menn Fram á marklínu. Hvað eftir ann- að fór knötturinn rétt yfir þverslá eða framhjá stöngum Fram-marksins — og oft sýndi Guðmundur Baldursson mikla snilli í marki Fram. Var bezti maður Ásgeir Eliasson, landsliðskappi Fram, lagði upp bæði mörkin. SNURUR OG TENGLAR hvað viltu mikið? RAFVÖRUR Sli LAUGARNESVEG 52 - SlMI 86411 Fram í leiknum — öryggi og skynsemi þessa 18 ára markvarðar yljaði manni vissulega í nepjunni. Já, unglingalands- liðsmarkvörðurinn tók ekki áhættuna að grípa knöttinn oft i rokinu, heldur ýtti honum hvað eftir annað yfir þverslána og honum urðu ekki á mistök i leiknum. Vissulega verðskuldaði hann að vera i sigurliði, þó flestir aðrir leikmenn Fram ættu það skilið. Breiðablik lék undan vindinum í fyrri hálfleik og fljótt skapaðist mikil hætta við mark Fram. Hinrik Þórhallsson skallaði „hárfint” yfir þverslá. Einar bróðir hans Þórhallsson átti hörkuskot rétt framhjá og Benedikt Guðmundsson, 16 ára piltur i liði Breiðabliks, fast skot en Rafn Rafnsson bjargaði á marklínu. Léikurinn fór að mestu fram á vallar- helmingi Fram — ogsókn Blikanna var þung. Guðmundur Baldursson sló yfir gott skot frá Ólafi Friðrikssyni og varði hörkuskot Guðmundar Benediktssonar af löngu færi. Svo kom fyrsta reiðarslagið fyrir Blik- ana. Það var á 30. min. Fram sneri vöm skyndilega i sókn. Ásgeir Eliasson gaf vel á Pétur Ormslev. sem var kominn inn að vitateig hægra megin. Pétur tók knöltinn niður með brjóstinu, lék á bak- vörðinn og frá markteigshominu spyrnti hann fast á markið. Knötturinn kom á mitt markið efst við þverslána og Sveinn Skúlason kom ekki við neinum vörnum. Fram hafði skorað í sinni fyrstu góðu sókn — sinu fyrsta tækifæri, og vel var að markinu unnið hjá Pétri og Ásgeiri. Sókn Blikanna hélt áfram. Ólafur átti fast skot neðst í hornið. sem Guðmund- ur varði i horn — ogeftir hornspyrnuna var bjargað á marklinu Fram. Einar skallaði rétt framhjá áður en Ólafur komst i dauðafæri á lokaminútu hálf- leiksins. Laust skot hans fór framhjá. þegar hann hefði getað „gengið" með knöttinn inn i Fram-markið. Ekki hresstust Framarar í siðari hálfleiknum bjóst ég við að SigurBjörns BorgíRóm Svlinn ungi, Björn Borg, sigraði I italska meistaramótinu í tennis i gær. Hann sigraði ítalann Adriano Panatta i úrslitum í Róm, 1—6, 6—3, 6—1, 4—6 og 6—3. Það sem setti mestan svip á leikinn voru óspektir áhorfenda. Þeir köstuðu peningum og öðru dóti inn á völlinn þar sem Björn Borg var. Hvað eftir annað báðu dómarar leiksins áhorf- endur að stilla sig. En ekkert dugði. Loks eftir þriggja tima baráttu stóð Borg uppi sem sigurvegari. Hann lyfti höndum, fagnandi sigri og brosti. Hans fyrsta bros í þrjá tima en óspektir áhorf- enda tóku mjög á taugar hans. ADMIRAL OG HENSON íþróttapeysur, buxur og sokkar ★ Útvegum félögum og liðum íþróttabúninga. * Sjáum um að setja í auglýsingar og númera búninga frá okkur Sportvöruverzlun Ingólfs Óskarssonar Klapparstíg 44. — Simi 11783. leikmenn Fram myndu nýta sér vindinn vel — bjóst við góðum sigri liðsins eftir að hafa sloppið svo vel frá fyrri hálf- leiknum — markalega séð. En það var öðru nær — leikmenn Breiðabliks gáfu tóninn nær allan hálfleikinn. Sóttu miklu meira og það meira að segja sið- ustu I5 min. leiksins þegarþeirlékuein- um færri. Breiðablik hafði þá sett báða varamenn sína inn á, Valdimar Valdi- marsson og Sigurð Halldórsson. Sigurð- ur hafði ekki verið nema nokkrar minút- ur inn er hann slasaðist og varð að flytja hann á Slysavarðstofuna. Meiðsli hans voru þó ekki alvarleg. Og enn lék lánið við Fram — liðið skoraði eina mark hálfleiksins rúmri minútu fyrir leikslok. Ásgeir Eliasson átti snilldarsendingu fram i vítateiginn til Kristins Jörundssonar, sem skoraði laglega af miklu öryggi. Það var raun- verulega í eina skiptið sem sást til Krist- ins í leiknum en eins og svo oft áður nýtti „Marka-Kiddi" tækifæri sitt vel. Þó á móti vindinum væri að sækja voru leikmenn Breiðabliks mun meira með knöttinn — og sóttu meira. Léku oft netta knattspyrnu — þar sent knött- urinn gekk milli manna en endahnútinn vantaði eins og áður. Smáspilið brotnaði oft, þegar að vitateignum kom, og reynt að brjótast i gegn. þar sem vörn Fram var sterkust — Sigurbergur og Kristinn Atlason miðverðir Fram — en illa nýtt- ur hinn mikli veikleiki Fram i vörninni vinstra rnegin. En tækifæri fengu Blik- arnir þó sem strönduðu oftast á öryggi Guðmundar i Fram-markinu. Langtim- um saman var Pétur Ormslev eini sókn- armaður Fram — svo mikill var þung- inn i sókn Blikanna. Klaufar voru þeir líka. Á lokamínútu leiksins tókst Ólafi Friðrikssyni að spyrna framhjá i dauða- færi aðeins 3—4 metra frá marki — en hinum megin veitti maður athygli hörkuskoti Sigurbergs af löngu færi. sent rétt sleikti þverslá marks Breiðabliks, auk marks Kristins. Það verður að segjast eins og er að lánleysi Breiðabliks var algjört i leikn- um. og á það bættist einnig klaufaskapur leikmanna liðsins. Margir léku þó vel — einkum þó Einar Þórhallsson. Bjarni Bjarnason og Benedikt Guðmundsson. Þá stóðu Helgi Helgason. áður Vikingi. og Hinrik vel fyrir sínu. Hjá Fram léku tveir menn mjög vel. Guðmundur i ntarkinu og Ásgeir en hin litla barátta leikmanna liðsins kom á óvart. í liöinu eru einnig ákaflega veikir punktar. Kristinn Atlason ogSigurberg- ur allsterkir og leikni Péturs vekur alltaf athygli. i hcild slakur leikur liðsins en lánið elti Fram. Vissulega mikið um- hugsunarefni fyrir hinn snjalla þjálfara liðsins, Guðmund Jónsson. Dómari var Hreiðar Jónsson — og voru hinir fáu áhorfendur ekki beint ánægðir með hann. Vildu tvivegis að dæmdar yrðu vitaspyrnur á Framliðið. Guðmundur Baldursson, markvörður Fram — varði af öryggi og skynsemi all- an leikinn. Það hefðu þó verið mjög harðir dómar. svoekkisém irasagt. Hann bókaði einn leikmann. Rafn Rafnsson. Frarn. -hsím. Æfinga- gaiiar urvalt skor Pós tjnen dum m í nraðgnnn Lajjpáveýi SÍmi 15599* 1. Vekjaraklukka 2. Klukka 3. Fullkomin tölva 4. Raf hlöðurnar endast í 3000 klst. |5 Kaupið BANKASTRÆTI 8

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.