Dagblaðið - 29.05.1978, Blaðsíða 31

Dagblaðið - 29.05.1978, Blaðsíða 31
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. MAÍ 1978. 35 Malibu er nýjasti Chevrolet á markaðinum í minni stærðarflokkunum. Hann er búinn öllum eftirsóttustu þægindum og aukabúnaði Chevrolets - á einu verði. Enginn sjálfsagður aukahlutur og lúxusbúnaður undanskilinn í „standard“ bílnum svo sem: sjálfskipting, aflhemlar, vökvastýri, veltistýri, litaðar rúður, 8 strokka vél, mælar í stað ljósa, heil grind, styrkt fjöðrun. f fyrra keyptu fleiri Chevrolet en allar aðrar gerðir amerískra bíla samanlagt; -og enn kaupa flestir Chevrolet, sem fá sér amerískan þessa dagana. /S Véladeild M Sambandsins Ármúla 3 Reykjavik Sími 38900 RAGNHEIOUR kristjánSdótti HefurÖu séð Malibu? „Karlmenn vilja víð og frjálsleg föt” Svona rétt til þess aö gera ekki upp á milli kynjanna og einnig vegna þess að þessi fatnaður vakti athygli okkar, ætlum við að birta nokkrar myndir af karlmannafatatizkunni. Karlmenn virðast ætla að feta í fót- spor kvenfólksins, allavega hvað fata- tízkuna snertir. Þeir kjósa nú, eins og kvenfólkið, víð og þægileg föt. Einnig hafa litirnir breytzt talsvert, til hins betra, myndi ef til vill einhver vilja segja. Græni liturinn, drappliti og hvíti virðast vera talsvert vinsælir.i Einnig leggja tizkuhönnuðir mikla áherzlu á að karlmenn gangi sport- klæddir. En í fáum orðum má segja að frjálslegur klæðnaður I björtum og ferskum litum sé það sem karlmenn eiga að klæðast í dag. Athugið meðfylgjandi myndir, þær tala sínu máli.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.