Dagblaðið - 29.05.1978, Qupperneq 32

Dagblaðið - 29.05.1978, Qupperneq 32
36 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. MAÍ 1978. Selfoss og nágrenni múrþéttingar, sprunguviðgerðir. Margra ára reynsia. KJARTAN HALLDÓRSSON SÍMI3863 þrjár pökkunarvélar (vacuum) REYKIÐJAN H.F. Smiðjuvegi 36, Kópavogi, Simi 76340. Otsölustaöir: Rafha, Háaieitisbraut 68 sími 8-44-45 Stapafell h.f., Keflavík simi 1730 Kjarni h.f., Vestmanna- eyjum, sími 1300 Kr. Lundberg, Norðfirði simi 7179 og hjá okkur á Ægisgötu sími sölumanna 1-87-85. Creda tauþurrkari er nauðsynlegt hjálpar- tæki á nútima heimili. 20 ára farsæl reynsla sannar gæðin. Um 4 gerðir er að ræða af TD 300 og TD 400 Góð ábyrgðar-, viðgerðar og varahlutaþjónusta. r Raftækjaverslun Islands h.f. Ægisgötu 7 - Símar 17975 • 17976 NILFISK sterka rvksusan... V Styrkur og dæmalaus ending hins þýðgenga, stillanlega og sparneytna mótors, staðsetning hans oghámarks orkunýting, vcgna lágmarks loft- mótstöðu í stóru ryksíunni, stóra. ódýra pappírspokanum og nýju kónísku slöngunni, afbragðs sog- stykki og varan- legt efni, ál og stál. Svona er NILFISK: Vönduð og tæknilega ósvik- in, gerð til að vinna sitt verk fljótt og vel, ár eftir ár. með lág- marks truflunum og tilkostnaði Varanleg: til lengdar ódvrust. Nýr hljóð- deyfir: Hljóðlótasta ryksugan. Traust þjónusta rnMiY hátún6a ■ VlllA SÍMI 24420 Raftækjaúrval — Næg bílastæði „FYRST HALDIÐ ER í 0KKUR LÍFINU VERÐUR AÐ SJÁ 0KKUR FYRIR DVALARSTAД Rætt er við eitt af f órnarlömbum umf erðarslysanna semá hvergi heima í„kerfinu” „Einn maður var í bílnum og slasaðist hann mjög mikið og var talinn í bráðri lífshættu í gærkvöldi.” Svona segir m.a. í frétt i.Morgun- blaðinu 29. ágúst 1974af hörðum bíla- árekstri sem varð á Vesturlandsvegin- um rétt við Grafarholt. Þannig fréttir eru næstum þvi dag- lega í blöðunum. Við lesum þær — og gleymum síðan þeim sem slasaðist. Það koma nýjar slysafréttir og nýtt fólk sem gleymist. , Sá, sem sagt er frá i þessari frétt er Ólafur Gunnarsson, 36 ára gamall, og var hann flugmaður hjá Loftleiðum þegar slysið varð. Hann lifði af — já hann lifir enn og er nú þannig komið fyrir honum að enginn staður er í rauninni fyrir hann í þjóðfélaginu. Hann er utan við „kerfið”. Eins og segir í fréttinni slasaðist hann mikið og lá lengi milli heims og helju. En hann lifði — varla mikið meira en það. Við slysið klipptist á taugar sem tengja saman hugsun og hreyfingu þannig að hann getur ekki hreyft sig. Hann á einnig mjög erfitt með tal en hefur eölilega tilfinningu um allan líkamann. Sem stendur er Ólafur á endurhæfmgardeild Landspitalans þar sem hann hefur verið nú frá 1. nóvermber sl. Atti hann aðeins að vera þar á meðan verið væri að taka ákvörðun um hvert hann ætti helzt að fara til frambúðar en ekkert hefur gerzt i málinu. Hann er of fatlaður til þess að geta verið á Reykjalundi og Sjálfsbjörg treystir sér ekki til þess að taka við honum. En hann er ekki nógu mikill „sjúklingur” til þess að eiga heima á sjúkradeild. „Ég veit að ég á ekki heima hér inni á sjúkrahúsi,” sagði Ólafur þegar DB heimsótti hann á dögunum og ræddi við hann um vandamál hans. „Ég er alls ekki að kvarta yfir meðferðinni hér á deildinni, siður en svo. Hér er mjög vel hugsað um mig. Ég geri mér bara grein fyrir að þetta er ekki rétti staðurinn fyrir mig. Mér finnst eins og ég sé hér að taka upp sjúkrarúm fyrir einhverjum sem þarf að dveljast hér um skamma hrið — á leið sinni út i þjóðfélagið aftur ” Þótt Ólafur geti hvorki hreyft sig né talað þannig að hann skiljist er ekkert í veginum með önnur skilning- arvit hans. Hann bæði sér, heyrir og skilur það sem fram fer i kringum hann. Að vísu gerir hann lítið sér til „skemmtunar”, nánast ekki neitt. Núna hefur hann ekki farið úr sjúkra- herbergi sínu í nokkrar vikur. „Ef ég væri fugl eða eitthvert dýr merkurinnar væri ég ekki látinn lifa,” sagði Ólafur.„Af hverju þarf ntaðurinn að kveljast svona? Mér finnst að þeg- ar svona er komið fyrir manni eigi að gefa manni eitthvað til þess að maður gleymi sér og geti afborið að vera svona á sig kominn. Einnig langar mig til þess að vita hvort ég sé virkilega eini maðurinn á landinu sem svona er ástatt um," segir Ólafur. Er ósennilegt að svo sé. Hann sagði ennfremur að stundum gripi sig mikið vonleysi. Það eru litlar líkur til þess að hann nái sér nokkurn tíma svo að hann geti tekið eðlilegan þátt i hinu daglega lífi. En fyrst lífinu er haldið i honum finnst manni að hann og aðrir sem svipað er ástatt fyrir eigi heimtingu á þvi að vera annars staðar. „Mér finnst hrikaleg tilhugsun að þurfa kannski að vera á sjúkrahúsi i allt að fimmtiu ár,” sagði Ólafur. „Það er ekkert því til fyrirstöðu að ég geti orðið hundgamall. Þetta sem kom fyrir mig getur komið fyrir hvern sem er, hvenærsem er. Ef ég væri innan um aðra sem svipað er ástatt um liði mér áreiðan- lega betur,” sagði hann. Sérstök stofnun í hlýlegu umhverfi Vel mætti hugsa sér að Ólafi og öðrum sem hafa svipaðar þarfir og hann væri komið fyrir á einhverri hjúkrunarstofnun, kannski fyrir utan borgina I hlýlegu umhverfi. Hann þarf mikla daglega umönnun, þjálfun og H Margs konar hjálpartxki eru til i heiminum i dag fyrír þá sem eru fjöl- fatlaðir, meðal annars rafmagnsknúnir hjólastólar og ýmis önnur tæki. Ekki er samt mikið úrval af slfkum tækjum hér á landi.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.