Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 28.08.1978, Qupperneq 20

Dagblaðið - 28.08.1978, Qupperneq 20
20 ð DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 1978. Iþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttir Evrópumeistararnir óstöðvandi — Liverpool vann stórsigur á Maine Road og hef ur sex stig eins og Everton og WB A D „Evrópumeistarar Liverpool eru betri en áður — fyrirlióinn Emlyn Hughes snjall og ánægðari sem miðvörður ásamt Phil Thompson. Það var snjallt hjá Bob Paisley að kaupa Allan Kennedy svo Hughes kæmist aftur I sina gömlu stöðu,” sagði Skotinn frægi, Dennis Law, eftir að Liverpool hafði gjörsigrað Man. City á Maine Road i Manchester á laugardag. Úrslit 1—4 og Liverpool- liðið lék snilldarlega allan leikinn. Rétt er þó að geta þess, að Man. City lék án tveggja sinna sterkustu manna — ensku landsliðsmannanna Dave Watson og Peter Barnes. Graeme Souness skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Liverpool á 15. min. með góðu skoti frá vítateig. Brian Kidd tókst að jafna átta min. síðar. Það stóð ekki lengi. Ray Kennedy' náði aftur forustu fyrii Liverpool á 35. min. og fljótt i siðari hálfleiknum skoruðu þeir Souness og Kenny Dalglish og þar við sat. Man. City átti sín færi. Phil Tompson bjargaði frá Asa Hartford á marklínu og Kidd átti stangarskot. Paul Futcher tókst ekki i sínum fyrsta leik að fylla stöðu Watsons — og leikmenn City áttu ekki aðeins við Liverpool. Áhorfendur reynd- ust þeim erfiðir eins og svo oft áður. Þeir púuðu á eiginn leikmenn — einkum Futcher og Mike Channon. Furðulegt það og leikmenn City gáfust upp fyrir ofureflinu. Liverpool-liðið hefur sigrað i þremur fyrstu leikjum sinum og það verður erfitt fyrir önnur lið að koma í veg fyrir sigur þess á leiktímabilinu — ef liðið sleppur við meiðsli Iykilmanna. Liðið var þannig skipað á laugardag. Clemence, Neal, Allan Kennedy, Hughes, Thompson, Ray Kennedy, McDermott, Souness, Case, Dalglish og Heighway. Sá siðastnefndi fékk góð færi i leiknum en var ekki á skotskónum. Við skulum lita á úrslitin áður en lengra er haldið. 1. deild Birmingham-Derby 1—1 Bristol City-A. Villa 1—0 Coventry-Norwich 4—1 Everton-Arsenal 1 —0 Ipswich-Man. Utd. 3—0 Leeds-Wolves 3-0 Plymouth-Lincoln 2—1 Man. City-Liverpool 1-4 Rotherham-Blackpool 2—1 QPR-Nottm. Forest 0-0 Sheff. Wed.-Colchester 0-0 Southampton-Middlesbro 2—1 Shrewsbury-Swindon 0-0 Tottenham-Chelsea 2—2 Tranmere-Hull 1-3 WBA-Bolton 4-0 Watford-Peterbro 1—2 2. deild 4. deild Brighton-Sunderland 2—0 Bradford-Barnsley 1-2 Cardiff-Oldham 1—3 Darlington-Bournemouth 0-0 C. Palace-West Ham 1—1 Halifax-Grimsby 1—2 Charlton-Bristol Rov. 3-0 Newport-Stockport 1—2 Fulham- Burnley 0-0 Reading-Wigan 2-0 Leicester-Cambridge 1-1 Rochdale-Aldershot 1-1 Newcastle-Luton 1—0 Wimbledon-Northampton 4-1 Notts. Co.-Blackburn 2—1 York-Doncaster 1—1 Orient-Wrexham 0-1 WBA og Everton hafa einnig sex stig Preston-Sheff. Utd. 2-2 eins og Liverpool í 1. deild. WBA hafði Stoke-Millwall 2-0 mikla yfirburði gegn nýliðum Bolton og 3. deild Brentford-Chesterfield Bury-Gillingham Carlisle-Walsall Chester-Exeter Mansfield-Southend Oxford-Swansea 0-3 2-2 1-vO 3-0 1—1 0-2 „VERZLUNARFERÐIR KOMU MER ALLTAF I VONT SKAP, ÞANGAÐ TIL ÉG UPPGÖTVAÐI AYDS '// ,,Ég hataði að máta föt I verzlunum! Mér fannst ég vera kjánaleg, þegar ég stóö þar og var að reyna að troða mér I föt, sem ég vissi að myndu aldrei hæfa mér. Ég var ekkert ofsalega feit, bara 15 kg of þung. En hvaða máli skipta 15 kg? Reyndu að kaupa einhver sómasamleg föt á 17 ára stúlku, sem þarf stærð nr. 16. Það eina, sem ég gat klæðzt, voru buxur og mussa. Ég varð fljótt hundleið á þeim. Þetta vandamál mitt byrjaði I skólanum. Ég var vön að fá heita máltlð þar, svo te (meö brauöi og kökum — auðvitaö!), og þegar ég kom heim.t fékk ég mér heitan kvöldverð. Ég virtist alltaf vera glorhungruð. Þetta lagaðist ekkert, þegar ég kom i Tækniskólann: þeir höfðu mötuneyti, þar sem ég gat keypt snarl allan daginn. Jæja, ég var að reyna ýmsa megrunarkúra og missti fáein kiló, en þá 'var ég vön að slaka á og byrjaði að borða ranga fæðið aftur, þannig aö kilóin voru fljót að koma til baka, þangað til aö ég uppgötvaðu AYDS. Ég haföi lesið um AYDS og ég uppgötvaði, að það var starfandi megrunark’úbbur I bænum, sem ég bý I (kallað- ur SOSS—the Society of Serious Slimmers) Þannig að ég gekk iklúbbinn, borðaði minar AYDS, og hef ekki frá þvi látið undan. Aðeins 1 AYD (eða tvær) meö heitum drykk um þaö bil 20 minútur fyrir hverja máltlð og ég fann, að ég gat hamiö matarlystina. Það var dásamlegt! Ég byrjaöi aö klæöast kjólum i fyrsta skipti I mörg ár — vinir minir voru farnir að halda að ég heföi ljóta fótleggi! Og megrunarklúbbur- inn keypti bikini handa mér. IJfið er dásamlegt núna. Svo sannarlega stórkostlegt. Þökk sé AYDS”. Eftir Mary Coyce eins og hún sagði Anne Isaacs það. Ilvernig Ayds hefur áhrif. Visindamenn halda þvi fram, aö það sé hluti heilans, sem hjálpi þér til að hafa hemil á matarlystinni. Það á rætur sínar að rekja til magns glukosasykurs i blóöinu, sem llkaminn notar sem orkugjafa Þannig, aö þegar magn glukosans minnkar, byrjar þú aö finna til svengdar og þetta á sér venjulega stað stuttu fyrir næstu máltið. En ef þú tekur 1 Ayd (eða tvær) með heitum drykk (sem hjálpar likamanum að vinna fljótar úr þeim) um þaö bil tuttugu minútum fyrir máltið, eykst glukosinn i blóðinu og þú finnur ekki til löng- unar til að borða mikið. Með Ayds borðar þú minna, af þvi að þig langar i minna. Einn kassi Ayds inniheldur eins mánaðar skammt llvers vegna þú þarfnast Ayds —óháð þvi hver þyngd þin er. Ayds innihalda engin lyf, né eru þær til uppfyllingar. Þær innihalda vitamin og steinefni — mjög mikilvæg til þess aö vernda þá, sem eru að megra sig og eru ekki vissir um að þeir fái næg vitamin, þegar þeir borða mjög hitaeininga- snauða fæðu. Einnig finnst mörgu fólki erfitt aö halda sig að skynsamlegu fæði. Ayds hjálpar þeim einmitt við það. Þær hjálpa þér viö aö endurhæfa matarlystina og halda þyngd þinni i skefjum — vandamál'sem er þaö sama, hvort sem þig langar til að missa 2 kg eða 20 kg. Þú missir liklega nokkur kiló tiltölulega fljótlega, en endurhæfing matarlystarinnar tekur alltaf nokkurn tima. Mary fyrir Avds: 72 kjj. Mary rftir Ayds: 57 kg. HH 75 95 StærA lfi. x:$ «2 87 StærA 10. Byrjið Ayds kúrinn ú morgun og eftir mánuð gœtir þú orðið nokkrum kilóum léttari Vauilla Flavour Jyds. VitaminandMiueml Mánaðar megrunarkúr í hverjum kassa NB: Ef þú ert alltof þung(ur) skaltu ráðfæra þig viö lækni þinn, áður en þú byrjar i megrunarkúr. Þaö er ekki mælt með Ayds kúrnum fyrir fólk, sem þjáist af offitu vegna efnaskiptasjúkdóma. Sérher Ayd inniheldur 25 hita- einingar i mola og sérhver únsa er bætt með: A vitamini 850 I.U., B 1 vítamini (Thiamine hydrochloride) 0.425 mg B2 vitamin (Riboflavin) 0.425 mg Nicotinic acid (Niacin) 6,49 mg, Calium 216,5 mg. Fosfór 197,6 mg. Járn 5,41 mg. Ayds fœst í flest öllum lyfjabúðum um land allt skoraði tvö mörk í hvorum hálfleik. Alister Brown tvö og svertingjarnir Laurie Cunningham og Cyrille Regis sitt hvort markið. Dave Thomas skoraði eina mark Everton gegn Arsenal en liðið hefði átt að skora mun fleiri mörk. Svo miklir voru yfirburðir Liverpool-liðsins. Undir lokin varð svo Woods mark- vörður að taka á öllu sinu til að verja frá Liam Brady. Leikur Lundúnaliðanna, Tottenham og Chelsea, var skemmtilegur fyrir 42 þúsund áhorfendur. John' Duncan skoraði fyrsta mark leiksins á 10. min. fyrir Tottenham eftir gott upphlaup Argentinumannanna Ardiles og Villa. Peter Swain jafnaði eftir mikil mistök Glen Hoddles, sem var ekki sjálfum sér líkur i leiknum. Rétt fyrir hálfleik náði Tottenham aftur forustu. Enn voru Argentinumennirnir bakvið upphlaupið og Gerry Armstrong skoraði. Á 49. min. jafnaði Swain aftur — og þar við sat. Vestar i Lundúnum gerði QPR jafntefli við meistara Nottm. Forest. Ekkert mark skorað og Forest hefur enn ekki unnið leik. Heldur ekki tapað — en ekki munaði miklu á laugardag. Kevin Beattie, enski landsliðs- maðurinn, lék með Ipswich á ný. Var bezti maður á vellinum og sjálfstraust bikarmeistaranna blossaði upp á ný. Robson framkvæmdastjóri hafði líka lát- ið leikmenn sína horfa á filmu af sigur- leiknum við Arsenal i vor! Paul Mariner tókst að skora fyrir Ipswich á 16. mín. og mikið jafnræði var með liðunum fram i miðjan siðari hálfleikinn. Þá skoruðu þeir Mariner og Talbot tvö mörk fyrir Ipswich á sömu mínútunni. Fyrsti sigur Ipswich var þá i höfn. Leeds vann einnig 3—0 sigur — gegn Úlfunum, sem ekki hafa hlotið stig og ekki skorað mark. Ray Hankin og Frank Gray, viti, skoruðu fyrir Leeds á 26. og 28. mín. og Currie á 55. mín. Um aöra leiki i 1. deild er það að segja, að Coventry vann Norwich auðveldlega. Þeir Beck, Powell, Wallace og Ferguson skoruðu mörk liðsins en Martin Peters eina mark Norwich. Gerry Daly náði forustu fyrir Derby í Birmingham en Don Givens jafnaði. Fyrsta mark hans fyrir Birmingham. Alan Ball lék aðalhlutverkið hjá Dýrlingnum. Dave Armstrong skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Middlesbro. Chris Nicholl jafnaði eftir undirbúning Ball og Ball sjálfur skoraði svo sigur- markið. David Rodgers skoraði mark Bristol City og það nægði til sigurs gegn Aston Villa, sem þar tapaði í fyrsta sinn á leiktimabilinu. t 2. deild er Stoke eina liðið, sem * sigrað hefur í leikjunum þremur. Alan Birmingham á eftir Dirceu „Ef ég gerist ekki leikmaður hjáí Birmingham þá fer ég til Mexikó,” sagði brasiliski landsliðsmaðurinn I knattspyrnunni Dirceu Jose Guimaras f Rio de Janeiro i gær. Hann skýrði frá þvi að hringt hefði verið i hann frá Birmingham — og eftir þvi, sem skýrt er frá i blöðunum hefur Birmingham boðið 400 þúsund sterlingspund I leikmanninn. Það eru um 16 milljónir j cruzciros. Félag Dirceu, Vasco da Cama ! hafði sett upp átta milljónir cruzeiros, brasiliska myntin, fýrir leikmanninn. Mexikanska félagið America hefur boðið 13 milljónir cruzeiros I hann. Durban er þar að gera góða hluti. Busby og svertinginn Crooks skoruðu gegn Millwall. C.P. og West Ham gerðu jafn- tefli að viðstöddum 32.611 áhorfendum. Alan Curbishley skoraði mark WH en Billy Gilbert jafnaði. Newcastle vann i fyrsta sinn frá því 2. janúar. Nýi leik- maðurinn frá Everton, Jim Pearson, skoraöi eina mark leiksins gegn Luton. Derek Hales skoraði tvö mörk fyrir Charlton og hefur skorað 100 deilda- mörk. Graham Whittle skoraði sigur- mark Wrexham úr vítaspymu gegn Orient. Tommy Smith, fyrrum fyrirliði Liverpool, er nú fyrirliði Swansea og liðið stendur sig mjög vel. Þá hefur Barnsley, sem Alan Clarke leikur nú við og stjórnar, unnið í öllum sínum leikj- um. Staðan er nú þannig: Liverpool 3 3 0 0 9—2 6 WBA 3 3 0 0 7—1 6 Everton 3 3 0 0 4—0 6 Coventry 3 2 1 0 6-2 5 Brístol C. 3 2 1 0 4-2 5 A. Villa 3 2 0 1 5—2 4 Man. Utd. 3 2 0 1 4-5 4 Leeds 3 1 1 1 7-5 3 Chelsea 3 1 1 1 3—3 3 Nott. For. 3 0 3 0 i-i 3 Norwich 3 1 1 1 5—6 i Southampton 3 1 1 1 5—6 3 Middlesbro 3 1 0 2 5—5 2 Arsenal 3 0 2 1 3-4 2 Ipswich 3 1 0 2 4-5 2 Derby 3 0 2 1 3-4 2 Tottenham 3 0 2 1 4—7 2 Man. City 3 0 2 1 3—6 2 QPR 3 0 1 2 1-3 l Birmingham 3 0 1 2 2-5 1 Bolton 3 0 1 2 3—8 1 Wolves 3 0 0 3 0—5 0 2. deild Stoke 3 3: 0 0 5—0 6 West Ham 3 2 1 0 9-3 5 Wrexham 3 2 1 0 2—0 5 Preston 3 1 2 0 8-5 4 Oríent 3 2 0 1 5-2 4 C. Palace 3 1 2 0 5-3 4 Óldham 3 2 0 1 7-8 4 Charlton 3 1 1 1 4-2 3 Cambrídge 3 1 1 1 3—2 3 Sheff. Utd. 3 1 I 1 3-3 3 Burnley 3 0 3 0 3-3 3 Bríghton 3 1 1 1 4—2 3 Millwall 3 1 1 1 3-4 3 Notts. Co. 3 1 1 1 5-7 3 Luton 3 1 0 2 7-5 2 Leicester 3 0 2 1 3-4 2 Brístol Rov. 3 1 0 2 4—7 2 Newcastle 3 1 0 2 3—6 2 Sunderland 3 1 0 2 1—5 2 Blackburn 3 0 1 2 3-7 1 Cardiff 3 0 1 2 3—7 1 Fulham 3 0 1 2 1-4 1 Öster heldur forustunni Öster gerði jafntefli við Gautaborg i Allsvenskan i gær, 2—2 á heimavelli. Gautaborg náði forustu I leiknum en öster komst yfir með mörkum Peter Svensson og Teits Þórðarsonar. Rétt fyrir leikslok jafnaði Gautaborg. öster er efst i Ailsvenskan með 24 stig. Kalmar, sem vann Norrköping, 2—0, er í öðru sæti með 22 stig. Malmö FF tapaði fyrir Hammerby og er með 21 stig. í 2. deild vann Jönköping Trelleborg 1—0 og hefur 20 stig — aðeins þremur stigum á eftir efsta liðinu IFK Malmö. Markhæsti leikmaður I Allsvenskan er Per Olav Ohlsson, Norrköping, með 11 mörk. Teitur er i öðru sæti ásamt öðrum leikmanni með 9 mörk. Enn sigrar Andretti Mario Andrétti, USA, sigraði i hollenzka grand prix kappakstrinum I Zanvoort I gær. Aðeins þrjú mót eru eftir og virðist Andretti nokkuð öruggur með heimsmeistaratitilinn. Annar i gær varð Sviinn Ronnie Petersson og þríðji Niki Lauda. Meöalhraði Andretti var 188.17 km, en Lauda náði mestum hraða á hríng 191.200 km.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.