Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 13.12.1978, Qupperneq 6

Dagblaðið - 13.12.1978, Qupperneq 6
6 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1978. HVAÐ SEGJA ÞAU UM SKOÐANAKÖNNUNINA? ' " * Vegfarendur teknir taliog spurðirálits - Niðurstöður skoðanakönnunar Dagblaðsins um það hvaða stjörn- málaflokki fólk myndi grciða atkvæði sitt, ef þingkosningar færu fram nú, hafa að vonum vakið mikla athygli. Samkvæmt niðurstöðum þessum myndi Sjálfstæðisflokkurinn vinna fimm þingsæti af stjórnarflokkunum. Framsóknarflokkurinn myndi tapa þrem kjördæmakjörnum þingmönnum, tveimur til Sjálfstæðis- flokksins og einum til Alþýðuflokksins, og Alþýðubandalagið tapa cinum þingmanni og Alþýðuflokkurinn einnig einum. Dagblaðið tók nokkra vegfarendur tali og spurði þá um álit þeirra á niðurstöðunni. / . HP. Pappfrsskurðar- hnífur Til sölu er „Ideal” pappírsskurðarhnífur, rafknúinn, skurðarbreidd 65 cm. Upp- lýsingar í síma 22133. Ríkisstjómin er góðogáeftirað verða betri „Ég held að það sé alls ekki rétt mynd að Sjálfstæðisflokkurinn myndi vinna fimm þingsæti af stjórninni í dag," sagði Kristinn Hallstcinsson sjómaður í viðtali við DB. „Ríkisstjórnin er ágæt og á eftir að verða betri, auk þess sem það er alls ekki komin á hana næg reynsla," sagði Kristinn ennfremur. „Ég vona að þeir geti staöið við það sem þeir hafa lofað og ég er eindreginn stuðningsmaður.” Breyttur opnunartfmi Amerísku stytturnar frá lee Borten nýkomnar Nag bilastsBi a.m.k. 6 kvöldin 'lilOVlí'AMXIIIÍ HAFNARSTRÆTI Simi 12717 Póstsendum. SKÚBÚÐIN SUÐURVERI STIGAHLÍÐ 45-47. SÍMI83225 ÓDÝRIR, GÓÐIR SKÓR Kvenleðurstígvól, yfirvídd. Stærðir: 36—38. Kr. 6.800.- Loð- fóðruð vinyl- stígvól. Stærðir: 34-38 Kr. 4.900. Franskir loðfóðraðir kuldaskór. Stærðir:24—46. Verð frá kr. 9.000.- Þetta er ekki rétt mynd „Ég tel þetta ekki vera rétta mynd, án þess að ég geti rökstutt það svona á stundinni,” sagði Helga Hilmarsdóttir götunarstúlka. „Samt sem áður er ýmis- legt ekki nógu gott, eins og t.d. launa- málin. Ríkisstjórnin á að berjast meira fyrir bættum kjörum láglaunafólks og mér sýnist hún hafa gert tillögur i þá átt,” sagði Helga ennfremur. „Það er hins vegar ekki komið í Ijós og það getur verið að það lagist.” Þettaerekki ^ fjarri lagi „Þetta er ekki fjarri lagi,” sagði Guðrún Ásgrfmsdóttir húsmóðir. „Það er alla vega ljóst að ríkisstjórnin hefur tapað einhverju fylgi frá síðustu kosningum. Aðalástæðan fyrir því eru launa- málin," sagði Guðrún ennfremur. Hún taldi einnig að aðgerðir eins og niður- greiðslur nægðu ekki til þess að endur- heimta vinsældir og dró i efa að sam- komulag stjórnarflokkanna yrði nægilega gott til þess að endast út allt kjörtimabilið. Of snemmt að segja nokkuð „Ég veit ekki hvað skal segja um þess- ar niðurstöður,” sagði Eövarð Ingólfsson iðnverkamaður. „Ég er ekki viss um að ég myndi styðja Sjálfstæðisflokkinn ef til kosninga kæmi nú og ég verð að segja að mér finnst ekki vera komin nægilega mikil reynsla á þessa ríkisstjórn til þess að hægt sé að leggja dóm á hana.” Niðurstöð- urnar eru fjarstæða „Ég held að þetta sé algjör fjarstæða," sagði Sæmundur E. Helgason krana- maður. „Sjálfstæðismenn höfðu enga lausn á vandanum og ég held að það yrði enginn bættari með að þeir kæmust að. Ráðstafanir stjórnarflokkanna í efna- hagsmálum eru strax farnar að koma okkur til góðs og ég vona að ríkisstjórnin sitji sem lengst okkur öllum til góðs.” Kausekki þessa stjóm Tillögur Sjálf- stæðisf lokksins f efnahagsmálum nauðsynlegar „Um þetta vil ég segja það að ég tel áróður og glamuryrði hinna stjórnmála- flokkanna fyrir kosningarnar siðustu hafa átt mikinn þátt í ósigri Sjálfstæðis- flokksins,” sagði Lárus Róbertsson verzlunarstjóri i viðtali við DB. „Þetta átti sérstaklega við um svokölluð kaup- ránslög en mér sýnist að það hafi komið áþreifanlega i ljós að þetta voru aðgerðir sem nauðsynlegar voru.” „Ég held að þetta sé rétt, þetta er allt komið út í hálfgerða óstjórn,” sagði Sigrún Halldórsdóttir fóstra. „Mér finnst langt i land með að þeir hafi staðið við það sem þeir lofuðu um kosningarnar í vor og ég dreg i efa að þeir standi við það. Nei, ég kaus ekki þessa stjórn yfir mig.” Hef ekki mikla trú á henni „Ég styð Sjálfstæðisflokkinn i þessu máli,” sagði Páll Halldórsson lyftustjóri. „Þessi ríkisstjórn hefur ekki staðið sig nógu vel, sérstaklega hvernig hún hefur farið með kaupið. Ráðstafanir hennar í efnahagsmálum hafa að minu mati ekki komið nógu vel út, en á það er að lita að hún hefur ekki verið lengi við völd. Það er kannski rétt að gefa henni meiri tíma en ég hef ekki mikla trú á henni,” sagði Páll ennfremur.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.