Dagblaðið - 13.12.1978, Page 15
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1978.
15
að samþykkja allar kröfur Friðriks. sem
„aðallega hafa verið peningalegar. Með
slíkum mönnum getur „aldrei tekist far-
sælt samstarr.”
Varaforseti SÍ fullyrðir í svari sinu að
Friðrik hafi fullvel vitað um samþykki
stjórnar SÍ i þá veru að Einar Einarsson
skyldi verða gjaldkeri Fide næði Friðrik
kjöri. enda hafi það upphaflega verið
hugmynd Friðriks sjálfs að Einar yrði
gjaldkeri. Þar hafi Friðrik misnotað Fide
og beitt brögðum. „Hvar stendur það í
lögum Fide að forseti samtakanna
hafi eitthvert vald, sem veiti honum rétt
til þess að brjóta lög Fide og ganga gjör-
samlega á svig við samþykktir stjórnar
SÍ, sem gerðar eru eftir lagabókstafn-
um?” spyr Högni. Hann segir að Friðrik
telji sig æðri öllum, sem ekki séu honum
sammála. „Hann gengur svo langt, að
hann lætur það verða sitt fyrsta verk
eftir að hann hefur náð kjöri sem forseti
Fide, að níðast á eigin skáksambandi og
þeim mönnum, sem dyggilegast höfðu
stutt hann til þeirrar vegsemdar,” segir
Högni Torfason.
Högni telur Friðrik hafa komið afar
illa fram þegar hann hafnaði Einari S.
Einarssyni i embætti gjaldkera Fide, i
því máli hafi Friðrik ekki sýnt
manndóm. „Svo náði hann kjöri og þá
var stundin runnin upp til að reiða fram
veislukostinn, niðast á sínu eigin skák-
sambandi og þverbrjóta lög Fide að
geðþótta. Öll þessi vinnubrögð minna
óþyrmilega á orð skáldsins: „Ó, þú
Guðslambið Odda frá/ill var þín gangan
fyrsta.”
Verður nú stöðugt fróðlegra að
fylgjast með þessum einstöku og
hatrömmudeilum.
ÓV.
efndi til sterkasta og glæsilegasta skák-
móts, sem haldið hefur verið hér á landi.
Þá setti Friðrik Ólafsson fram þá kröfu,
að hann og Guðmundur Sigurjónsson,
stórmeistari, fengju greidda fyrirfram þá
upphæð, sem næmi væntanlegum
kostnaði Skáksambandsins af hótelfæði
erlendra keppenda á mótinu... Hefði
verið farið að þessari kröfu, segir Högni,
þá hefði það valdið SÍ óbærilegum
kostnaði. Hann lætur i það skina, að
Friðrik hafi gert ótal aðrar fjárkröfur til
skákhreyfingarinnar. Afstaða Friðriks
til Einars S. Einarssonar og annarra
stjómarmanna mótist fyrst og fremst af
því að þeir hafi ekki „verið þær læpur”
Forseti og varaforseti Skáksambandsins.
Einarsson.
Högni Torfason til vinstri og Einar a.
Nýbygging við JL-húsið
Undanfarið hafa átt sérstaðýmsar
breytingar og endurbætur á JL-
húsinu. Opnuð hefur verið ný
byggingavörudeild á 1. og 2. hæð i
austurenda hússins, gólfflötur er 600
fm. Hér er um að ræða fjórfalt stærra
húsnæði en fyrri verzlun var í og var
þessi stækkun möguleg vegna
nýbyggingar við bakhlið hússins.
Raftækjadeildin, sem var á 2. hæð,
hefur nú verið flutt í nýinnréttað
húsnæði á 1. hæð og verður lögð
aukin áherzla á úrval alls konar ljós-
tækja og raftækja. Húsgagnadeildin,
sem er á 3. 4. og 5. hæð, verður nú
einnig á 2. hæð og verða þar til sölu
svefnherbergishúsgögn auk léttra hús-
gagna fyrir eldhús og borðstofur. Á 5.
hæð verða seldir með miklum afslætti
stakir og gallaðir hlutir úr öllum
deildum.
Birgir Breiðdal arkitekt teiknaði
nýbygginguna, svo og allar
Innréttinar, sem Trausti Traustason
trésmiðameistari sá um smíði á.
-GAJ-
Gleðileg
jölagjöf
Nú gefur Happdrætti Há-
skólans þér kost á skemmti-
legri og óvenjulegri jólagjöf ■
handa vinum og vanda-
mönnum.
Þú getur fengiö sérstakt
gjafakort hjá næsta
umboðsmanni HHÍ. Gjafa- ■
kortið er gefió út á nafn, eri
eigandi þess getur svö-váli^.
sér miöa í HHÍ ’79 stráx’jeftj&v
hátíöar hjá hvaöa umbpós^
manni sem er!
Gjafakort HHÍ getur óváent
oröið aó gleðilegri jólagjöf,
ef vinningur fellur á ‘;^v
miöann, sem valinn er.
Vinningur er alls ekki ólík-
legur — vinningshlutfall
HHÍ er þaö hæsta í heimi!
HAPPDRÆTTI HASKOLA ISLANDS
Menntun í þágu atvinnuveganna
Húsateikningar
af einbýlishúsi
til sölu — sérteiknaðar. Uppl.
hjá auglýsingaþjónustu Dag-
blaðsins, sími 27022.
Nýjarbœkur
GUÐMUNDUR HALLDÓRSSON
Þar sem
bændurnir
brugga í friði
Þetta er saga heimslistar og heima-
bruggs. Betri skil hafa ekki verið gerð
þessum snara þætti sveitalífs
kreppuáranna.
Mæðiveikin á næsta leiti; bændur í
botnlausum skuldum og ótímabærar
barneignir og bæjarleki, en sumir eru
af þeirri gæsku gjörðir að gera gott
úr hverjum hlut, kæta mannlífið.
STEFÁN JÚLfUSSON
Árni Birtingur og
skutlan í skálanum
Bók um ungt fólk, ástir þess og
áhugamál
Ungt fólk er fljótt til athafna og það
sannaðist á Árna Birtingi, þegar að
skutlan í skálanum afgreiddi hann og
ærði þótt hún vildi ekkert með hann
hafa. Eina vorbjarta nóttina klifraði
hann inn um gluggann til hennar
með gítarinn sinn og söng: Ég vil fara
undir fötin við þig kæra.
Fimmta blndi bókaflokksins
Frömuðir sögunnar og landa-
funda
Francis Drake
landkönnuður, sæfari og sjó-
ræningi
Kristín Thorlacíus þýddi
Francis Drake var knúinn sterkri trú-
arhvöt og girnd eftir ránsfeng. Hann
sigldi ungur forboðnar slóðir, braust
að „gullkistum heimsins" og sigldi
umhverfis jörðina á árunum 1577—
80. Ævintýraleg frásögn ótrúlegs
æviskeiðs.
Helgalok
eftir Hafliða Vilhelmsson
höfund metsölubókarinnar
LEIÐ 12, HLEMMUR-FELL
Það getur verið örlagaríkt að taka
unga konu upp í bíl sinn í Hvalfirði.
Sérstaklega ef konan er e.t.v. selur á
land genginn og seiður hennar er
slíkur að hún nær algjörum tökum á
velgjörðarmanni sínum svo nær
liggur sturlun af ást og afbrýði.
• • • •
Om&Orlygur
Vesturgötu 42 síu/i:25722
Árni Birtingur og
skutlan í
skálanum