Dagblaðið - 05.03.1979, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR S.MARZ1979.
f Þotu- Ha
hieyfill-
inn: OD
nn er eins og tunna
opin í báða enda...
Jón Á. skrifar:
í Dagblaðinu fyrir nokkru var
svarað fyrirspurn um hvert væri
'fyrsta kjarnorkuknúna skip veraldar.
Mig langar að vita sitthvað um
þotuhreyfilinn eða þrýstiloftshreyfil-
inn, t.d. hverjir voru upphafsmenn
hansoghvemighannvinnur. Efþátt-
urinn getur væri vel þegið að hann
segði eitthvað meira um hann. Fyrir-
fram þökk.
SVAR:
Það er ekki heiglum hent að lýsa
heilum þotuhreyfli, sérstaklega þegar
sérfræðikunnáttuna vantar, samt
skal reynt og vonandi kemur það,
ekkiaðsök.
Upp úr 1930 var farið að vinna að
svokölluðum þotuhreyfli eða gagn-
verkunarhreyfli. í aðaldráttum er
þotuhreyfillinn mjög einfaldur véla-
búnaður. Hann er eins og tunna,
opin i báða enda. Mikið loftmagn er
sogað inn um framendann og þjappað
saman á vélrænan hátt. f miðjum
kagganum er brunahol sem alið er á
samþjöppuðu loftinu og sirennandi
eldsneytisúða. Þegar blandan brenn-
ur hækkar hiti hennar og þrýstingur
snögglega. Hún þenst út og þýtur út
um útrásaropin aðaftan.
Segja má að brezkur maður að
nafni Frank Whittle flugliðsforingi í
l
REYKJAVÍK
i Herradeild JMJ
VIÐ HLEMM
HJtmá jOaca
ftíreittár
ætíum við...
Hvað er langt síðan fjölskyldan
ætlaði sér aö kaupa uppþvottavél,
nýtt sófasett, litasjónvarp, jafnvel
ferð til útlanda eða ... ?
Sparilánakerfi Landsbankans er
svar við þörfum heimilisins, óskum
fjölskyldunnar eða óvæntum út-
gjöldum.
Með reglubundnum greiðslum
inn á sparilánareikning í Lands-
bankanum getur fjölskyldan
safnað álitlegri upphæð í um-
saminn tíma. Að þeim tíma loknum
getur hún fengið sparilán strax eða
síðar. Sparilán, sem getur verið
ailt að 100% hærra en sparnaðar-
æðin og endurgreiðist á allt
4 árum.
ar sparnaðarupphæðin og
lánið eru lögö saman eru
upin eða útgjöldin auöveldari
fangs.
Blðjlð Landsbankann um
llnglnn um sparilánakerfið.
Sparifjársöfhun tengd réttí tíi lán
Sparnaður
þinn eftir
12 mónuöi
18 mónuöi
24 mónuði
Mónaöarleg
innborgun
hámarksupphæö
25.000
25.000
25.000
Sparnaöur (
lok tímabils
300.000
450.000
600.000
Landsbankinn
lónar þér
300.000
675.000
1.200.000
Róöstöfunarfé
þitt 1)
627.876
1.188.871
1.912.618
Mónaöarleg
endurgreiösla
28.368
32.598
39.122
Þú endurgreiðir
Landsbankanum
ó12 mónuöum
ó27 mónuöum
ó48 mónuöum
1) í tölum þcssurtf cr reiknað með 19% vöxtum af innlögðu fé, 24% vöxtum af lánuöu fé, svo og kostnaði vcgna lántöku. Tölur þcssar gcta
brcytzt miöað við hvenær sparnaður hefst. Vaxtakjör spamaðar og láns cru háð vaxtaákvörðun Scðlabanka islands á hvcrjum tima.
LANDSBANKINN
& ’Hlán-íryggiitg íframtíð
brezka flughernum, sé' upphafs-
maður þotuhreyfilsins. En vegna
áhugaleysis brezkra yfirvalda og fjár-
skorts gengu tilraunir Whittles hægt.
Þjóðverjar sáu hins vegar fljótt hvað
hægt var að gera við þetta nýja
undratæki. Var það árið 1935 að
eðlisfræðistúdentinn Hans von
Ohain hóf frekari tilraunir með smíði
þotuhreyfils i samráði við Henkel-
flugvélafyrirtækið í Þýzkalandi.
Ekki gekk allt að óskum hjá þeim
köppum i fyrstu en 1939 var fyrsti
hreyfillinn settur í Henkel He 178
orrustuvél. Þar með var fyrsta þotu-
flug sögunnar hafið. Á eftir henni,
nokkrum árum seinna, skreið úr
hlaði brezka herflugvélin Gastler
Meteror og siðan kom Þjóðverjinn
aftur með sína vél af gerðinni ME-
262, mikið endurbætta.
Fyrst í stað var þotuhreyfillinn
ekki notaður í farjjegaflugvélar
sökum mikillar eldsneytsieyðslu.
í gerð þotuhreyfla er forblásturs-
hreyfillinn ef til vill merkasta nýjung-
in sem fram hefur komið til þessa.
Hann byggist á því, í stórum drátt-
um, að útblástursloftið er tekið út um
endann á minni hraða en þotuhreyfl-
inum. Það loftmagn sem fer í gegn-
um forblásturshreyfilinn er miklu
meira en það sem fer í gegnum þotu-
hreyfilinn og leggst því miklu þyngra
á. Þannig framleiðir forblásturs-
hreyfillinn í rauninni meiri kný, eti
þarf þó minna eldsneyti.
Fyrsti þrýstiloftshreyfillinn fram-
leiddi um 1,2 kg af kný fyrir hvert kg
hrey.fiþunga. En nú, þegar hreyflarn-
ir eru þó orðnir talsvert stærri og
ekki nærri því eins einfaidir, er hlut-
fallið um fjórir á móti einum.
Hreyfilknýr jteirra Whittles og von
Ohain var einhvers staðar í kringum
450 kg en nú er hann kominn upp i
13.600 kg i herflugvélum og yfir
8.000 kg í farþegaflugvélum.
Þegar komið er upp í þrefaldan og
fjórfaldan hljóðhraða með það elds-
neyti og hreyfilefni, sem nú tíðkast,
er sem sé orðin jjörf fyrir nýja tegund
og gerð aflvélar. Þessi nýtízkulegasti
er, þótt kostulegt sé, einfaldasti flug-
vélahreyfill sem um getur því að í
honum hreyfist enginn hlutur. Hann
er kallaður þrýstill. Hann er eins og
þotuhreyfill án þjöppu og hverfils.
Einnig er í athugun svokallaður
eldflaugarhreyfill í flugvélar. Eld-
flaugin framleiðir kný með útþenslu
útblásturslofts sem myndast við
bruna eldsneytis á sama hátt og þotu-
hreyfillinn og þrýstillinn. En i nán-
ustu framtíð verður þotuhreyfillinn
aðalaflvél allra stærri og smærri flug-
véla.
Vonandi skilurðu eitthvað af
jjessu, Jón. Við reyndum að gera
okkar bezta.
Guöjón H. Pálsson.
Auglýsing
Þeirra
eigin
oró
„Samtök launafólks
standi vörð um kjaraatriði”
— segir í ályktun Verkamannasam
bands íslands 8. febrúar sl.
um samninganna rift, áskilur
Verkamannasamband íslands
sér rétt til allra þeirra gagnað-
gerða sem þurfa þykir.
Jafn-
F’RAMKVÆMDASTJORN
Verkamannasambands íslands
samþ.vkkti ályktun hinn 8.
febrúar, þar sem hún varaði
ríkisstjórn og Alþingi við að
rifta samningunum frá 22. júní
Í977. í ályktuninni segir enn
fremur:
„Væri hins vegar kjaraatrið-
framt heitir framkvæmda-
stjórnin á öll samtök launafólks
að standa vörð um kjaraatriði
samninganna."
99
Ríkisstjórnin fái starfs-
frið tíl að ná árangri í bar-
áttunni við verðbólguna”
- segir í ályktun Verkamannasam-
bands íslands 25. nóvember sl.
Hinn 25. nóvember sl. kom
sambandsstjórn Verkamanna-
sambands Islands saman og
samþykkti ályktun, þar sem
m.a. segir:
„Fundurinn lýsir stuðningi
við efnahágsi áðstafanir íkis-
stjórnarinnar 5. september síð-
astliðinn og fyrirhugaðar ráð-
stafanir 1. desember næstkom-
andi og leggur í því sambandi
sérstaka áherzlu á þau félags-
legu réttindamál, sem gert er
ráð fyrir að lögfest verði á
næstu vikum. Framangreindar
ráðstafanir éru bráðabirgðaráð-
stafanir. en fundurinn telur
óhjákvæmilegt að ríkisstjórnin
fái starfsfrið til þess að ná
árangri í baráttunni við verð-
bólguna og vill VMSÍ veita
henni lið í því efni.“
Nokkrir sjálfstœöismenn.