Dagblaðið - 05.03.1979, Page 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. MARZ 1979.
Erlendar
fréttir
REUTER
Stríði Kínverja og
Víetnama að Ijúka
— Hua formaður hefur tilkynnt að kínverska herliðið verði kallað heim
9
N
f
OPEC ríkin
hóta vest-
rænum olíu-
fyrirtækjum
hörðum
aðgerðum
Dr. Mana Al-Oteiba, formaður sam-
taka olíuútflutningsríkja, OPEC,
hefur hótað þvi að koma í veg fyrir sölu
á olíu til vestrænna olíufyrirtækja, sem
að hans sögn okra á endursölu á olíu til
viðskiptavina sinna að hans sögn.
Dr. Oteiba hótaði þessu á fyrstu ráð-
stefnu araba, sem haldin er um orku-
mál í Abu Dhabi. Ráðstefnan hófst i
gær.
í New York sagði sérfræðingur i
olíumálum, Walter Levy í sjónvarps-
viðtali, að þau ríki sem þyrftu að flytja
inn mikla olíu yrðu að sameinast til
þess að koma í veg fyrir stórgróða olíu-
framleiðsluríkja og stórra oliuauð-
hringa.
Dagblað alþýðunnar í Peking sagði
í morgun að stríði Kínverja og Víet-
nama væri nú að ljúka. Dagblað al-
þýðunnar, sem er málgagn kínverska
kommúnistaflokksins greindi frá
þessu í leiðara á 81 árs afmælisdegj
hins látna forsætisráðherra Kínverja
Chou en lai. Kínverskir leiðtogar
hafa einnig haldið því fram undan-
farna daga, að stríðinu væri aðIjúka.
Víetnamar hafa lýst því yfir að þeir
muni herða varnarstríð sitt gegn
Kínverjum og túlka diplómatar það á
þann veg að þeir reyni á þann hátt að
koma í veg fyrir að Kínverjar geti
lýst yfir sigri í stríði þjóðanna.
Sautján dagar eru nú liðnir frá því
að Kínvérjar hófu innrásina í Víet-
nam og sögðu kínverskir leiðtogar nú
um helgina, að kínverskar hersveitir
hefðu náð markmiði sínu, sem væri
að sýna víetnömskum ráðamönnum
fram á það að vopnuð íhlutun til þess
að hafa áhrif á stjórn annarra ríkja
borgaði sig ekki.
Hua kuo feng formaður kínverska
kommúnistaflokksins sagði í viðtali
við brezka iðnaðarráðherrann, Eric
Varley i gær, að stríðinu væri að
ljúka. Þar sagði formaðurinn, að
Kínverjar sæktust ekki eftir víet-
nömsku landi og að Kínverjar hefðu
nú dregið úr aðgerðum sínum í Víet-
nam og myndu kalla herlið sitt heim
innan tíðar.
Vonir standa til að nú sjái fyrir endann i striði Vietnamaog Kinverja. Hér er særður víetnamskur hermaður fluttur á
brott af félögum sínum.
V.
✓
Samfarír valda
krabbameini í
móðurlífi kvenna
— sérstaklega meðal eiginkvenna
járniðnaðarmanna
Konur sem giftar eru eða búa með
jámiðnaðarmönnum eru í margfalt
meiri hættu gagnvart krabbameini i
móðurlifi en aðrar. Rannsókn sem
nýlokið er og gerð var af sænska
alþýöusambandinu og samtökum járn-
iðnaðarmanna, sýnir að eiginkonum
járniðnaðarmanna er 40 sinnum
hættara við slíku krabbameini en
öðrum konum.
Rannsóknin var hafin vegna þess að
öryggisfulltrúi járniðnaðarsamtakanna
fékk áhyggjur af háu hlutfalli starfs-
félaga hans og ekki hvað sízt eigin-
kvenna þeirra, sem dóu úr krabba-
meini. Sænska alþýðusambandið tók
síðan þátt í rannsókninni með járn-
iðnaðarsamtökunum.
AthygUn beindist sérstaklega að
þeim mönnum, sem nota sérstakar
olíur við málmskurð. Talið er að þessi
efni flytjist frá eiginmanninum til eigin-
konunnar við samfarir.
Rannsóknin nær til allra dauðsfalla
af völdum krabbameins'meðal járn-
iðnaðarmanna og eiginkvenna þeirra á
árabilinu frá 1963—1976. Tölur varð-
andi karlmennina eru ekki ógnvekj-
andi, en eiginkonum þeirra er 40
sinnum hættara við móðurlífskrabba-
meini en öðrum konum. Meira en
helmingur þeirra kvenna er dóu, voru
giftar slípurum, eða járnskurðarmönn-
um, en það eru þeir menn sem nota
skurðarolíuna.
Rannsóknin hefur nú verið fengin í
hendur Olov Axelson prófessors við
rannsóknarstofnun atvinnusjúkdóma í
Linköping, en hann mun dæma um
niðurstöðumar læknisfræðilega.
Talsmenn járniðnaðarsamtakanna
óg sænska alþýðusambandsins hafa
lagt mikla áherzlu á að krafizt verði
strangra öryggisreglna um meðferð
þessarar skurðarolíu, þannig að komið
verði í veg fyrir krabbamein af völdum
hennar.
Árlega fá 800 konur í Svíþjóð
krabbamein i móðurlíf og árið 1976
dóu 600 konur af sjúkdómnum. Orsök
er mjög oft tengd maka og þekkist það
víðar úr heiminum. Rannsóknir í Bret-
landi og Ástralíu sýna að eiginkonur
verkamanna er fimm sinnum hættara
við móðurlífskrabbameini en eigin-
konum forstjóra.
Spánn:
Fjórtán ára drengur
drepinn fóeirðum
Fjórtán ára drengur var drepinn í særzt er lögreglan skaut gúmkúlum og
götuóeirðum á Spáni í gærkvöldi er beitti táragasi á hóp mótmælenda í
hann varð fyrir gúmkúlu frá lögreglu. þorpinu Parla suður af Madrid.
Lögreglan sagði að drengurinn, Fólkið var að mótmæla mikilli um-
Gursino Gallego Nicasio hefði verið ferð um þorpið en það er aðeins í 18 km
drepinn og fjórir lögreglumenn hefðu fjarlægð frá höfuðborginni.
0LÍUSKIP STRANDAÐI
gat kom á skipið og olía fór í sjóinn
Brezkt olíuskip strandaði við
Gibraltar i gær og kom gat á einn tank
skipsins og lak olia í sjóinn. Olíuskipið
heitir Grey Hunter og er rúmlega 67
þúsund tonn að stærð.
Gerð var tilraun til þess að ná skip-
inu af strandstað á flóði i gær, en sú til-
raun mistókst. Olíunni verður nú dælt
úr skipinu í annað, til þess að létta það,
þannig að auðveldara verði að ná því út
og til þess að koma í veg fyrir að meira
leki úr skipinu.
Dráttarbátur hefur sprautað eyðandi
efnum á olíuna, sem lak í sjóinn og
segja yfirvöld, að tekizt hafi að koma í
veg fyrir frekari mengun.
Danmörk:
Lakkrísát veldur sjúkdómum
— Danir eru sjúkir í lakkrís
í dönsku læknariti er nýlega greint
frá sjúklegu lakkrísáti. Kona nokkur,
27 ára að aldri fékk skyndilega mjög
háan blóðþrýsting. Heimilislæknir
hennar reyndi i hálft ár að ná blóð-
þrýstingnum niður með lyfjagjöf, en
án árangurs. Það varð því að leggja
konuna inn á sjúkrahúsið í Fakse.
Þar tókst að lækna konuna, en
eftir hálft ár varð að leggja konuna
inn á ný. Blóðþrýstingurinn var nú
mjög hár og konunni var flökurt og
hún leið af uppköstum og sjóntrufl-
unum.
Þá loksins komust læknarnir að
hinu sanna. Hún var ofurseld lakkrís-
áti og át tvo poka á dag. Konan var
vanin af lakkrísátinu og eftir tvær
vikur var blóðþrýstingurinn orðinn
eðlilegur. Svo hefur og verið síðan
sjúklingurinn hætti lakkr'isáti.
Læknar á Hörsholm sjúkrahúsinu
hafa einnig fengizt við ,,Iakkriseitur-
lyfjáneytanda”. Það var karlmaður
sem skyndilega þyngdist um 8 kg og
var með bjúg í andliti og á fótum.
Á sjúkrahúsinu voru honum gefin
lyf til þess að ná vatni úr líkamanum
og náðist að létta manninn. En aðeins
viku eftir að hann útskrifaðist af
sjúkrahúsinu kom hann aftur og
hafði þyngzt um 2,7 kg. Og þá
komust læknarnir að orsökmni. Það
var át á salmíakspillum. Maðurinn
borðaði 100—200 gr af salmíakslakk-
rís á dag.
Læknarnir ákváðu að láta náttúr-
una sjálfa um lækninguna i þetta sinn
og eftir rúma viku fór sjúklingurinn
að kasta af sér vatrti í miklum mæli
og náði eðlilegri þyngd á ný.
Danir borða feikn af lakkrís og af
því þurfa læknar að vita. Sumir
þurfa að halda sig alfarið frá
lakkrísnum, sérstaklega þeir sem
hafa lélegt hjarta eða of háan blóð-
þrýsting. Það á einnig við þungaðar
konur. Þungaðar konur langar oft í
lakkrís, en verða að gæta sín og fara í
bindindi.
Ja nú er það svart frú Jensen. Þú hefur þó ekki fengið þér lakkrís?