Dagblaðið - 05.03.1979, Page 27

Dagblaðið - 05.03.1979, Page 27
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. MARZ 1979. 27 Myndiðjan Ástþór er gjaldþrota „Ekkert undanskot eigna hefur átt sér stað, sem rannsókn á bókhaldi fyrirtækisins mun staðfesta. Fyrir- tækið hefur einfaldlega aldrei eignazt neitt sem orð er á gerandi vegna erfiðleika í rekstrinum,” sagði Ástþór Magnússon, forstjóri Myndiðjunnar Ástþórs í samtali við Dagblaðið í gær. Fyrirtekið var tekið til gjaldþrota- skipta hjá borgarfógeta á föstudaginn. Dagblaðið Vísir skýrði frá því á laugar- dag og sagði jafnframt að óskað hefði verið eftir rannsókn á meintu undan- skoti eigna og mögulegum fjárdrætti i sambandi við gjaldþrotið. Ástþór Magnússon kvað þetta fjarstæðu. ,,Það er borgarfógetans að fara fram á slíka rannsókn eftir að farið hefur verið í gegnum bókhald Myndiðjunnar. Mér hefur ekki verið tilkynnt um neina slika rannsókn. Allt og sumt sem mér og fógeta hefur farið á milli er að ég tilkynnti símleiðis á fimmtudaginn var um árangurslaust fjárnám hjá fyrirtækinu og að það ætti ekki lengur fyrir skuldum. Klukkan tíu á föstudagsmorguninn mætti ég síðan hjá skiptaráðanda. Þar var beðið um bókhald fyrirtækisins, sem ég afhenti þremur klukkustundum síðar.” Ástþór Magnússon kvað það út- breiddan misskilning að Myndiðjan „UNDANSKOT EIGNA” ER TILBÚNINGUR —segir Ástþór Magnússon forst jóri Ástþór Magnússon: ,,Einu umtals- verðu eignirnar bill. .. sem seldur var á uppboði nýlega.” —DB-mynd: BP. ætti stórar eignir, meðal annars lit- greiningartölvu þá, sem fyrirtækið hefur notað undanfarið. > „Tölva þessi var tekin á leigu hjá svissneska fyrirtækinu Gretag, sam- kvæmt leyfigjaldeyrisdeildarbankanna og fjármálaráðuneytisins,” sagði hann. „Einu umtalsverðu eignir Mynd- iðjunnar frá upphafi voru bíll sem seldur var á uppboði fyrir skemmstu og nokkuð af innanstokksmunum, sem mér er ekki kunnugt um hvort hafa verið seldir ennþá. í frétt Vísis á laugardaginn var því haldið fram að fyrirtækið Gírómyndir hafi verið stofnað eftir að Myndiðjan komst í greiösluþrot,” hélt Ástþór áfram. ,,Þetta er alrangt. Gírómyndir hafa starfað síðan á árinu 1977 undir stjórn Magnúsar Jónssonar og verið mínu fyrirtæki með öllu óviðkomandi. Myndiðjan vann samkvæmt samningi fyrir Gírómyndir, sem tóku viö rekstrinum á ljósmynda- vinnustofunni og tilheyrandi filmuaf- greiöslum að Suðurlandsbraut og í Hafnarstræti nú í febrúar. Þetta var gert til að gjaldþrotið kæmi ekki niður á grandalausum viðskiptamönnum út um allt land, sem ella hefðu ekki fengið myndir sínar afgreiddar. Sömuleiðis heföi starfsfólk Myndiðjunnar staðið uppi atvinnulaust án fyrirvara að því viðbættu að mikið hráefni, sem liggur í Tollvðrugeymslu óútleyst, hefði eyðilagzt og þar með fleiri kröfur bætzt íbúið.” Sömuleiðis kvað Ástþór Magnússon það tilhæfulaust að Gírómyndir hefðu yfirtekið verzlun Myndiðjunnar í Hafnarstræti. „Þetta var miklu fremur filmumót- taka en verzlun, þó að lítils háttar af varningi væri þar til sölu,” sagði Ástþór. „Gírómyndir keyptu sumt af þeim vörum og tóku annað í umboðs- sölu. Þá er það rangt sem Vísir segir, að rekstur móttökunnar í Hafnarstrætisé óbreyttur. Þar eru til dæmis ekki lengur til sölu sjónvarpstæki þau, sem éghef umboð fyrir.” Ástæðuna fyrir gjaldþroti Mynd- iðjunnar taldi Ástþór þá að verðlag á myndum væri allt of lágt. Verðstríð það sem háð hefði verið á fram- köllunarmarkaðinum undanfarið hefði meðal annars leitt til þess að tvö önnur fyrirtæki hefðu gefizt upp. Annað varð gjaldþrota, hitt hætti eftir nokkurra vikna starfsemi. „Verðlag á litmyndum var til skamms tíma nálægt helmingi þess sem það var árið 1974 miðað við manna- kaup,” sagði Ástþór. ,,Ég þori að fullyrða að það á eftir að hækka gífur- lega ef sú einokunarstaða kemst aftur á, sem ríkti þegar Myndiðjan var stofnuð árið 1974,” sagði Ástþór Magnússon að lokum. -ÁT- Hraðfrystistöðin á Eyrarbakka: Unnið alla helgina á tvfskiptum vöktum Unnið var við loðnufrystingu alla smá. Að vonum eru starfsmenn helgina í Hraðfrystistöð Eyrarbakka. frystihússins mjög ánægðir með Var loðnan flutt á bílum frá Þorláks- þessa tilbreytingu sem höfn á laugardagskvöld og þá-þegar loðnufrystingin er frá venjulegri hafizt handa við frystinguna og vinnslu á þorski og ýsu en loðna unnið á tvískiptum vöktum. Að sögn hefur ekki verið fryst á Eyrarbakka starfsfólks er loðnan góð en frekar síðan 1975.-GAJ/MKH, Eyrarbakka. MOKKA- JAKKAR KÁPUR Vettum 15% afsfátt AF MOKKAFLÍKUM OG PELSUM NÆSTU DAGA SKINIMHÚSIÐ AUSTURSTRÆTI8 TOPPFUNDUR Kynning, blaðamannafundir, mót- tökur og aðrar álíka samkomur eru fastur liður í starfi margra fyrirtækja, félaga og reyndar sumra einstaklinga. Oft kostar nokkur heilabrot og fyrir- höfn að finna hentugan og vistlegan stað við slík tilefni. Enda er mikils um vert að staðarvalið takist vel. Við leyfum okkur að mæla með Skálafelli, salnum á 9. hæð á Hótel Esju. Þar eru smekklegar innréttingar og þægileg aðstaða hvort sem hópur- inn er stór eða smár. Útsýnið er marg- rómað. Við sjáum um fjölbreytta þjónustu í mat og drykk. Leitið upplýsinga - tímanlega. Hótel Esja - Sími 82200

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.