Dagblaðið - 05.06.1979, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 05.06.1979, Blaðsíða 4
4 Kjötbúð Suðurvers Stigahlíð 45-47 - Sími 35645 Hatí»f tilbúnir ífrystihistuna Kínversk Antic teppi Kínversk handhnýtt antic ullarteppi og mottur. Gott verö vegna beinna innkaupa frá Peking. Ath. greiöslukjör. SJÓNVAL Vesturgötu 11 Reykjavík sími 22600 > Allar skraytiogw unnar af fag- mönnum. N«| bllailali a.ai.k. é kvöldla 'iíiOMrÁvixmi HAFNARSTRÆTI Simi 12717 PERMANENT KLIPPINGAR BARNAKLIPPING AR LAGNINGAR BLASTRAR LITANIR GERUM GÖT I EYRU niaai wirnff RAGNHILDURBJARNADÓTTIR OllVII Z499D HJÖRDÍS STURLAUGSDÓTTIR DB á ne ytendamarkaði DAGBLADID. ÞRIDJUDAGUR 5. JÚNÍ1979. Glæsilegsýningá Ijósmyndatækni íLundúnum: UÓSMYNDARINN EINBQTIR SÉR AÐ MYNDEFNINU, TÆKNIN SÉR UM Hin Snemma í maí var haldin í Ólympíuhöllinni í Lundúnum umfangsmikil sýning á ljósmyndavél- um og öðrum tækjum sem tengd eru ljósmyndun. Þarna sýndu 69 aðilar og kynnt voru samtals um 290 vöru- merki. Þetta var önnur sýning sinnar tegundar á Bretlandi, hin fyrri var haldin árið 1977. Sýningin vakti mikia athygli og sótti hana fjöldi manns, enda kappkostað að gera hana sem glæsilegasta úr garði. Nikon EM - tækninýjung Ný myndavél — Nikon EM — var kynnt í fyrsta sinn á þessari sýningu. Vél þessi er talsvert frábrugðin fyrri Nikon-vélum og haft hefur verið á orði að hún eigi fátt sameiginlegt með þeim annað en nafnið. Nýjungin felst einkum í þvi að aðeins þarf að ákvarða og stilla ljós- opið en hraðastillingin er sjálfvirk. Síðan er bara að „miða” og „smella af”. Afraksturinn er samt í hæsta gæðaflokki. Vél þessi þykir létt og þægileg í meðförum og verði hefur verið stillt mjög í hóf, enda ætlast framleið- endur til að Nikon EM fari sigurför um ljósmyndamarkaðinn. Næst okkur á myndinni sést sýningarbás Fuji-véla en til hægri eru Canon-vélar með sitt aðsetur. DB-mynd HS. Pentax ME — vinsælust Pentax ME var sú vél sem mestra vinsælda naut á sýningunni og voru á degi hverjum langar biðraðir við básinn þar sem hún var kynnt. Þessi vél er búin sömu tækninýjungum og Nikon EM og framleiðendur hennar urðu á undan Nikon með sína vél á markaðinn. Kosturinn við þessar vélar er auðvitað sá að ljósmyndarinn þarf aðeins að stilla Ijósopið en getur síðan einbeitt sér að sjálfu mynd- efninu. Konica FS1 Konica FS 1, sem kynnt var í fyrra- haust, var nú sýnd í fyrsta sinn á Bretlandi. Sjálfvirkni situr í fyrir- rúmi i þessari vél, t.d. færist filman sjálfkrafa um 1 og 1/2 mynd eftir hverja töku. Hraði lokarans ákvarðar sjálfkrafa stærð ljósopsins (alveg öfugt við Nikon EM og Pentax ME), en þó er hægt að handstilla hvort tveggja. ef menn kjósa það frekar. Tamron-linsur Tamron kynntu nýjar linsur og af þeim vöktu Tamron 500 mm f/8 Cat og Tamron SP 70—210 mm f/3.5 Cf mesta athygli. „Súm”-linsan vakti sérstakan áhuga manna af því að unnt er að velja þá linsulengd sem ljósmyndarinn kýs og skerpustilla á augabragði, allt niður í nærmynda- töku. Minnsta ljósop þessarar linsu er f/32 og verður það að teljast nokkuð gott. Linsan er að auki óvenjulétt. Ljósmælar og stækkarar Þrátt fyrir alla sjálfvirknina hefur áhugi manna og eftirspurn eftir ljós- mælum sífellt aukizt. Vivitar kynnti fjórar gerðir nýrra ljósmæla: 130LX, 230LX, 160LX og 260LX. Þykja þeir allir mjög vel úr garði gerðir. Vivitar kynnti einnig nýjan stækk- ara, Vivitar 356. Inn í hann er byggð einhvers konar „Ijóspípa” sem þjappar ljósmagni og jafnar litblönd- un ljósgeislans. Að auki tryggir hún að hitastreymi við lýsingu er í algjöru lágmarki. Ljósmyndasýning Að sjálfsögðu var ekki látið við það eitt sitja að kynna nýjar ljós- myndavélar og nýjungar í ljósmynda- tækni. Þegar svona margir áhuga- menn um ljósmyndun koma saman verður líka að sýna ljósmyndir. Meðal sýnenda var Hið konunglega brezka ljósmyndafræðifélag sem leyfði mönnum að sjá hluta af frá- bæru safni sínu þar sem m.a. er rakin saga ljósmyndarinnar og Ijósmynda- tækni. Þar gat einnig að líta margar sögufrægar myndir og listræn stór- virki. Þá var sýndur afrakstur ljós- myndasamkepnni atvinnu- og áhuga- manna sem brezku dagblöðin höfðu átt stóran hlut að. Á sýningunni sjálfri var einnig í gangi myndasam- keppni og gátu menn fengið leiðbein- ingar um myndatöku hjá sérfræðing- um helztu ljósmyndatímarita á Bret- landi sem mættir voru á staðinn. HS/GM. —^ SEIMDUM LITMYNDA- ||| Alf A Q nc cyi u GRENSÁSVEGI3 LISTA EF ÓSKAÐ ER lllll VHIl uu ut lHsf SÍMI81144. ÚSK NR. 21. Verö m/dýnum kr. 121.300. Náttborö kr. 39.100 stk REKKJAN NR. 23. Verð m/dýnum kr. 330.200. V«rO m/dýnum og náttboröum kr. 300.000. ANTIK NR.28. Vorð m/dýnum og náttboröum kr. 396.000. VENUSNR. 2». Verö m/dýnum og náttborðum kr. 340.000. Kaupið rúmin afframleiðanda — Það tryggir lœgra verð.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.