Dagblaðið - 05.06.1979, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 05.06.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 1979. 5 Allt var gerónýtt og brunnið til grunna. DB-mynd Krístján Ingi Akureyri: Hús eyðilagðist í eldi Um kl. 7.30 á laugardagsmorgun var slökkviliðinu á Akureyri tilkynnt um að eldur væri laus að Reynilundi 1 en það er einnar hæðar einbýlishús. Þegar slökkvilið kom á staðinn var eldurinn mjög mikill og fékkst ekki við neitt ráðið og brann allt sem brunnið gat en húsið var steinsteypt. í húsinu bjuggu hjón með fjórum börnum sínum og sluppu þau öll út ómeidd. Svo mikill var eldurinn, að slökkviliðið átti fullt í fangi með að verja næstu hús, og sprungu rúður i næsta húsi vegna hit- ans. Eldsupptök eru ókunn. -GAJ Sænska pressan kallaði hann Ambassadorinn hjólandi —Varaforsætisráðherra Kfna í heimsókn á íslandi Geng Biao, varaforsætisráðherra Kínverja og formaður sendinefndar kínversku stjórnarinnar sem kom til íslands í gær, er einn af reyndustu starfsmönnum utanríkisþjónustu lands síns. Hann var skipaður sendiherra Kina í Stokkhólmi þegar árið 1950 og töfraði sænsku pressuna fljótlega upp úr skónum með tiltækjum sem Svíum þóttu alþýðleg og óvenjuleg úr dipló- matiskri átt. Sænska blaðið Stock- holmstidningen skrifaði til dæmis að hann hafi komið akandi í rússnesku farartæki til fundar við fulltrúa sænsku stjómarinnar, „hávaxinn oggrannur”, og blaðið segir hann hafa kysst blóm- vöndinn sem hann fékk við komuna og brosað „fullkomnu diplómatabrosi”! Hjólandi ambassador Á þeim 6 árum sem Geng Biao var í Stokkhólmi, var hann þekktur sem ambassadorinn hjólandi. Andstætt öllum kollegum sínum notaði hann gjarnan reiðhjól tU að komast leiðar sinnar í Stokkhólmi. Hann notaði einnig Svíþjóðardvölina til að ferðast vítt um landið og sá hluti sænsku press- unnar sem hvað ákafast boðaði fögnuð kalda stríðsins, fann það út að ferðalög sendiherrans hlytur að tengjast njósna- starfsemi! Námuverkamaður Geng Biao fæddist árið 1909 i Hunan-fylki, þar sem sjálfur Maó for- maður sleit barnsskónum. Biao vann um tíma í námu og snemma tók hann þátt í ólöglegri starfsemi kommúnista- flokks Kína. Fyrir honum átti eftir að Uggja að taka þátt i baráttu Rauða hersins og göngunni löngu. Stðar stóð hann framarlega í flokki í skæru- stríðum I Norður-Kina og í einni af rit- gerðum Maós er lokið sérstöku lofsorði á Biao fyrir hans þátt i þessum átökum. Diplómat FeriU Geng Biaos I utanríkisþjónustu Kína hófst árið 1950 og fram til menn- ingarbyltingarinnar árið 1966 var hann að mestu erlendis. Meðal annars var hann sendiherra í Pakistan, en einnig kom hann við sögu þegar Kína og Ind- land áttu í hörðum landamæradeilum. Síðar varð hann svo sendiherra I Burma. Geng Biao situr nú I miðstjóm Kommúnistaflokks Kina og er yfirmaður þeirrar stofnunar sem sér um erlend samskipti flokksins. Dagskrá heimsóknarinnar Geng Biao mun eiga viðræður við hvorki meira né minna en sex ráðherra í Reykjavík, en einnig fer hann á fund forsetans á Bessastöðum. Kínversku gestirnir munu heimsækja fyrírtæki og söfn og svo verða auðvitað veizlur og samsæti eins og venja er við hUðstæð tækifæri. Héðan fer hann ásamt 20 manna föruneyti 9. júní. -ARH Ölvuð 15 ára stúlka við stýrið Mikil ölvun var á Húsavik aöfara- ónýt. Meiðsli á farþegum reyndust nótt laugardagsins og voru þá teknir ekki alvarleg og mun minni en i sex ökumenn grunaðir um ölvun við fyrstu var talið. Stúlkan unga er bif- akstur. Einn þessara ökumanna var • reiðinni ók hafði nýtekið við stjóm-' 15 ára gömul stúlka og hafði hún inni á bifreiðinni er slysið varð en misst stjóm á bifreið þeirri er hún fyrri ökumaðurinn hafði einnig verið stýrði í Aðaldalshrauni, með þeim af- ölvaður. leiðingum að bifreiðin valt og er gjör- - GAJ Bflvelta í Kömbum Bilvelta varð i Kömbunum á föstu- dagskvöldið. Volkswagenbifreið var á leið niður Kambana og er hún var að fara fram úr annarri bifreið kom bifreið á móti henni og enn önnur bifreið reyndi að fara fram úr þeirri bifreið. Þarna mættust því skyndi- lega fjórar bifreiðir og það varð til þess að ökumaður Volkswagenbif- reiðarinnar missti stjórn á henni og hún valt eina veltu og skemmdist töluvert. Farþegi í Volkswagenbif- reiðinni slasaðist eitthvað og var fiuttur á slysavarðstofu, sennilega rifbeinsbrotinn. - GAJ / BP, Hveragerði. Mikil ölvun í Gifurleg ölvun var i Reykjavik á föstudagskvöid, og á laugardags- kvöldið var ölvunin einnig mun meiri en um venjulega helgi. Allar fanga- geymslur lögreglunnar vom útúrfull- ar báðar nætumar. Þá voru 32 öku- menn teknir grunaðir um ölvun frá Reykjavík þvi á föstudagskvöld og fram á sunnudag. Þrátt fyrir þessa miklu ölvun urðu erigin meiri háttar óhöpp og miðbæjarlögreglan sagði, að hjá þeim hefði meira að segja verið heidurróiegt. -CAJ Fluttur á gjörgæzludeild vegna reykeitrunar Slökkviliðið í Reykjavik var kvatt út fjómm sinnum um hvitasunnu- helgina. Aðfaranótt laugardagsins barst tilkynning um að eldur væri laus i kjallara hússins að Blöndu- bakka 3. Þegar slökkviliðið kom á staðinn var töluverður reykur i kjall- ara hússins og eldur i svcfnbekk. Maður var í herberginu þar sem eldurinn kom upp, og var honum bjargað út unt leið og sjúkrabíll kom á staðinn. Var hann fluttur á gjör- gæzludeild vegna reykeitmnar er hann hafði hlotið. Skemmdir urðu ekki miklar á húsnæðinu. í öðmm þeim tilfellum sem slökkviliðið var kvatt út reyndist vera um minni háttar eld að ræða. -GAJ Runtal-málinu frestað aftur Runtal-málið var tekið fyrir að nýju hjá embætti sýslumannsins í Árnessýslu 25. maí sl. Að sögn Karis F. Jóhannssonar, fulltrúa sýslu- mannsins, var ntálinu frestað aftur að ósk aðila þar sem yfirmat lá enn ekki fyrir. Er fresturinn tU 25. júní nk. Mál þetta snýst um, hvort Funa- ofnar (Ofnasmiðja Suðurlands) hafi i framleiðslunni sinni farið inn á einkaleyfísverndaðan rétt Runtal- ofna. -GAJ Vegaskemmdir við Húsavík Í fyrrakvöld rofnaði þjóðvegurinn við Saltvík í nágrenni Húsavíkur af völdum leysingavatns, en i kjölfar hitabylgjunnar sem hefur yljað okkur undanfarna daga, hljóp gríðarlegur vöxtur i öU vatnsföU á Norðurlandi. Að sögn Tryggva Kristinssonar, yfir- lögregiuþjóns á Húsavik, var brugðið skjótt við og skarðið i veginn fyllt. Var hann orðinn fær í gærmorgun og lögreglunni ckki kunnugt um frekari vegaskemmdir af völdum flóða. Hins vegar höfðu borizt fréttir af aur- bleytu á vegum austur frá Húsavík. Tryggvi sagði að ef veður héldist þurrt á næstunni væri von til þess að ástand vega yrði þolanlegt. Steikjandi hiti var á Húsavik í gær, og snjórinn á hröðu undanhaldi. - ARH taktu .símann pantaðu strax Sólarlandaferóirnar eru óóum aó fyllast - nú er um aó gera aó panta strax Spánn 8. júní - örfá sæti laus 22. júní - laus sæti 29. júní - laussæti 6. júlí - laus sæti 13. júlí - uppselt / biðlisti Júgóslavía 24. júní — nokkur sæti laus 1. júlí - laussæti 8. júlí - laussæti 15. júlí - uppselt / biðlisti Jamaica júní - uppselt ágúst - uppselt september - örfá sæti laus Samvinnuferdir-Landsýn Austurstræti 12 - símar 27077 og 28899 é

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.