Dagblaðið - 05.06.1979, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 05.06.1979, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 1979. „Hreinn uppspuni/’ segir framkvæmdastjóri Aðalverktaka: Nafn flokksins verður birt —segir Halldór Halldórsson í Helgarpóstinum „Ég hef mjög ákveðnar og öruggar heimildir fyrir því að ákveðinn stjórnmálaflokkur hafl þegið fé frá Aðalverktökum, nánar tiltekið Sam- einuðum verktökum sem eiga 50% í fyrirtækinu,” sagði Halldór Hall- dórsson, blaðamaöur á Helgarpóstin- um, í viðtali við DB. Hann kvaö nafn flokksins verða birt í næsta tölublaði Helgarpóstsins. Fulltrúar stjórnmálaflokkanna lýstu því yfir í DB á föstudaginn að fullyrðingar Helgarpóstsins væru til- hæfulausar. Halldór var að því spurður hvort einhver þeirra færi þá með ósannindi. „Það þarf ekki að vera,” svaraði hann. „Það er reynt að fara með þetta eins leynt og unnt er. Helztu forustumenn flokkanna þurfa ekki endilega að hafa um þetta neina vitn- eskju.” „Þetta er tóm vitleysa, hreinn upp- spuni,” sagði Thor Ó. Thors, fram- kvæmdastjóri Aðalverktaka. Hann kvaðst ekki geta gert sér neina grein fyrir því af hvaða rótum ásakanir Helgarpóstsins væru sprottnar. „Ég sé ekki inn í hugarfylgsni þess- ara manna,” sagði Thor. „Ég fylgist ekki með sorpblaðamennskunni og lesekkiþessiblöð.” -GM Svæðamótið íLuzem: Guðmundur og Helgi komustbáðiráfram Þrátt fyrir að Helgi Ólafsson tapaði síðustu skák sinni i undan- keppninni á svæðamótinu í Luzem fyrir Dueckstein þá komst hann áfram í úrslitakeppnina. Fjórir efstu menn úr hvorum riðli komust áfram í úrslitakeppnina. Þessir átta skák- menn keppa síðan um rétt til þátt- töku á millisvæðamóti en þrjú efstu sætin veita sh'kan rétt. Úr A-riðUnum komast eftirtaldir áfram: Hllbner, V- Þýzkalandi, með 8,5 v., Kagan, ísrael, með 6,5 v., Guðmundur Sigurjónsson með 6,5 v. og Wadberg, Svíþjóð, með 6 v. Úr B-riðli komust eftirtaldir áfram: GrUnfeld, ísrael, með 7 v., Karlsson, Svíþjóð, með 6,5 v., Helmers, Noregi, með 6 v. og Helgi Ólafsson með 5,5 v. Stórmeist- arinn Pachman þurfti að sigra Karls- son í síðustu umferð til að verða jafn Hclga að vinningum og komast þar með áfram á stigum en hann varð að láta sér nægja jafntefU eftir að hafa verið með lakari stöðu lengst af. Annar stórmeistari, Liberzon frá ísrael, mátti einnig bíta í það súra epli að komast ekki í úrslitakeppnina. Margeir Pétursson náði sér aldrei á strik í keppninni og varð að sætta sig við 9. sætið í A-riðU. í úrsUtakeppn- inni verða tefldar alls 7 umferðir og lýkur henni 16. júní nk. -GAJ Kyndill íbensínflutningum til Austf jarða: Bensín víða þrotið — Mér var sagt áðan að bensínið hér væri á síðustu lítrunum og líklega selst það upp í dag. Sömu sögu er að segja víða á Austfjörðum og sums staðar er bensín þegar þrotið, sagði Davíð Valgeirsson hjá Olíufélaginu hf. á Eskifirði við DB í gær. Hann átti þó von á því að Eskfirðingar og fleiri Austfirðingar þyrftu ekki lengi að þola bensínskort, þar sem Kyndill var væntanlegur til Seyðisfjarðar og fleiri Austfjarðahafna i gær og dag. Lítið er til af gasolíu á Eskifirði en skortur er ekki yfirvofandi þar sem talsverðar birgðir eru til í birgðastöð Austfiröinga á Seyðisfirði. Einar G. Jónsson hjá Olíuverzlun Íslands á Akureyri lét bærilega af ástandinu í olíumálum við Eyjafjörð. Kyndill losaði 6—7 þús. lítra af gas- olíu í gær á Akureyri og annað eins er til af bensíni. Einar bjóst við að birgðirnar mundu endast i einn mánuð eða meira, en frá Akureyri er dreift olíuvörum á ýmsa staði við Eyjafjörð, m.a. Ólafsfjörð, Dalvik og Grenivík. - ARH Fjórum flugþrautum lokað á Vestffjörðum Flugmálastjóm hefur tekið úr notk- i fréttabréfmu segir að þingmenn un fjórar flugbrautir á Vestfjörðum: í Vestfjarða hafi verið beðnir að beita Bæjum, Arngeröareyri, Strandseli og sér fyrir nauðsynlegum ráðstöfunum til Melanesi. að notkun brautanna verði aftur leyfð. Frá þessu er skýrt í nýlegu Frétta- Sömu óskum hefur verið komið á bréfi Fjórðungssambands Vestfjarða. framfæri við flugmálastjóm og sam- Borið er við ófullnægjandi lengd gönguráðuneyti, en lítið fjármagn er brauta vegna nýrra flugvélagerða og fyrirliggjandi til úrbóta og allt í óvissu stærri flugvéla, svo og slæmu ástandi um framvindu mála. brautanna við og við. -GM Innan við 2 prósent launþega hefðu lent á „þakinu” Aðeins 1,5—2 af hundraði launþega dagvinnulaun á mánuði fyrir ofan þetta hefðu lent fyrir ofan vísitöluþakið við mark. 400 þúsund króna mánaðarlaun, sem Þeir sem gagnrýndu þessa stefnu ráðherranefndin var að því komin að bentu á að slík aðgerð hefði ekki mikil setja með bráðabirgðalögum fyrir 1. áhrif á verðbólguprósentur. Fyrir Al- júní, að sögn Ólafs Davíðssonar í þýðubandalagsmönnum, sem aðallega Þjóðhagsstofnun. beittu sér fyrir þaki af þessu tagi, og í umræðunum um vísitöluþakið öðrum, sem það studdu, vakti fyrst og munu fáir hafa áttað sig á, að þessi fremst að hindra, að flugmenn bættu skerðing vísitölubóta náði ekki til fleiri. enn ofan á laun sín með fullum vísi- Þessi 1,5—2 prósent eru sá hópur laun- tölubótum á júníkaupán þaks. þega, 1300—1500 manns, sem hefur -HH Kartöf lumar komnar f jörðina i’yWTOK? Óvenjumikill hiti hefur verið undan- fama tvo daga og komst hitinn í Reykjavik í 17 stig á hvítasunnudag. Það er af sem áður var, brunakuldi, þótt almanakið sýni sumar. En sumarið virðist loksins komið, gras að verða grænt og tré tekin að laufgast. Og órækt vitni um batnandi tíð er sá fjðldi fólks er vann að þvi um helgina að setja niður kartöflur. Garðlönd Reykvíkinga við Korpúlfsstaði iðuðu af lifi og margir líta vonaraugum til haustsins, er árangurinn kemur i ljós. JH / DB-mynd Hörður Komíð í verzlanir víða um landið PUSSYCAT JÚLÍUS SVEINBJÖRNSSON HEILDVERZLUN LAUGAVEGI26 - SÍMI20480 Nýtt á markaðinum!

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.