Dagblaðið - 05.06.1979, Blaðsíða 25

Dagblaðið - 05.06.1979, Blaðsíða 25
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNI 1979. 25 „Ég hef aðeins góða reynslu af íslendingum” segir Alan Dixon sem rekur gistiheimilifEnglandi, aðallega fyrir íslendinga „Nei, ég hef ekki haft slæma reynslu af íslendingum, síður en svo. Um 85 prósent þeirra sem gistu hjá mér í fyrra voru héðan og ég hafði nákvæmlega engin vandræði af þeim,” sagði Alan Dixon, enskur fslandsvinur, í samtali við Dag- blaðið. Alan og kona hans reka gisti- heimili í þorpinu Maidenhead, um 26 kilómetra leið frá London, og sér- hæfa sig í þjónustu við íslendinga. ,,Ég hef haft kynni af íslendingum um sautján ára skeið,” segir Alan Dixon. ,,Ég hóf að vinna fyrir Loft- leiðir á Heathrowflugvelli árið 1973. Síðan þá hef ég starfað bæði fyrir Flugfélag fslands og Icecargo. Hugmyndina að því að setja upp gistiheimili fékk ég fyrir nokkru. Það kemur nefnilega stundum fyrir að enga gistingu er að fá á hótelum í London, sama hve mikið fé er í boðú Mér datt því í hug að leigja út nokkur herbergi í húsinu mínu og lét verða af því í fyrra.” Dixonhjónin geta hýst átta manns í einu i þremur herbergjum. Sólar- hringsgisting fyrir manninn kostar fimm pund. Innifalið í því verði er gisting og enskur morgunverður. Hús þeirra hjóna var byggt árið 1926 en er að sögn Alans I prýðilegu ásig- komulagi. „Okkur tekst að halda verðinu niðri með því að hafa ekkert auka- starfsfólk,” sagði hann. ,,Við hjónin rekum gistiheimilið saman og njótum auk þess aðstoðar tengdamóður minnar.” Um það bil fjórtán kílómetra vega- lengd er frá Heathrowflugvelli til Maidenhead. Ef þeir sem hyggjast gista hjá Dixon óska nær hann I þá á flugvöllinn fyrir hálft leigubílaverð. Sömuleiðis býðst hann til að aka gestum sínum í verzlanir og annað. ,,f Maidenhead og nágrannaþorp- unum er hægt að fá keypt flest það sem hugurinn girnist,” segir Alan Dixon. „Verðlag þar er um 25 prósent lægra en til dæmis í Oxford- stræti. Umferðin þar er einnig miklu minni og afgreiðslufólkið gefur sér tíma til að ræða við viðskiptavinina, sérstaklega ef útlendingar eru á ferð- inni.” Að sögn Alans Dixons hefur hann nú í huga að færa út kvíarnar í þjónustunni við fslendinga. ,,Ég hef tekið eftir því af kynnum mínum við íslendinga að þeir eiga sumir hverjir erfitt með að koma sér áfram á erlendri grund. Mig langar til að hjálpa verzlunarfólki við að koma sér í viðskiptasambönd og þess háttar í Englandi. Strákarnir hjá ferðaskrif- stofunni Olynipo ætlar að verða mér innan handar með að eignast við- skiptavini hér á landi. Þessi þjónusta er ekki komin í gang ennþá en ég vonast til að komast eitthvað á veg i sumar. Ég gæti vel hugsað mér að gera svona þjónustu við fslendinga að aðalstarfi í framtíðinni.” -At- Tug- milljóna- tjón af eldi f álverinu — ekki vitað hvernig farið hefði ef þjálfað slökkvilið væri ekki á staðnum Tugmilljóna tjón varð í kerskála í álverksmiðjunni í Straumsvík um miðjan dag á fimmtudag er eldur kom þar upp. Var verið að vinna við móta- uppslátt að nýjum skála milli hinna gömlu og notað við það bæði log- skurðartæki og rafsuðutæki. Er talið að annað hvort þetta sé orsök eldsins. Mótin sem verið var að vinna við eyðilögðust og opnaðist 30—40 metra gat inn í syðri kerskálann. Þakið þar yfir bráðnaði af hita og hreinlega hvarf. Geysilegar aðrar skemmdir urðu á rafstjórntækjum og töflum í skálanum. Taka varð straum af skálanum um það bil klukkustund en svo fljótt sem unnt er var straumur settur á kerin og allt sett í gang en fyrir liggur mikið verk að komaölluílag. Slökkvilið staðarins, vel þjálfað lið með 14 menn á vakt, hafði náð tökum á eldinúm áður en Hafnarfjarðarliðið náði suðureftir og það aðstoðaði við „fráganginn” án þess að koma tækjum sínum af stað. Er ekki vitað hvemig farið hefði ef þetta vel þjálfaða lið í Straunrsvík hefði ekki verið á staðnum. -ASt. talstöð lög- reglubflsins íölæði Tveir lögreglumenn frá Árbæjarstöð lentu i ævintýri í Hólahverfinu fyrir helgi. Vom þeir kvaddir á staðinn vegna ölvunarláta að minnsta kosti fimm manna. Voru þeir bara tveir í lögreglubílnum og fóru saman upp í íbúðina. Gekk vel að vísa fjórum út og niður, en hinn fimmti varð eitthvað seinni til að koma sér út. Meðan á þessum töfum stóð fóru einhverjir hinna upp í lögreglubílinn, slitu þar talstöðina úr sambandi en gátu lítið annað aðhafzt því lyklar bilsins voru í vasa lögreglumanns uppi. Þau eru margvísleg næturævintýrin i Reykjavik. ' -ASt. H KAUPMANNAHÖFN GLASGOW 5W00 HELSINKI 94300 DUBLIN 57300, LUXEMBORG 78300 FÆREYJAR 7Q 0/1/1 38.000 /d-ÖUU LONDON 63.100 STOKKHOLMUR 84.000 GAUTABORG 72900 OSLÓ 67300 BERGEN 67300 Vissir þú um þetta veró ? Ofangreind dæmi sýna fargjöld (fram og til baka) hvers einstaklings í fjögurra manna fjölskyldu, sem nýtur fjölskylduafsláttar frá almennum sérfargjöldum. til viöbótar- og þá lítur dæmiö út eins og sýnt er hér aö ofan. Þar eru aöeins sýndir nokkrir möguleikar af fjölmörgum - en viljir þú vita um flugfargjöld til fleiri staöa og alla afsláttarmögu- Almenn sérfargjöld eru 6-30 daga !eika sem bjóöast þá er bara aö fargjöld sem gilda allt áriö til nær 60 staöa í Evrópu - en fari fjölskyldan saman til Noröurlanda - Luxemborgar eöa Bretlands fæst fjölskylduafsláttur hringja í síma 25100, heimsækja næsta umboösmann eöa söluskrif- stofu okkarí Reykjavíkí Lækjar- götu og aö Hótel Esju. FLUGLEIÐIR

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.